Viðskipti innlent

Vídeóleigan skilaði 23 milljóna hagnaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Jósefsson er eini eigandi leigunnar.
Gunnar Jósefsson er eini eigandi leigunnar. fréttablaðið/stefán
Hagnaður Laugarásvídeós, einnar stærstu myndbandaleigunnar á Íslandi í dag, nam 23 milljónum króna á síðasta ári, en árið á undan var 8,1 milljónar króna tap. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 37,9 milljónum en var 3,3 milljónir árið á undan.

Samkvæmt samandregnum ársreikningi námu eignir félagsins 81,1 milljón króna um síðustu áramót en voru 82,7 milljónir í árslok 2012. Verðmæti fasteigna fór úr 37,2 milljónum króna niður í 26,5 milljónir. Fastafjármunir fóru aftur á móti úr 45,4 í tæplega 54,6 milljónir króna.

Gunnar Jósefsson, eigandi leigunnar, segir að enn sé nóg að gera hjá sér. „Góður laugardagur getur þýtt 160 til 170 gesti,“ segir hann. Og bendir jafnframt á að fólk eigi val. Sumir vilji fara í bíó en aðrir leigi DVD eða Blue Ray.

Laugarásvídeó hefur verið rekið frá árinu 1986. Reksturinn hófst við Laugarásveg 1, en svo flutti fyrirtækið á Dalbraut 1-3.

Myndbandaleigum hefur fækkað mikið að undanförnu en auk Laugarásvídeós eru það einkum Aðalvídeóleigan á Klapparstíg og Snælandsvídeó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×