Landbúnaðurinn má ekki sofna á verðinum Ástvaldur Lárusson skrifar 20. september 2014 07:00 Íslenskur landbúnaður getur blómstrað undir lögmálum markaðsins. Aukin krafa er um lækkað matarverð og er spurningin ekki hvort heldur hvenær innflutningur á erlendum matvælum auðveldast til muna. Einnig er andstaðan í þjóðfélaginu við núverandi styrkja- og tollakerfi orðin mikil og er það ekki gott fyrir ímynd landbúnaðarins. Það má færa rök fyrir því að styrkja- og tollakerfið eins og það er í dag leiði til stöðnunar og bændur og afurðasöluaðilar hafa takmarkaðan hvata til þess að leita nýrra leiða til að hámarka sinn gróða. Það þarf að auka svigrúm til sjálfstæðrar tekjuöflunar hjá bændum, með því að gera það auðveldara fyrir bændur að finna markaði fyrir sínar vörur og leita nýrra tækifæra. Kerfið eins og það er núna hefur leitt til þess að bændur fá ekki viðunandi hagnað af sinni framleiðslu, en krafan um að neytendur fái vöruna á lægra verði verður sífellt háværari. Landbúnaðarvörur eru einhæfar og það þarf mjög lítið að koma til, svo mikil skerðing verði á tekjum bænda. Nýting íslensks landbúnaðar á markaðstækifærum er ekki nægileg til að geta staðið undir sjálfum sér þegar samkeppni kemur á markaðinn. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slakað verður á innflutningshöftum og er landbúnaðurinn ekki nógu sterkur til þess að standa undir högginu sem verður af breyttum markaðsaðstæðum. Það er eðlilegt að sú staðreynd að enn er ekki búið að selja mörg tonn af lambakjöti frá því í fyrra veki tortryggni. Á mörgum sviðum fá lögmál markaðarins ekki að njóta sín. Innflutningshöftum á erlendu grænmeti var þó létt fyrir rúmlega áratug. Ekki fóru grænmetisbændur á hausinn, heldur hefur þeirra stétt eflst til muna. Samkvæmt þessu ætti samkeppni í öðrum búgreinum ekki að verða þeim að falli, ef rétt er staðið að verki. Það er t.d. hægt að spyrja sig hvort það sé hlutverk íslenskra sauðfjárbænda að framleiða eins ódýrt lambakjöt fyrir íslenska neytendur og hægt er. Ekki er heldur réttlætanlegt að reyna að framleiða ódýra vöru fyrir erlenda markaði; styrkleikar okkar liggja ekki þar. Það eru mörg tækifæri í sölu á dýrri sérvöru á bæði innlendum og erlendum markaði þar sem væri hægt að beina athyglinni að hreinleika íslenskrar framleiðslu. Íslensk landbúnaðarvara gæti skapað sér sess sem sérvara á innlendum og erlendum mörkuðum. Erlend vara á íslenskum markaði þarf ekki að koma í veg fyrir að neytendur velji íslenskt, ef vel er staðið að verki við markaðssetningu og framsetningu íslenskra aðila. Hvatinn til að standa sig vel í þeim efnum væri mikill við þær aðstæður og myndi hjálpa til við að skapa vöru sem á erindi á kröfuharða erlenda markaði. Við þurfum að styrkja stoðir landbúnaðarins á ýmsum víglínum svo að hann geti staðið í lappirnar þegar fyrirhuguð samkeppni eykst á þeirra stærstu núverandi markaðshlutdeild. Framleiðslugeta íslensks landbúnaðar er meiri en eftirspurn íslenskra neytenda og því þarf að skapa grundvöll fyrir að nýta þá getu sem best. Á þeim sviðum þar sem framleiðslugetan er ekki nægjanleg til að uppfylla íslenska eftirspurn verður að markaðsetja þá vöru sem íslenska sérvöru. Það er framþróun á öllum sviðum samfélagsins og má landbúnaðurinn ekki dragast aftur úr. Nú virðist það vera þannig að landbúnaðurinn reyni að viðhalda lágu þjónustustigi, en þá snúast veikleikarnir, erfiðar náttúrulegar aðstæður, gegn honum. Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður getur blómstrað undir lögmálum markaðsins. Aukin krafa er um lækkað matarverð og er spurningin ekki hvort heldur hvenær innflutningur á erlendum matvælum auðveldast til muna. Einnig er andstaðan í þjóðfélaginu við núverandi styrkja- og tollakerfi orðin mikil og er það ekki gott fyrir ímynd landbúnaðarins. Það má færa rök fyrir því að styrkja- og tollakerfið eins og það er í dag leiði til stöðnunar og bændur og afurðasöluaðilar hafa takmarkaðan hvata til þess að leita nýrra leiða til að hámarka sinn gróða. Það þarf að auka svigrúm til sjálfstæðrar tekjuöflunar hjá bændum, með því að gera það auðveldara fyrir bændur að finna markaði fyrir sínar vörur og leita nýrra tækifæra. Kerfið eins og það er núna hefur leitt til þess að bændur fá ekki viðunandi hagnað af sinni framleiðslu, en krafan um að neytendur fái vöruna á lægra verði verður sífellt háværari. Landbúnaðarvörur eru einhæfar og það þarf mjög lítið að koma til, svo mikil skerðing verði á tekjum bænda. Nýting íslensks landbúnaðar á markaðstækifærum er ekki nægileg til að geta staðið undir sjálfum sér þegar samkeppni kemur á markaðinn. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slakað verður á innflutningshöftum og er landbúnaðurinn ekki nógu sterkur til þess að standa undir högginu sem verður af breyttum markaðsaðstæðum. Það er eðlilegt að sú staðreynd að enn er ekki búið að selja mörg tonn af lambakjöti frá því í fyrra veki tortryggni. Á mörgum sviðum fá lögmál markaðarins ekki að njóta sín. Innflutningshöftum á erlendu grænmeti var þó létt fyrir rúmlega áratug. Ekki fóru grænmetisbændur á hausinn, heldur hefur þeirra stétt eflst til muna. Samkvæmt þessu ætti samkeppni í öðrum búgreinum ekki að verða þeim að falli, ef rétt er staðið að verki. Það er t.d. hægt að spyrja sig hvort það sé hlutverk íslenskra sauðfjárbænda að framleiða eins ódýrt lambakjöt fyrir íslenska neytendur og hægt er. Ekki er heldur réttlætanlegt að reyna að framleiða ódýra vöru fyrir erlenda markaði; styrkleikar okkar liggja ekki þar. Það eru mörg tækifæri í sölu á dýrri sérvöru á bæði innlendum og erlendum markaði þar sem væri hægt að beina athyglinni að hreinleika íslenskrar framleiðslu. Íslensk landbúnaðarvara gæti skapað sér sess sem sérvara á innlendum og erlendum mörkuðum. Erlend vara á íslenskum markaði þarf ekki að koma í veg fyrir að neytendur velji íslenskt, ef vel er staðið að verki við markaðssetningu og framsetningu íslenskra aðila. Hvatinn til að standa sig vel í þeim efnum væri mikill við þær aðstæður og myndi hjálpa til við að skapa vöru sem á erindi á kröfuharða erlenda markaði. Við þurfum að styrkja stoðir landbúnaðarins á ýmsum víglínum svo að hann geti staðið í lappirnar þegar fyrirhuguð samkeppni eykst á þeirra stærstu núverandi markaðshlutdeild. Framleiðslugeta íslensks landbúnaðar er meiri en eftirspurn íslenskra neytenda og því þarf að skapa grundvöll fyrir að nýta þá getu sem best. Á þeim sviðum þar sem framleiðslugetan er ekki nægjanleg til að uppfylla íslenska eftirspurn verður að markaðsetja þá vöru sem íslenska sérvöru. Það er framþróun á öllum sviðum samfélagsins og má landbúnaðurinn ekki dragast aftur úr. Nú virðist það vera þannig að landbúnaðurinn reyni að viðhalda lágu þjónustustigi, en þá snúast veikleikarnir, erfiðar náttúrulegar aðstæður, gegn honum. Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun