Mjólkursvindl í skjóli ríkisstjórnarflokkanna Árni Páll Árnason skrifar 30. september 2014 07:00 Úrskurður Samkeppniseftirlitsins í mjólkurmálinu markar tímamót. Mjólkursamsalan hefur í krafti undanþágu fyrirtækisins frá sumum ákvæðum samkeppnislaga getað haft samráð við aðrar afurðastöðvar um verð og tekið yfir fleiri og fleiri afurðastöðvar, án þess að hömlur samkeppnislaga við samrunum kæmu í veg fyrir það. En Mjólkursamsalan og tengd fyrirtæki hafa gengið lengra og túlkað undanþáguna á þann veg að hún leyfi þeim öll bolabrögð sem hægt er að hugsa sér í samkeppni. Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Mjólkursamsalan geti ekki á grundvelli afmarkaðrar undanþágu farið fram með óforskammaðri misnotkun á markaðsráðandi stöðu, eins og í samskiptunum við Mjólku og Kú. Það er mjög gott að sjá. Við í Samfylkingunni höfum um árabil talað gegn þeirri fákeppnishugsun sem einkennir lagaumgjörð mjólkurvinnslunnar og talið að aukin samkeppni myndi auka verðmætasköpun í greininni, bæta hag bænda og skila neytendum betra vöruúrvali. Í þeim anda lögðum við til á Alþingi í apríl 2011 að undanþágan illræmda yrði afnumin. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru athyglisverðar. Einu stuðningsmenn málsins voru þingmenn Samfylkingarinnar. Allir aðrir þingmenn – margir hverjir sjálfskipaðir talsmenn viðskiptafrelsis sem tala sig hása um ágæti þess á tyllidögum – slógu skjaldborg um fákeppnina og úrelt viðskiptaumhverfi. Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG greiddu atkvæði gegn tillögunni. Við munum nú endurflytja þessa tillögu. Það er uppörvandi að sjá ýmsa þingmenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir andstöðu við undanþáguna nú síðustu daga. Það verður gaman að sjá hvort sá nýfæddi stuðningur við frjálsa samkeppni dugar alla leið til atkvæðagreiðslu í þingsal. Nú reynir á ríkisstjórnarflokkana. Helgi Hjörvar hefur þegar lýst því að hann endurflytji tillöguna. Við hljótum, í ljósi nýjustu tíðinda, að vænta þess að fá fleiri með í lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Úrskurður Samkeppniseftirlitsins í mjólkurmálinu markar tímamót. Mjólkursamsalan hefur í krafti undanþágu fyrirtækisins frá sumum ákvæðum samkeppnislaga getað haft samráð við aðrar afurðastöðvar um verð og tekið yfir fleiri og fleiri afurðastöðvar, án þess að hömlur samkeppnislaga við samrunum kæmu í veg fyrir það. En Mjólkursamsalan og tengd fyrirtæki hafa gengið lengra og túlkað undanþáguna á þann veg að hún leyfi þeim öll bolabrögð sem hægt er að hugsa sér í samkeppni. Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Mjólkursamsalan geti ekki á grundvelli afmarkaðrar undanþágu farið fram með óforskammaðri misnotkun á markaðsráðandi stöðu, eins og í samskiptunum við Mjólku og Kú. Það er mjög gott að sjá. Við í Samfylkingunni höfum um árabil talað gegn þeirri fákeppnishugsun sem einkennir lagaumgjörð mjólkurvinnslunnar og talið að aukin samkeppni myndi auka verðmætasköpun í greininni, bæta hag bænda og skila neytendum betra vöruúrvali. Í þeim anda lögðum við til á Alþingi í apríl 2011 að undanþágan illræmda yrði afnumin. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru athyglisverðar. Einu stuðningsmenn málsins voru þingmenn Samfylkingarinnar. Allir aðrir þingmenn – margir hverjir sjálfskipaðir talsmenn viðskiptafrelsis sem tala sig hása um ágæti þess á tyllidögum – slógu skjaldborg um fákeppnina og úrelt viðskiptaumhverfi. Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG greiddu atkvæði gegn tillögunni. Við munum nú endurflytja þessa tillögu. Það er uppörvandi að sjá ýmsa þingmenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir andstöðu við undanþáguna nú síðustu daga. Það verður gaman að sjá hvort sá nýfæddi stuðningur við frjálsa samkeppni dugar alla leið til atkvæðagreiðslu í þingsal. Nú reynir á ríkisstjórnarflokkana. Helgi Hjörvar hefur þegar lýst því að hann endurflytji tillöguna. Við hljótum, í ljósi nýjustu tíðinda, að vænta þess að fá fleiri með í lið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar