Komast fyrr í augnaðgerð ef borgað er úr eigin vasa Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. október 2014 07:00 Biðlistinn eftir að komast í aðgerð á augasteini er langur. Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira