Viðskipti innlent

10.000 tonna frystigeymsla rís

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Nýja frystigeymslan er til hægri á myndinni en til vinstri má sjá núverandi geymslu, Fjarðarfrost. Stækkunarmöguleikar felast í tengibyggingu á milli nýju og gömlu geymslunnar.
Nýja frystigeymslan er til hægri á myndinni en til vinstri má sjá núverandi geymslu, Fjarðarfrost. Stækkunarmöguleikar felast í tengibyggingu á milli nýju og gömlu geymslunnar. mynd/Eimskip
Eimskipafélag Íslands hefur ákveðið að ráðast í byggingu á 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði sínu í Hafnarfirði.

Fram kemur í tilkynningu að ákvörðunin sé tekin í ljósi þess að veruleg aukning hafi orðið í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski.

Framkvæmdir eiga að hefjastfyrir áramót og fyrsti áfangi tilbúinn til notkunar sumarið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×