Viðskipti innlent

77 milljóna tap hjá Keiluhöllinni í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsemi hefur verið rekin í Keiluhöllinni Öskjuhlíð frá árinu 1985.
Starfsemi hefur verið rekin í Keiluhöllinni Öskjuhlíð frá árinu 1985. Vísir/E. Ól.
Tap af rekstri Keiluhallarinnar nam 77 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt samandregnum ársreikningi félagsins.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam hins vegar tæplega 42 milljónum króna. Árið áður nam tap ársins 34,7 milljónum króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 39,2 milljónum króna.

Eignir félagsins nema tæplega 740 milljónum króna en skuldirnar nema tæplega 652 milljónum króna. Eigið fé er því um það bil 88 milljónir króna. Helstu eignir félagsins eru fasteignir sem eru bókfærðar á rúmar 549 milljónir króna, bifreiðar á níu milljónir króna og áhöld og tæki á 59 milljónir. Í ársreikningnum segir að á meðal viðskiptaskulda séu gjaldfallnar skuldir við birgja, en ekki hafi verið færðir dráttarvextir inn í reikningsskilin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×