Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Aðalheiður Héðinsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. Trúlega er eitt besta verslunarrými á Íslandi í flugstöðinni á Miðnesheiði. Margvíslegar viðurkenningar eru til vitnis um að rekstraraðilar hafa staðið sig vel. Þrátt fyrir það og nýlegar innréttingar í brottfararsal stendur til að rífa allt niður og fá nýja aðila í flugstöðina. Isavia efndi í vor til samkeppni um leigurými í flugstöðinni. Í Hörpu var fyrirkomulag keppninnar kynnt og þótti fulltrúum íslenska ríkisins tilhlýðilegt að kynningin færi fram á ensku. Samkeppnislýsingin, tilboð, fylgigögn og formleg samskipti – allt á ensku. Reglur evrópska efnahagssvæðisins segja að öll tungumál séu jafn rétthá innan EES. Íslenska er ekki undantekning. Að velja ensku veikir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Ef ekki, þá má með gagnrökum segja að það veiki ekki samkeppnisstöðu erlendra fyrirtækja að tungumál samkeppninnar sé íslenska.Leynd hvílir yfir ferlinu Fyrirtæki mínu hefur verið tilkynnt að það sé ekki fyrsti valkostur þegar kemur að samningaviðræðum við Isavia. Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku þátt í samkeppninni, sundurliðun stigagjafar og við hvað var stuðst við stigagjöf. Svar barst á ensku: Eingöngu stigagjöf Kaffitárs, engar skýringar, enginn samanburður, óskiljanleg samhengislaus stigagjöf. Ég sætti mig við að verða undir í samkeppni, en ekki að leikreglur í svo mikilvægri keppni séu bæði óskýrar og ógegnsæjar. Leynd skapar tortryggni, ýtir undir tilfinningu um að ekki sé farið að settum reglum og eitthvað þurfi að fela. Trúverðugleika skortir í þessari samkeppni. Jafnvel Samtök iðnaðarins mega ekki sjá samkeppnislýsinguna. Hvað þolir ekki dagsbirtu? Eftir samtöl við marga sýnist mér að til standi að gera stóran samning við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem rekur tæplega þrjú þúsund verslanir og sérhæfir sig í rekstri í flugstöðvum. Frá þessu á ekki segja fyrr en samningar eru undirritaðir. Þá á ekki að gefa skýringar. Ég tel mikilvægt að fyrirtæki sem stunda rekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar séu íslensk og það sé skammsýni þegar fulltrúar ríkisins halda fram að slíkt skipti engu máli. Alþjóðleg stórfyrirtæki greiða skatta þar sem þeir eru lægstir og það skapar þeim samkeppnisforskot.Horft framhjá heildarhagsmunum Íslensk fyrirtæki greiða skatta á Íslandi. Kaffitár framleiðir nánast allar vörur sínar á Íslandi, kaffi jafnt sem kruðerí. Öll hönnun, markaðsefni, vinna iðnaðarmanna, þjónusta er veitt af þeim sem hér búa. Margfeldisáhrifin eru augljós og þessi fyrirtæki greiða skatta á Íslandi. Í samkeppnislýsingunni er klifað á íslenskum áherslum, ferðamaðurinn á að skynja að hann sé kominn til Íslands og kynnist því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Að sækjast eftir alþjóðlegu stórfyrirtæki til að koma þessum skilaboðum á framfæri er grátbroslegt. Slíkt þjónar ekki hagsmunum Íslands eða skattgreiðenda. Íslensk fyrirtæki eru fullfær um að koma íslenskum áherslum á framfæri. Ef rétt reynist, er það sóun að færa erlendu stórfyrirtæki á silfurfati þessa verðmætu auðlind sem ferðamaðurinn er. Hvað ef auðlindin væri fiskurinn úr sjónum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. Trúlega er eitt besta verslunarrými á Íslandi í flugstöðinni á Miðnesheiði. Margvíslegar viðurkenningar eru til vitnis um að rekstraraðilar hafa staðið sig vel. Þrátt fyrir það og nýlegar innréttingar í brottfararsal stendur til að rífa allt niður og fá nýja aðila í flugstöðina. Isavia efndi í vor til samkeppni um leigurými í flugstöðinni. Í Hörpu var fyrirkomulag keppninnar kynnt og þótti fulltrúum íslenska ríkisins tilhlýðilegt að kynningin færi fram á ensku. Samkeppnislýsingin, tilboð, fylgigögn og formleg samskipti – allt á ensku. Reglur evrópska efnahagssvæðisins segja að öll tungumál séu jafn rétthá innan EES. Íslenska er ekki undantekning. Að velja ensku veikir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Ef ekki, þá má með gagnrökum segja að það veiki ekki samkeppnisstöðu erlendra fyrirtækja að tungumál samkeppninnar sé íslenska.Leynd hvílir yfir ferlinu Fyrirtæki mínu hefur verið tilkynnt að það sé ekki fyrsti valkostur þegar kemur að samningaviðræðum við Isavia. Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku þátt í samkeppninni, sundurliðun stigagjafar og við hvað var stuðst við stigagjöf. Svar barst á ensku: Eingöngu stigagjöf Kaffitárs, engar skýringar, enginn samanburður, óskiljanleg samhengislaus stigagjöf. Ég sætti mig við að verða undir í samkeppni, en ekki að leikreglur í svo mikilvægri keppni séu bæði óskýrar og ógegnsæjar. Leynd skapar tortryggni, ýtir undir tilfinningu um að ekki sé farið að settum reglum og eitthvað þurfi að fela. Trúverðugleika skortir í þessari samkeppni. Jafnvel Samtök iðnaðarins mega ekki sjá samkeppnislýsinguna. Hvað þolir ekki dagsbirtu? Eftir samtöl við marga sýnist mér að til standi að gera stóran samning við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem rekur tæplega þrjú þúsund verslanir og sérhæfir sig í rekstri í flugstöðvum. Frá þessu á ekki segja fyrr en samningar eru undirritaðir. Þá á ekki að gefa skýringar. Ég tel mikilvægt að fyrirtæki sem stunda rekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar séu íslensk og það sé skammsýni þegar fulltrúar ríkisins halda fram að slíkt skipti engu máli. Alþjóðleg stórfyrirtæki greiða skatta þar sem þeir eru lægstir og það skapar þeim samkeppnisforskot.Horft framhjá heildarhagsmunum Íslensk fyrirtæki greiða skatta á Íslandi. Kaffitár framleiðir nánast allar vörur sínar á Íslandi, kaffi jafnt sem kruðerí. Öll hönnun, markaðsefni, vinna iðnaðarmanna, þjónusta er veitt af þeim sem hér búa. Margfeldisáhrifin eru augljós og þessi fyrirtæki greiða skatta á Íslandi. Í samkeppnislýsingunni er klifað á íslenskum áherslum, ferðamaðurinn á að skynja að hann sé kominn til Íslands og kynnist því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Að sækjast eftir alþjóðlegu stórfyrirtæki til að koma þessum skilaboðum á framfæri er grátbroslegt. Slíkt þjónar ekki hagsmunum Íslands eða skattgreiðenda. Íslensk fyrirtæki eru fullfær um að koma íslenskum áherslum á framfæri. Ef rétt reynist, er það sóun að færa erlendu stórfyrirtæki á silfurfati þessa verðmætu auðlind sem ferðamaðurinn er. Hvað ef auðlindin væri fiskurinn úr sjónum?
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun