Viðskipti innlent

Búast við óbreyttum vöxtum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson gera grein fyrir peningastefnunni.
Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson gera grein fyrir peningastefnunni. fréttablaðið/Pjetur
Bæði Hagdeild Landsbankans og Greiningadeild Arion banka telja víst að peningastefnunefnd kjósi að halda vöxtum sínum óbreyttum. Næsta stýrivaxtahækkun verður á miðvikudaginn.

Greiningadeild Arion bendir á að verðbólga sé lág um þessar mundir og vel undir verðbólguspá Seðlabankans í síðustu Peningamálum, gengið sé stöðugt og einnig vísbendingar um að hægja kunni á einkaneyslu á seinni helmingi ársins.

„Aftur á móti eru kjarasamningar lausir á næstunni og háar launakröfur í kortunum, auk þess sem líkur á launaskriði á almennum vinnumarkaði fara vaxandi. Það eru því hverfandi líkur á því að peningastefnunefnd komi á óvart með lækkun stýrivaxta í ljósi óvissunnar á vinnumarkaði. Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti á seinni hluta næsta árs en það veltur að miklu leyti á niðurstöðum kjarasamninga framundan,“ segir Greiningadeildin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×