Pavel: Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2014 09:00 Pavel Ermolinskji sneri sig á æfingu með KR. fréttablaðið/ernir Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira