Innlent

Starfsfólk Heilsugæslu Akureyrar haldi launum sínum

Bjarki Ármannsson skrifar
Heilsugæsla Akureyrarbæjar verður hluti nýrrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Heilsugæsla Akureyrarbæjar verður hluti nýrrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir/Pjetur
Starfsfólk Heilsugæslunnar á Akureyri mun halda óbreyttum launum og réttindum við yfirtöku ríkisins, en heilsugæslan verður hluti af nýrri Heilbrigðisstofnun Norðurlands þann 1. október.

Þetta segir í tilkynningu velferðarráðuneytisins. Jón Helgi Björnsson, nýskipaður forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, fundaði með starfsfólki á mánudag til að kynna því breytingarnar. Um sjötíu manns starfa hjá heilsugæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×