Hin eina sanna megrunarpilla Teitur Guðmundsson skrifar 16. september 2014 10:38 Við horfum fram á verulegan vanda í flestum vestrænum þjóðfélögum og víðar reyndar, sem felst í geysilegri þyngdaraukningu heilu samfélaganna frá barnsaldri til elliáranna. Hér á Íslandi glímum við við sömu atriði og allir hinir og okkur er ekki að takast sérlega vel að leysa úr þeim, ekki frekar en öðrum þjóðum. Það mun reynast okkur dýrkeypt ef við náum ekki að snúa þróuninni við og munu lífsstílssjúkdómar herja enn frekar á okkur en þegar er orðið með tilheyrandi kostnaði og vanheilsu. Ástæður þessa geta ekki verið annað en fjölþættar og þar af leiðir að lausnin getur aldrei orðið önnur en fjölþætt. Þá er deginum ljósara að erfðir, umhverfi og uppeldi spila mjög stórt hlutverk í þróun lífsstílssjúkdómaMikill markaður fyrir töfralausnir Þegar tekist er á um það í hvaða átt skal haldið koma til persónulegt valfrelsi hvers einstaklings hvort heldur sem er varðandi fæðu eða hreyfingu, pólitískar ákvarðanir um skattlagningu eða skattfrelsi á matvöru svo dæmi séu tekin auk stefnumörkunar í lýðheilsu- og heilbrigðismálum. Peningar skipta máli, bæði ráðstöfunartekjur einstaklinga sem og ríkisins. Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma þeim þætti er lýtur að fræðslunni sem er gífurlega mikilvægur og nauðsyn þess að gefnar séu góðar og gagnlegar upplýsingar. Krafan um að þær séu gagnreyndar er sterk af hálfu fræðasamfélagsins, en eðli málsins samkvæmt verður hluti þeirra engu að síður ekki á þeim forsendum. Þó má ætla að alltaf sé byggt á nýjustu þekkingu hvers tíma, hverju sinni. Hafandi sagt þetta er ljóst að markaðurinn fyrir töfralausnir er gríðarlega mikill og „hin eina sanna megrunarpilla“ mun gera hvern þann sem hana þróar og selur auðugri en hann getur ímyndað sér, svo fremi sem hún virkar. Lauslega áætlað er á bilinu fimmtungur til þriðjungur einstaklinga í vestrænum ríkjum í ofþyngd/offituástandi, eftir því hvernig á það er litið og má ætla að verulegur hluti þeirra sé einmitt að leita lausna. Sú lausn hefur enn ekki fundist í raun og mörg lyf sem þróuð hafa verið í þessum tilgangi hafa farið af markaði sökum aukaverkana og/eða lélegrar sölu, en markaðslegur ávinningur er gríðarlegur fái lyf skráningu og sé talið virkt, jafnvel bara í stuttan tíma. Því halda lyfjafyrirtækin að sjálfsögðu áfram rannsóknum og nú fyrir nokkrum dögum fékk enn eitt slíkt lyf leyfi frá FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum, en það á líka að virka fyrir þá sem flokkast í ofþyngd en eru með háan blóðþrýsting, sykursýki eða blóðfituhækkun. Semsé fullt hús.Spaugilegur árangur Það má segja að það sé næsta spaugilegt að lesa um þann árangur sem lyfið á að ná en þarna er verið að blanda saman tveim þekktum lyfjum, annars vegar geðlyfi og hins vegar lyfi gegn fíkn. Útkoman er pilla sem á að hafa áhrif á löngunina til að borða. Lyfið fær markaðsleyfi þrátt fyrir að vísindamennirnir sem þróuðu það viti ekki alveg hvernig það virkar. Þess er krafist að frekari rannsóknir verði gerðar með tilliti til öryggis gagnvart sjúklingum sem eiga æðaáföll á hættu, sem er auðvitað stór hluti af þeim sem glíma við lífsstílssjúkdóma. Til viðbótar við þetta kemur fram að lyfið virki ekki eitt og sér heldur eingöngu hjá þeim sem taka til í mataræði sínu og hreyfingu samtímis, sem reyndar er grundvallaratriði hjá öllum sem ætla að megrast! Best þótti mér þó að munurinn sem ætla má að náist er 5% meira þyngdartap með notkun þessa lyfs í samanburði við lyfleysu. Þið munið kannski að ég sagði að lyfið hefði áhrif á löngunina til að borða, í rannsóknum kom fram að 34% þátttakenda kvörtuðu um ógleði, aðrar aukaverkanir voru niðurgangur, uppköst, svimi, munnþurrkur og hægðatregða. Er nema von að þátttakendur á lyfinu hafi grennst meira en þeir á lyfleysu? Ég bara spyr.Enn langt í landMeð þetta nýjasta megrunarlyf á markaði og jafn auman árangur held ég að megi fullyrða að langt sé í land að við finnum hina einu sönnu megrunarpillu. Það liggur fyrir að við glímum við stórkostlegan heilsuvanda til framtíðar sem verður einungis leystur með samtakamætti allra hagsmunaaðila. Þá er líka ljóst að fræðsla og stuðningur við rétt val á fæðu og hreyfingu fyrir hvern og einn einstakling auk andlegrar styrkingar hans mun alltaf vega þyngra en nokkuð annað og er eina leiðin að langtímaárangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við horfum fram á verulegan vanda í flestum vestrænum þjóðfélögum og víðar reyndar, sem felst í geysilegri þyngdaraukningu heilu samfélaganna frá barnsaldri til elliáranna. Hér á Íslandi glímum við við sömu atriði og allir hinir og okkur er ekki að takast sérlega vel að leysa úr þeim, ekki frekar en öðrum þjóðum. Það mun reynast okkur dýrkeypt ef við náum ekki að snúa þróuninni við og munu lífsstílssjúkdómar herja enn frekar á okkur en þegar er orðið með tilheyrandi kostnaði og vanheilsu. Ástæður þessa geta ekki verið annað en fjölþættar og þar af leiðir að lausnin getur aldrei orðið önnur en fjölþætt. Þá er deginum ljósara að erfðir, umhverfi og uppeldi spila mjög stórt hlutverk í þróun lífsstílssjúkdómaMikill markaður fyrir töfralausnir Þegar tekist er á um það í hvaða átt skal haldið koma til persónulegt valfrelsi hvers einstaklings hvort heldur sem er varðandi fæðu eða hreyfingu, pólitískar ákvarðanir um skattlagningu eða skattfrelsi á matvöru svo dæmi séu tekin auk stefnumörkunar í lýðheilsu- og heilbrigðismálum. Peningar skipta máli, bæði ráðstöfunartekjur einstaklinga sem og ríkisins. Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma þeim þætti er lýtur að fræðslunni sem er gífurlega mikilvægur og nauðsyn þess að gefnar séu góðar og gagnlegar upplýsingar. Krafan um að þær séu gagnreyndar er sterk af hálfu fræðasamfélagsins, en eðli málsins samkvæmt verður hluti þeirra engu að síður ekki á þeim forsendum. Þó má ætla að alltaf sé byggt á nýjustu þekkingu hvers tíma, hverju sinni. Hafandi sagt þetta er ljóst að markaðurinn fyrir töfralausnir er gríðarlega mikill og „hin eina sanna megrunarpilla“ mun gera hvern þann sem hana þróar og selur auðugri en hann getur ímyndað sér, svo fremi sem hún virkar. Lauslega áætlað er á bilinu fimmtungur til þriðjungur einstaklinga í vestrænum ríkjum í ofþyngd/offituástandi, eftir því hvernig á það er litið og má ætla að verulegur hluti þeirra sé einmitt að leita lausna. Sú lausn hefur enn ekki fundist í raun og mörg lyf sem þróuð hafa verið í þessum tilgangi hafa farið af markaði sökum aukaverkana og/eða lélegrar sölu, en markaðslegur ávinningur er gríðarlegur fái lyf skráningu og sé talið virkt, jafnvel bara í stuttan tíma. Því halda lyfjafyrirtækin að sjálfsögðu áfram rannsóknum og nú fyrir nokkrum dögum fékk enn eitt slíkt lyf leyfi frá FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum, en það á líka að virka fyrir þá sem flokkast í ofþyngd en eru með háan blóðþrýsting, sykursýki eða blóðfituhækkun. Semsé fullt hús.Spaugilegur árangur Það má segja að það sé næsta spaugilegt að lesa um þann árangur sem lyfið á að ná en þarna er verið að blanda saman tveim þekktum lyfjum, annars vegar geðlyfi og hins vegar lyfi gegn fíkn. Útkoman er pilla sem á að hafa áhrif á löngunina til að borða. Lyfið fær markaðsleyfi þrátt fyrir að vísindamennirnir sem þróuðu það viti ekki alveg hvernig það virkar. Þess er krafist að frekari rannsóknir verði gerðar með tilliti til öryggis gagnvart sjúklingum sem eiga æðaáföll á hættu, sem er auðvitað stór hluti af þeim sem glíma við lífsstílssjúkdóma. Til viðbótar við þetta kemur fram að lyfið virki ekki eitt og sér heldur eingöngu hjá þeim sem taka til í mataræði sínu og hreyfingu samtímis, sem reyndar er grundvallaratriði hjá öllum sem ætla að megrast! Best þótti mér þó að munurinn sem ætla má að náist er 5% meira þyngdartap með notkun þessa lyfs í samanburði við lyfleysu. Þið munið kannski að ég sagði að lyfið hefði áhrif á löngunina til að borða, í rannsóknum kom fram að 34% þátttakenda kvörtuðu um ógleði, aðrar aukaverkanir voru niðurgangur, uppköst, svimi, munnþurrkur og hægðatregða. Er nema von að þátttakendur á lyfinu hafi grennst meira en þeir á lyfleysu? Ég bara spyr.Enn langt í landMeð þetta nýjasta megrunarlyf á markaði og jafn auman árangur held ég að megi fullyrða að langt sé í land að við finnum hina einu sönnu megrunarpillu. Það liggur fyrir að við glímum við stórkostlegan heilsuvanda til framtíðar sem verður einungis leystur með samtakamætti allra hagsmunaaðila. Þá er líka ljóst að fræðsla og stuðningur við rétt val á fæðu og hreyfingu fyrir hvern og einn einstakling auk andlegrar styrkingar hans mun alltaf vega þyngra en nokkuð annað og er eina leiðin að langtímaárangri.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun