Er að vakna skaðabótaskylda? Ögmundur Jónasson skrifar 27. október 2014 07:00 Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar