Samningsgerð Sorpu við Aikan stöðvuð Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2014 00:01 Í Álfsnesi. Sorpa ætlar sér að snarminnka sorpurðun með tilkomu nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar. Fréttablaðið/Valli Kærunefnd útboðsmála hefur ákvarðað að samningsgerð Sorpu bs. við Aikan A/S vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi verði stöðvuð tímabundið. Íslenska gámafélagið (ÍG) og dótturfyrirtæki þess, Metanorka ehf., kærðu samningsgerðina til nefndarinnar þann 9. október síðastliðinn með þeim rökum að hún stangist á við lög um opinber innkaup, og bjóða hefði átt verkið út til að gæta að miklum einka- og almannahagsmunum. Sorpa segist vera í fullum rétti og hafa haldið því fram að tæknilausn Aikan sé sú eina sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa. Þessu hafa ÍG og Metanorka hafnað alfarið. Kærunefnd útboðsmála virðist fallast á að Sorpa hafi ekki sýnt fram á með fullnægjandi hætti að aðrar lausnir séu ekki í boði, sem var kjarni kærunnar. Í ákvörðun kærunefndarinnar segir jafnframt að sá hluti samnings sem gerður er án útboðs skuli ekki vera hærri en jafngildi einnar milljónar evra, eða rúmlega 150 milljónir íslenskra króna. Þrátt fyrir endurteknar beiðnir Fréttablaðsins um upplýsingar um samningsgerðina, og hversu stórt hlutfall tæknilausnin er af um þriggja milljarða króna heildarkostnaði við framkvæmdina, hafa forsvarsmenn Sorpu kosið að halda þeim upplýsingum fyrir sig. „Af þeim gögnum sem liggja fyrir í máli þessu verður ekki annað ráðið en að verðgildi þeirra samninga sem standi til að gera við Aikan A/S um fyrirhugað verk kunni að vera umfram framangreinda fjárhæð,“ segir í ákvörðun kærunefndarinnar. Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hefur ákvarðað að samningsgerð Sorpu bs. við Aikan A/S vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi verði stöðvuð tímabundið. Íslenska gámafélagið (ÍG) og dótturfyrirtæki þess, Metanorka ehf., kærðu samningsgerðina til nefndarinnar þann 9. október síðastliðinn með þeim rökum að hún stangist á við lög um opinber innkaup, og bjóða hefði átt verkið út til að gæta að miklum einka- og almannahagsmunum. Sorpa segist vera í fullum rétti og hafa haldið því fram að tæknilausn Aikan sé sú eina sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa. Þessu hafa ÍG og Metanorka hafnað alfarið. Kærunefnd útboðsmála virðist fallast á að Sorpa hafi ekki sýnt fram á með fullnægjandi hætti að aðrar lausnir séu ekki í boði, sem var kjarni kærunnar. Í ákvörðun kærunefndarinnar segir jafnframt að sá hluti samnings sem gerður er án útboðs skuli ekki vera hærri en jafngildi einnar milljónar evra, eða rúmlega 150 milljónir íslenskra króna. Þrátt fyrir endurteknar beiðnir Fréttablaðsins um upplýsingar um samningsgerðina, og hversu stórt hlutfall tæknilausnin er af um þriggja milljarða króna heildarkostnaði við framkvæmdina, hafa forsvarsmenn Sorpu kosið að halda þeim upplýsingum fyrir sig. „Af þeim gögnum sem liggja fyrir í máli þessu verður ekki annað ráðið en að verðgildi þeirra samninga sem standi til að gera við Aikan A/S um fyrirhugað verk kunni að vera umfram framangreinda fjárhæð,“ segir í ákvörðun kærunefndarinnar.
Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira