Kjarabarátta tónlistarkennara Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Nú á haustdögum standa tónlistarkennarar í erfiðri kjarabaráttu. Samningar hafa verið lausir um átta mánaða skeið og þau smánarlaun sem tónlistarkennarar hafa þegið fyrir vinnu sína hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum með sambærilega menntun. Ísland hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir frjótt og spennandi tónlistarlíf og margir íslenskir listamenn hafa getið sér gott orð á alþjóðavettvangi. Þessi gróska á rætur að rekja til þess góða starfs sem unnið hefur verið í tónlistarskólum landsins. Tónlistarmenntun hefur verið almenn á Íslandi og skólarnir hafa gegnt mikilvægu hlutverki sem mennta- og menningarstofnanir víða um land. Tónlistarmenntun er mikilvægur þáttur í grunnmenntun þjóðarinnar og það að iðka tónlist frá barnsaldri gerir fólk hæfara til þess að takast á við lífið á margvíslegan hátt. Þar læra menn góð vinnubrögð, að koma fram, gagnrýna hugsun og það að vinna í hóp auk þess að upplifa galdur tónlistarinnar sem gerir veröldina bærilegri. Ótal rannsóknir sýna fram á að tónlistarmenntun hafi jákvæð áhrif á aðra menntun, bæði í raungreinum og hugvísindum. Tónlistarkennarar eru breiður hópur fólks og flestir af okkar færustu tónlistarmönnum eru í þeirra hópi. Ein af meginástæðum þess að íslenska tónlistarskólakerfið er eins sterkt og raun ber vitni er sá mannauður sem starfar innan skólanna. Menntunarstig stéttarinnar er hátt og nemendur hafa aðgang að færustu sérfræðingum á sínu sviði. Í fáum öðrum löndum kenna leiðandi hljóðfæraleikarar þjóðarinnar á framhaldsstigi og allt niður í grunnstig. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi hópur haldi áfram að kenna og miðla áfram dýrmætri þekkingu og reynslu. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir þá kynslóð tónlistarmanna sem er að vaxa úr grasi. Það er ekki hægt að ætlast til að sérfræðingar sinni kennslu í sjálfboðavinnu, hvorki í tónlist né öðrum greinum.Launamisrétti verði leiðrétt Ekki er síður mikilvægt starf þeirra sem hafa helgað líf sitt kennslu og hjálpa nemendum að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Í tónlistarskólum landsins er unnið óeigingjarnt starf sem skilar árangri til frambúðar og lyftir menntunarstigi þjóðarinnar upp á annað plan. Tónlistarkennarar hafa farið fram á eðlilega launaleiðréttingu til jafns við þær stéttir sem vinna sambærileg störf. Tónlistarkennarar eru háskólamenntuð stétt og krefst þess að sú menntun sé metin til launa til jafns við aðrar stéttir. Tónlistarkennarar hvetja sveitarfélögin til þess að leiðrétta það launamisrétti sem skapast hefur á síðustu árum. Það er eðlilegt hlutverk sveitarfélaga að fylgjast með launaþróun og leiðrétta þá stöðu sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Það eru engin rök sem geta réttlætt að tónlistarkennarar þiggi mun lægri laun en aðrir kennarar og stéttir með sambærilega menntun. Við hvetjum sveitarfélögin til þess að ljúka samningum við tónlistarkennara og vinna að því að leiðrétta þann alvarlega launamun sem skapast hefur milli tónlistarkennara og annarra stétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Nú á haustdögum standa tónlistarkennarar í erfiðri kjarabaráttu. Samningar hafa verið lausir um átta mánaða skeið og þau smánarlaun sem tónlistarkennarar hafa þegið fyrir vinnu sína hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum með sambærilega menntun. Ísland hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir frjótt og spennandi tónlistarlíf og margir íslenskir listamenn hafa getið sér gott orð á alþjóðavettvangi. Þessi gróska á rætur að rekja til þess góða starfs sem unnið hefur verið í tónlistarskólum landsins. Tónlistarmenntun hefur verið almenn á Íslandi og skólarnir hafa gegnt mikilvægu hlutverki sem mennta- og menningarstofnanir víða um land. Tónlistarmenntun er mikilvægur þáttur í grunnmenntun þjóðarinnar og það að iðka tónlist frá barnsaldri gerir fólk hæfara til þess að takast á við lífið á margvíslegan hátt. Þar læra menn góð vinnubrögð, að koma fram, gagnrýna hugsun og það að vinna í hóp auk þess að upplifa galdur tónlistarinnar sem gerir veröldina bærilegri. Ótal rannsóknir sýna fram á að tónlistarmenntun hafi jákvæð áhrif á aðra menntun, bæði í raungreinum og hugvísindum. Tónlistarkennarar eru breiður hópur fólks og flestir af okkar færustu tónlistarmönnum eru í þeirra hópi. Ein af meginástæðum þess að íslenska tónlistarskólakerfið er eins sterkt og raun ber vitni er sá mannauður sem starfar innan skólanna. Menntunarstig stéttarinnar er hátt og nemendur hafa aðgang að færustu sérfræðingum á sínu sviði. Í fáum öðrum löndum kenna leiðandi hljóðfæraleikarar þjóðarinnar á framhaldsstigi og allt niður í grunnstig. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi hópur haldi áfram að kenna og miðla áfram dýrmætri þekkingu og reynslu. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir þá kynslóð tónlistarmanna sem er að vaxa úr grasi. Það er ekki hægt að ætlast til að sérfræðingar sinni kennslu í sjálfboðavinnu, hvorki í tónlist né öðrum greinum.Launamisrétti verði leiðrétt Ekki er síður mikilvægt starf þeirra sem hafa helgað líf sitt kennslu og hjálpa nemendum að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Í tónlistarskólum landsins er unnið óeigingjarnt starf sem skilar árangri til frambúðar og lyftir menntunarstigi þjóðarinnar upp á annað plan. Tónlistarkennarar hafa farið fram á eðlilega launaleiðréttingu til jafns við þær stéttir sem vinna sambærileg störf. Tónlistarkennarar eru háskólamenntuð stétt og krefst þess að sú menntun sé metin til launa til jafns við aðrar stéttir. Tónlistarkennarar hvetja sveitarfélögin til þess að leiðrétta það launamisrétti sem skapast hefur á síðustu árum. Það er eðlilegt hlutverk sveitarfélaga að fylgjast með launaþróun og leiðrétta þá stöðu sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Það eru engin rök sem geta réttlætt að tónlistarkennarar þiggi mun lægri laun en aðrir kennarar og stéttir með sambærilega menntun. Við hvetjum sveitarfélögin til þess að ljúka samningum við tónlistarkennara og vinna að því að leiðrétta þann alvarlega launamun sem skapast hefur milli tónlistarkennara og annarra stétta.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun