Áfengi í matvöruverslanir – skref aftur á bak? Þóra Jónsdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun