Allt á huldu um starfsmannaveltu og veikindi hjá ríkisstarfsmönnum 13. október 2014 07:00 Ríkisendurskoðun lagði til fyrir fjórum árum að fylgst yrði náið með öllum breytingum á innra og ytra umhverfi ríkisstarfsmanna. Þessum ábendingum hefur ekki verið fylgt eftir. Ríkið veit ekki hversu mikil starfsmannavelta er hjá ráðuneytum og stofnunum. Engar upplýsingar liggja fyrir um fjarvistir og ríkið vinnur ekki spár um mannaaflaþörf fyrir næstu ár eða áratugi. Fréttablaðið bað skrifstofu kjara- og mannauðsmála hjá fjármálaráðuneytinu að svara nokkrum spurningum um starfsmannamál. Meðal annars var spurt hversu mikil starfsmannaveltan væri, annars vegar hjá háskólamenntuðum starfsmönnum og hins vegar var spurt um heildarstarfsmannaveltuna. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og forstöðumaður kjara- og mannauðsskrifstofunnar, segir að mannekla valdi því að þessar tölur séu ekki teknar saman. „Við höfum lítið komist í þetta vegna þess að við erum ekki nógu og mörg. Við hefðum gjarnan viljað vera með miklu betri tölfræði varðandi starfsmannamál,“ segir Gunnar. Hann segir að tölurnar séu til í gagnagrunnum, hins vegar vanti allar skilgreiningar, það þurfi að byrja á að skilgreina hlutina áður en hægt sé að vinna tölurnar. „Menn eru ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að skilgreina starfsmannaveltu. Hvaða viðmið eigi að nota. Við höfum lengi ætlað að vinna þessar skilgreiningar en ekki komist til þess.“ Gunnar segir að ekki sé heldur til miðlæg skráning um fjarvistir hjá ríkinu. „Það er hvergi hægt að fá yfirsýn yfir það hversu margir veikindadagar eru hjá ríkinu,“ segir hann og bætir við að ríkið geri heldur ekki neinar mannaflaspár. „Það eru engar spár til um hversu marga ríkisstarfsmenn gæti vantað til starfa á næstu árum og áratugum eða hvernig samsetning hópsins þyrfti að vera.“Þörf á að taka saman betri upplýsingar Gunnar segir að menn finni verulega fyrir þörfinni á því að taka saman betri upplýsingar um starfsmannamálin. „Það er stöðugt verið að biðja um upplýsingar um starfsmannamálin. Menn vilja skoða þau út frá landshlutum, kjördæmum og sveitarfélögum,“ segir Gunnar og ítrekar að tölurnar séu til en það vanti fólk til að vinna þær.Gunnar BjörnssonHann segir að starfskraftar skrifstofunnar undanfarin misseri hafi farið í að vinna samræmdar launaupplýsingar. „Áherslan hjá okkur undanfarin þrjú ár hefur verið að ná samkomulagi við öll 130 stéttarfélög ríkisstarfmanna um með hvaða hætti launaupplýsingum sé skilað svo félögin geti metið út frá eigin forsemdum hvernig launaþróun félagsmanna þeirra er,“ segir Gunnar.Ekki brugðist við gagnrýni Ríkisendurskoðunnar Ríkisendurskoðun gaf út í skýrslu árið 2011 þar sem áréttað var að betri upplýsingar vantaði um starfsmannahaldi ríkisins. Í skýrslunni segir: „Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins fylgist vel með öllum breytingum á innra og ytra umhverfi ríkisstarfsmanna og að nægar og áreiðanlegar upplýsingar séu ávallt til staðar til að unnt sé að taka markvissar ákvarðanir í málefnum sem varða starfsmenn ríkisins en á það hefur skort. Nú liggja til dæmis ekki fyrir á einum stað og með samræmdum hætti upplýsingar um launaþróun milli vinnumarkaða eða starfsstétta, launaþróun stjórnenda og embættismanna, starfsmannaveltu ríkisins í heild eða á einstökum stofnunum þess né fjölda veikindadaga. Brýnt er að úr þessu verði bætt,“ Þrátt fyrir þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar hafa menn lítið gert í málinu. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ríkið veit ekki hversu mikil starfsmannavelta er hjá ráðuneytum og stofnunum. Engar upplýsingar liggja fyrir um fjarvistir og ríkið vinnur ekki spár um mannaaflaþörf fyrir næstu ár eða áratugi. Fréttablaðið bað skrifstofu kjara- og mannauðsmála hjá fjármálaráðuneytinu að svara nokkrum spurningum um starfsmannamál. Meðal annars var spurt hversu mikil starfsmannaveltan væri, annars vegar hjá háskólamenntuðum starfsmönnum og hins vegar var spurt um heildarstarfsmannaveltuna. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og forstöðumaður kjara- og mannauðsskrifstofunnar, segir að mannekla valdi því að þessar tölur séu ekki teknar saman. „Við höfum lítið komist í þetta vegna þess að við erum ekki nógu og mörg. Við hefðum gjarnan viljað vera með miklu betri tölfræði varðandi starfsmannamál,“ segir Gunnar. Hann segir að tölurnar séu til í gagnagrunnum, hins vegar vanti allar skilgreiningar, það þurfi að byrja á að skilgreina hlutina áður en hægt sé að vinna tölurnar. „Menn eru ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að skilgreina starfsmannaveltu. Hvaða viðmið eigi að nota. Við höfum lengi ætlað að vinna þessar skilgreiningar en ekki komist til þess.“ Gunnar segir að ekki sé heldur til miðlæg skráning um fjarvistir hjá ríkinu. „Það er hvergi hægt að fá yfirsýn yfir það hversu margir veikindadagar eru hjá ríkinu,“ segir hann og bætir við að ríkið geri heldur ekki neinar mannaflaspár. „Það eru engar spár til um hversu marga ríkisstarfsmenn gæti vantað til starfa á næstu árum og áratugum eða hvernig samsetning hópsins þyrfti að vera.“Þörf á að taka saman betri upplýsingar Gunnar segir að menn finni verulega fyrir þörfinni á því að taka saman betri upplýsingar um starfsmannamálin. „Það er stöðugt verið að biðja um upplýsingar um starfsmannamálin. Menn vilja skoða þau út frá landshlutum, kjördæmum og sveitarfélögum,“ segir Gunnar og ítrekar að tölurnar séu til en það vanti fólk til að vinna þær.Gunnar BjörnssonHann segir að starfskraftar skrifstofunnar undanfarin misseri hafi farið í að vinna samræmdar launaupplýsingar. „Áherslan hjá okkur undanfarin þrjú ár hefur verið að ná samkomulagi við öll 130 stéttarfélög ríkisstarfmanna um með hvaða hætti launaupplýsingum sé skilað svo félögin geti metið út frá eigin forsemdum hvernig launaþróun félagsmanna þeirra er,“ segir Gunnar.Ekki brugðist við gagnrýni Ríkisendurskoðunnar Ríkisendurskoðun gaf út í skýrslu árið 2011 þar sem áréttað var að betri upplýsingar vantaði um starfsmannahaldi ríkisins. Í skýrslunni segir: „Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins fylgist vel með öllum breytingum á innra og ytra umhverfi ríkisstarfsmanna og að nægar og áreiðanlegar upplýsingar séu ávallt til staðar til að unnt sé að taka markvissar ákvarðanir í málefnum sem varða starfsmenn ríkisins en á það hefur skort. Nú liggja til dæmis ekki fyrir á einum stað og með samræmdum hætti upplýsingar um launaþróun milli vinnumarkaða eða starfsstétta, launaþróun stjórnenda og embættismanna, starfsmannaveltu ríkisins í heild eða á einstökum stofnunum þess né fjölda veikindadaga. Brýnt er að úr þessu verði bætt,“ Þrátt fyrir þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar hafa menn lítið gert í málinu.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira