Hækkun skatta á nauðsynjavörur Gylfi Magnússon skrifar 24. október 2014 07:00 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tekur upp hanskann fyrir höfunda fjárlagafrumvarpsins í Fréttablaðinu þann 23. október. Hann reynir þar m.a. að fullvissa þjóðina um að lágtekjufólk noti sama hlutfall af tekjum sínum í nauðsynjar eins og matvæli og hátekjufólk. Því fer auðvitað víðsfjarri. Svo vel vill til að til eru tvær ágætar kannanir á þessu, önnur unnin af Hagstofunni og hin af Meniga. Þær sýna þetta báðar mjög skýrt, þótt þeim beri ekki saman um hve mikill munurinn er á milli tekjuhópa. Könnun Meniga byggir á mun stærra úrtaki en könnun Hagstofunnar og raunverulegum færslum á greiðslukort. Hún er að því leyti betri. Vegna þess hve úrtak Hagstofunnar er lítið verða sumar tölur skrýtnar, sérstaklega þær sem snúa að kaupum á varningi sem keyptur er sjaldan, eins og bílar og líklega raftæki. Könnun Hagstofunnar hefur hins vegar nokkra aðra kosti umfram könnun Meniga. Þannig eru kaup á öðrum vörum en matvælum í matvælaverslunum, eins og t.d. þvottaefni, með í tölum Meniga um matvæli. Það ætti þó varla að breyta miklu í samanburði á tekjuhópum. Hvað sem því líður þá er enginn vafi á því að matvæli vega miklu þyngra í heimilisbókhaldi fólks með lágar tekjur en háar. Væri svo ekki á Íslandi þá væri það líklega einsdæmi í mannkynssögunni og verðugt rannsóknarefni. Meðfylgjandi mynd talar fyrir sig.Blekkjandi Frosti reynir einnig að verja hugmyndina um að meðalmáltíð kosti rúmar 200 krónur og segir að þar hafi verið sleppt tilbúnum mat í útreikningum höfunda fjárlagafrumvarpsins. Nú getur vel verið að reiknimeistarar frumvarpsins hafi gleymt tilbúnum mat, í mötuneytum, veitingahúsum og fleiri stöðum. Ég veit ekki hvort það er tilfellið en það eru þá hrein mistök. Slíkur matur er nú með 7% virðisaukaskatti. Hann mun því hækka með sama hætti og matvæli í verslunum gangi hækkun á matarskatti eftir. Það er blekkjandi að sleppa áhrifum þess í útreikningi á hækkun matarreiknings heimilanna. Að lokum þetta. Það má færa ágæt rök fyrir því að e.t.v. séu virðisaukaskattskerfið og tolla- og vörugjaldakerfið ekki bestu tækin til að jafna lífskjör landsmanna. Það sé betra að gera það í gegnum tekjuskattskerfið og bótakerfið. Það er hægt að gera breytingar á fyrrnefndu kerfunum sem rýra ekki lífskjör lágtekjufólks ef á sama tíma eru gerðar breytingar til jöfnunar í síðarnefndu kerfunum. Fyrirhuguð hækkun skatta á matvæli og aðrar breytingar sem gera á samtímis standast ekki þetta próf. Því fer fjarri, breytingarnar koma mjög illa út fyrir lágtekjufólk.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tekur upp hanskann fyrir höfunda fjárlagafrumvarpsins í Fréttablaðinu þann 23. október. Hann reynir þar m.a. að fullvissa þjóðina um að lágtekjufólk noti sama hlutfall af tekjum sínum í nauðsynjar eins og matvæli og hátekjufólk. Því fer auðvitað víðsfjarri. Svo vel vill til að til eru tvær ágætar kannanir á þessu, önnur unnin af Hagstofunni og hin af Meniga. Þær sýna þetta báðar mjög skýrt, þótt þeim beri ekki saman um hve mikill munurinn er á milli tekjuhópa. Könnun Meniga byggir á mun stærra úrtaki en könnun Hagstofunnar og raunverulegum færslum á greiðslukort. Hún er að því leyti betri. Vegna þess hve úrtak Hagstofunnar er lítið verða sumar tölur skrýtnar, sérstaklega þær sem snúa að kaupum á varningi sem keyptur er sjaldan, eins og bílar og líklega raftæki. Könnun Hagstofunnar hefur hins vegar nokkra aðra kosti umfram könnun Meniga. Þannig eru kaup á öðrum vörum en matvælum í matvælaverslunum, eins og t.d. þvottaefni, með í tölum Meniga um matvæli. Það ætti þó varla að breyta miklu í samanburði á tekjuhópum. Hvað sem því líður þá er enginn vafi á því að matvæli vega miklu þyngra í heimilisbókhaldi fólks með lágar tekjur en háar. Væri svo ekki á Íslandi þá væri það líklega einsdæmi í mannkynssögunni og verðugt rannsóknarefni. Meðfylgjandi mynd talar fyrir sig.Blekkjandi Frosti reynir einnig að verja hugmyndina um að meðalmáltíð kosti rúmar 200 krónur og segir að þar hafi verið sleppt tilbúnum mat í útreikningum höfunda fjárlagafrumvarpsins. Nú getur vel verið að reiknimeistarar frumvarpsins hafi gleymt tilbúnum mat, í mötuneytum, veitingahúsum og fleiri stöðum. Ég veit ekki hvort það er tilfellið en það eru þá hrein mistök. Slíkur matur er nú með 7% virðisaukaskatti. Hann mun því hækka með sama hætti og matvæli í verslunum gangi hækkun á matarskatti eftir. Það er blekkjandi að sleppa áhrifum þess í útreikningi á hækkun matarreiknings heimilanna. Að lokum þetta. Það má færa ágæt rök fyrir því að e.t.v. séu virðisaukaskattskerfið og tolla- og vörugjaldakerfið ekki bestu tækin til að jafna lífskjör landsmanna. Það sé betra að gera það í gegnum tekjuskattskerfið og bótakerfið. Það er hægt að gera breytingar á fyrrnefndu kerfunum sem rýra ekki lífskjör lágtekjufólks ef á sama tíma eru gerðar breytingar til jöfnunar í síðarnefndu kerfunum. Fyrirhuguð hækkun skatta á matvæli og aðrar breytingar sem gera á samtímis standast ekki þetta próf. Því fer fjarri, breytingarnar koma mjög illa út fyrir lágtekjufólk..
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar