Viðskipti innlent

Fréttablaðið heldur velli

ingvar haraldsson skrifar
Dagblöð eru minna lesin nú en þau voru á síðasta ári.
Dagblöð eru minna lesin nú en þau voru á síðasta ári.
Lestur dagblaða dróst saman á þriðja ársfjórðungi milli áranna 2013 og 2014.

Lestur á Fréttablaðinu dregst minnst saman eða um eitt prósent í aldursflokknum 18-49 ára. Í sama aldursflokki dregst lestur Morgunblaðsins, DV og Fréttatímans saman um á milli sjö og níu prósent.

Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins með 52,7 prósent lestur á landsvísu samanborið við 20,7 prósent lestur Morgunblaðsins og 31,7 prósent lestur á Fréttatímanum í fyrrgreindum flokki lesenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×