Vín eða brauð? Guðmundur Edgarsson skrifar 30. október 2014 07:00 Gerum ráð fyrir ríkið ákveði einn daginn að nú geti fólk ekki lengur keypt brauð í kjörbúðum. Fara verði í sérstök bakarí til þess. Hver yrðu líkleg viðbrögð fólks við slíku valdboði? Samkvæmt könnun, sem birt var nýlega varðandi frumvarp til laga um að heimilt verði að selja áfengi í matvöruverslunum, er sennilegt að viðbrögð fólks yrðu eftirfarandi: Um 30% fólks myndi finnast það skerðing á einstaklingsfrelsi að fá ekki að kaupa sér brauð í næstu kjörbúð um leið og það keypti ýmiss konar annan varning til heimilisins. Að þurfa að taka á sig krók eftir einu brauði sem vantaði í matarkörfuna fæli í sér hömlur og óþægindi sem það kærði sig ekki um. Á hinn bóginn er líklegt út frá ofannefndri skoðanakönnun að um 70% fólks yrði hæstánægt með þessa lagasetningu. Þetta fólk kæmi ekki auga á með hvaða hætti persónufrelsi þeirra hefði verið skert því það gæti jú áfram keypt sér brauð. Það þyrfti að vísu að hafa meira fyrir því, en brauðið fengi það að lokum.Sambærilegar vörur? Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. Gæti menn ekki hófs í brauðáti, fitna þeir og líkur aukast á hjarta- og æðasjúkdómum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi. Báðar vörurnar eru löglegar, báðar valda skaða við óhóflega neyslu og báðar kalla fram ánægju sé þeirra neytt af skynsemi.Sjónarmiðin sætt En viti menn! Til er lausn sem gerir báðum þessum hópum til hæfis. Annars vegar getum við leyft 30% hópnum að kaupa vín og brauð í kjörbúðum en einnig í vínbúðum og bakaríum. Hins vegar skulum við leyfa 70% hópnum að sniðganga vín og brauð í matvöruverslunum og gera sér í staðinn sérstaka ferð í vínbúð eftir víni og aðra sérstaka ferð í bakarí eftir brauði. Þannig geta 30 prósentin og 70 prósentin orðið vinir og lifað hamingjusömu lífi ævina á enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Gerum ráð fyrir ríkið ákveði einn daginn að nú geti fólk ekki lengur keypt brauð í kjörbúðum. Fara verði í sérstök bakarí til þess. Hver yrðu líkleg viðbrögð fólks við slíku valdboði? Samkvæmt könnun, sem birt var nýlega varðandi frumvarp til laga um að heimilt verði að selja áfengi í matvöruverslunum, er sennilegt að viðbrögð fólks yrðu eftirfarandi: Um 30% fólks myndi finnast það skerðing á einstaklingsfrelsi að fá ekki að kaupa sér brauð í næstu kjörbúð um leið og það keypti ýmiss konar annan varning til heimilisins. Að þurfa að taka á sig krók eftir einu brauði sem vantaði í matarkörfuna fæli í sér hömlur og óþægindi sem það kærði sig ekki um. Á hinn bóginn er líklegt út frá ofannefndri skoðanakönnun að um 70% fólks yrði hæstánægt með þessa lagasetningu. Þetta fólk kæmi ekki auga á með hvaða hætti persónufrelsi þeirra hefði verið skert því það gæti jú áfram keypt sér brauð. Það þyrfti að vísu að hafa meira fyrir því, en brauðið fengi það að lokum.Sambærilegar vörur? Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. Gæti menn ekki hófs í brauðáti, fitna þeir og líkur aukast á hjarta- og æðasjúkdómum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi. Báðar vörurnar eru löglegar, báðar valda skaða við óhóflega neyslu og báðar kalla fram ánægju sé þeirra neytt af skynsemi.Sjónarmiðin sætt En viti menn! Til er lausn sem gerir báðum þessum hópum til hæfis. Annars vegar getum við leyft 30% hópnum að kaupa vín og brauð í kjörbúðum en einnig í vínbúðum og bakaríum. Hins vegar skulum við leyfa 70% hópnum að sniðganga vín og brauð í matvöruverslunum og gera sér í staðinn sérstaka ferð í vínbúð eftir víni og aðra sérstaka ferð í bakarí eftir brauði. Þannig geta 30 prósentin og 70 prósentin orðið vinir og lifað hamingjusömu lífi ævina á enda.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun