Að rífast við sjálfan sig Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 19. september 2014 00:00 Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun