Blekkingar og staðreyndir um framleiðslu íslenskra kvikmynda Björn B. Björnsson skrifar 31. október 2014 07:00 Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heldur því fram í grein að Framsóknarflokkurinn hafi þegar efnt kosningaloforð sitt um að efla íslenska kvikmyndagerð. Málið sé afgreitt. Þessi niðurstaða hefur vakið mikla furðu í röðum íslenskra kvikmyndaframleiðenda – svo ekki sé meira sagt. 1 Jóhannes segir að framlög til kvikmyndasjóða hafi aldrei verið hærri en þau verða 2015 (nema 2013). Meðfylgjandi línurit um framlög til kvikmyndasjóða á föstu verðlagi sýnir að þessi fullyrðing er ekki rétt. 2Núverandi ríkisstjórn lækkaði framlag til kvikmyndasjóða um 488 milljónir með því að afnema fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Jóhannes segir að það sé „einfaldlega ekki hægt að nota 2013 sem eðlilegt viðmið“ vegna þess að hækkunin það ár hafi verið „ófjármagnað risakosningaloforð“ fyrrverandi stjórnarflokka. Jóhannes lokar augunum fyrir því að þessi fjárfesting var ákvörðun framkvæmdavaldsins með samþykki fjárveitingavaldsins. Þessir peningar runnu til framleiðslu íslenskra kvikmynda árið 2013. Fjárfestingin er því staðreynd – ekki loforð – sem ekki verður undan komist þegar rætt er um fjármögnun kvikmyndasjóða. 3 Jóhannes segir að fjárfestingaáætlunin hafi ekki verið „í neinu sambandi við raunveruleikann í ríkisfjármálum“ og „það var því aldrei innistæða fyrir sjálfkrafa framlengingu á þessu“… Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Sá hluti fjárfestingaáætlunarinnar sem fór til að efla skapandi greinar eins og kvikmyndaframleiðslu var fjármagnaður með arði af hlut ríkisins í bönkunum. Ef arðurinn myndi minnka eða hverfa þá færu þessi framlög sömu leið. En arðurinn hefur hins vegar hækkað verulega. Arðgreiðslur bankanna til ríkisins árið 2013 námu 10 milljörðum en 21 milljarði árið 2014. Því er rangt að fjármögnunin hafi verið án sambands við raunveruleikann eða innistæða ekki fyrir hendi. Það er einfaldlega pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna að nota þessa peninga frekar til annarra verkefna og við þá ákvörðun eiga þeir að þora að standa. 4 Jóhannes segir að ríkisstjórnin hafi engu að síður „ákveðið“ að hækka framlög til kvikmyndasjóða. Staðreyndin er sú að þessi hækkun milli ára er ekki „ákvörðun“ þessarar ríkisstjórnar heldur er hækkunin bundin í samningi sem gerður var við greinina árið 2011. Eina „ákvörðunin“ sem ríkisstjórnin tók í þessu sambandi var því sú að svíkja ekki samning sem hefur verið í gildi í nokkur ár. 5 Þegar ríkisstjórnin slátraði fjárfestingaáætluninni var það gríðarlegt högg fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi því fjárfesting hins opinbera í greininni (sem er forsenda annarrar fjármögnunar) dróst fyrirvaralaust saman um tæp 40%. Jóhannes blæs á þá gagnrýni að aðgerðir stjórnarinnar valdi óvissu í greininni. Hann segir: „Það er einfaldlega ekki rétt. Óvissa myndi ríkja ef framlög til kvikmyndasjóða væru á miklu flakki upp og niður milli ára“. Þetta línurit sýnir framlög til kvikmyndasjóða undanfarin 6 ár og til samanburðar eru framlög hins opinbera til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lesendur geta sjálfir dæmt um hvort myndin sýni „mikið flakk upp og niður milli ára“ eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heldur því fram í grein að Framsóknarflokkurinn hafi þegar efnt kosningaloforð sitt um að efla íslenska kvikmyndagerð. Málið sé afgreitt. Þessi niðurstaða hefur vakið mikla furðu í röðum íslenskra kvikmyndaframleiðenda – svo ekki sé meira sagt. 1 Jóhannes segir að framlög til kvikmyndasjóða hafi aldrei verið hærri en þau verða 2015 (nema 2013). Meðfylgjandi línurit um framlög til kvikmyndasjóða á föstu verðlagi sýnir að þessi fullyrðing er ekki rétt. 2Núverandi ríkisstjórn lækkaði framlag til kvikmyndasjóða um 488 milljónir með því að afnema fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Jóhannes segir að það sé „einfaldlega ekki hægt að nota 2013 sem eðlilegt viðmið“ vegna þess að hækkunin það ár hafi verið „ófjármagnað risakosningaloforð“ fyrrverandi stjórnarflokka. Jóhannes lokar augunum fyrir því að þessi fjárfesting var ákvörðun framkvæmdavaldsins með samþykki fjárveitingavaldsins. Þessir peningar runnu til framleiðslu íslenskra kvikmynda árið 2013. Fjárfestingin er því staðreynd – ekki loforð – sem ekki verður undan komist þegar rætt er um fjármögnun kvikmyndasjóða. 3 Jóhannes segir að fjárfestingaáætlunin hafi ekki verið „í neinu sambandi við raunveruleikann í ríkisfjármálum“ og „það var því aldrei innistæða fyrir sjálfkrafa framlengingu á þessu“… Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Sá hluti fjárfestingaáætlunarinnar sem fór til að efla skapandi greinar eins og kvikmyndaframleiðslu var fjármagnaður með arði af hlut ríkisins í bönkunum. Ef arðurinn myndi minnka eða hverfa þá færu þessi framlög sömu leið. En arðurinn hefur hins vegar hækkað verulega. Arðgreiðslur bankanna til ríkisins árið 2013 námu 10 milljörðum en 21 milljarði árið 2014. Því er rangt að fjármögnunin hafi verið án sambands við raunveruleikann eða innistæða ekki fyrir hendi. Það er einfaldlega pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna að nota þessa peninga frekar til annarra verkefna og við þá ákvörðun eiga þeir að þora að standa. 4 Jóhannes segir að ríkisstjórnin hafi engu að síður „ákveðið“ að hækka framlög til kvikmyndasjóða. Staðreyndin er sú að þessi hækkun milli ára er ekki „ákvörðun“ þessarar ríkisstjórnar heldur er hækkunin bundin í samningi sem gerður var við greinina árið 2011. Eina „ákvörðunin“ sem ríkisstjórnin tók í þessu sambandi var því sú að svíkja ekki samning sem hefur verið í gildi í nokkur ár. 5 Þegar ríkisstjórnin slátraði fjárfestingaáætluninni var það gríðarlegt högg fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi því fjárfesting hins opinbera í greininni (sem er forsenda annarrar fjármögnunar) dróst fyrirvaralaust saman um tæp 40%. Jóhannes blæs á þá gagnrýni að aðgerðir stjórnarinnar valdi óvissu í greininni. Hann segir: „Það er einfaldlega ekki rétt. Óvissa myndi ríkja ef framlög til kvikmyndasjóða væru á miklu flakki upp og niður milli ára“. Þetta línurit sýnir framlög til kvikmyndasjóða undanfarin 6 ár og til samanburðar eru framlög hins opinbera til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lesendur geta sjálfir dæmt um hvort myndin sýni „mikið flakk upp og niður milli ára“ eða ekki.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun