Umferðarkrísan í miðborginni Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 11. september 2014 07:00 Ófremdarástand ríkir í miðborg Reykjavíkur. Ferðamenn streyma til landsins og gista á hótelum og gistiheimilum í miðborginni. Þeir vilja sjá Ísland og kaupa sér dagsferðir til að sjá alla þessa stórmerkilegu staði sem Íslendingar eiga og kynnast þannig náttúrunni örlítið. Ökuleiðsögumenn og bílstjórar keyra um miðborgina til að taka þessa ferðamenn upp á morgnana eða skila þeim á hótel að ferð lokinni. En íbúar miðborgarinnar eru bullandi óánægðir því bílstjórarnir verða stundum að hleypa út fólki eða taka upp á miðri götu. Þetta er vandamálið í hnotskurn. Nýlega birtist grein á Vísi (/g/2014140909549) og síðar /g/2014140909159) þar sem fjallað var um óánægju borgarbúa með umferðina um miðborgina á kvöldin og um nætur þegar verið er að koma heim með fólk. Harkalega var deilt á ökumenn ferðaþjónustubíla og það ónæði sem af fólksflutningunum hlýst. Um það er þetta að segja: Bílarnir hafa yfirleitt góðan öryggisbúnað. Sumir eru þannig búnir að þeir pípa þegar bakkað er. Yfirleitt er lítið ónæði af þessum tækjum og auðvitað má koma þeim tilmælum til eigendanna að aftengja bökkunarpípið. Það myndi þá væntanlega koma niður á öryggismálunum en það verður ekki bæði sleppt og haldið.Hótel í hnapp Í sömu grein segist samgöngudeild borgarinnar hafa komið fyrir nokkrum rútustæðum í miðborginni. En betur má ef duga skal. Nánast hvergi er gert ráð fyrir að jeppar og stærri eða minni rútur geti stoppað og alveg klárlega ekki á strætóbiðstöðvum eins og staðan er í dag. Samt hafa borgaryfirvöld óhikað veitt hótelum og gistihúsum starfsleyfi tvist og bast um miðborgina, stundum jafnvel mörgum hótelum á sömu torfunni án þess að gera ráð fyrir að ferðaþjónustan geti stoppað nokkurs staðar nærri. Dæmi um þetta er Hlemmur. Þar eru að minnsta kosti þrjú hótel í hnapp, Hlemmur Square, Guesthouse 101 og 4th floor hotel auk þess sem nokkur hótel eru örlítið ofan og neðan við Hlemm. Hvergi er hægt að stoppa á þessu svæði og samt eru þar stundum tveir til þrír minni bílar að sækja fólk af sama hótelinu á sama tíma. Þetta veldur miklum vandræðum og getur orðið tilefni hnútukasts svo ekki sé meira sagt. Hvað er til ráða? Strætóbílstjórar flauta. Ökuleiðsögumenn og rútubílstjórar eru í klemmu. Viðbrögðin eru þau að bíða færis og reyna að stoppa þar sem nokkur möguleiki er á, stundum uppi á stétt, stundum á miðri götu og reyna að greiða úr hlutunum eins hratt og örugglega og hægt er. En íbúarnir steyta samt hnefann og hnýta hátt og skýrt í bílstjórana, lýsa því fjálglega fyrir börnunum sínum hversu miklir aumingjar og ræflar þeir eru.Tæklum þetta jákvætt Ökuleiðsögumenn og bílstjórar aka ekki um göturnar í miðborginni að gamni sínu. Þeir eru í vinnu og verða að geta unnið sína vinnu. Þjóðin byggir afkomu sína meðal annars á erlendum ferðamönnum. Ferðaþjónustan hefur komið til móts við íbúana og getur örugglega gert betur. Sama gildir um borgaryfirvöld og íbúa. Ökumenn á rútum og jeppum forðast eftir fremsta megni að keyra um miðborgina á kvöldin. Ferðamenn geta nú valið um það hvort þeir kaupa skutl alveg upp að dyrum eða draga ferðatöskurnar sínar um göturnar í miðbænum. Stórar rútur fara ekki um litlu göturnar lengur. Útskýrt er fyrir fólki að rútur megi ekki fara um miðborgina og því sé fólk beðið um að labba. Þessu taka ferðamenn alltaf vel. En ábyrgðin á að vera hjá þeim sem ábyrgðina eiga. Skipulagsyfirvöld og samgönguyfirvöld hafa ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel. Ökutæki í ferðaþjónustunni verða að geta stoppað í miðborginni. Ég vil því hvetja til þess að við komum með tillögur um það hvernig leysa megi vandann í miðborginni frekar en að hnýta hvert í annað. Það er alveg ljóst að fjölga þarf stórlega svæðum þar sem jeppar og rútur geta stoppað við hótel. Það þarf að taka þessa umferð inn í skipulagninguna. Borgaryfirvöld þyrftu alltaf að gera ráð fyrir bílaumferð í kringum hótel og gististaði áður en og þegar þau veita starfsleyfi. Lausnin felst tæpast í því að úthýsa öllum hótelum og gististöðum úr miðborginni. Tæklum þetta frekar jákvætt. Komum með tillögur að lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ófremdarástand ríkir í miðborg Reykjavíkur. Ferðamenn streyma til landsins og gista á hótelum og gistiheimilum í miðborginni. Þeir vilja sjá Ísland og kaupa sér dagsferðir til að sjá alla þessa stórmerkilegu staði sem Íslendingar eiga og kynnast þannig náttúrunni örlítið. Ökuleiðsögumenn og bílstjórar keyra um miðborgina til að taka þessa ferðamenn upp á morgnana eða skila þeim á hótel að ferð lokinni. En íbúar miðborgarinnar eru bullandi óánægðir því bílstjórarnir verða stundum að hleypa út fólki eða taka upp á miðri götu. Þetta er vandamálið í hnotskurn. Nýlega birtist grein á Vísi (/g/2014140909549) og síðar /g/2014140909159) þar sem fjallað var um óánægju borgarbúa með umferðina um miðborgina á kvöldin og um nætur þegar verið er að koma heim með fólk. Harkalega var deilt á ökumenn ferðaþjónustubíla og það ónæði sem af fólksflutningunum hlýst. Um það er þetta að segja: Bílarnir hafa yfirleitt góðan öryggisbúnað. Sumir eru þannig búnir að þeir pípa þegar bakkað er. Yfirleitt er lítið ónæði af þessum tækjum og auðvitað má koma þeim tilmælum til eigendanna að aftengja bökkunarpípið. Það myndi þá væntanlega koma niður á öryggismálunum en það verður ekki bæði sleppt og haldið.Hótel í hnapp Í sömu grein segist samgöngudeild borgarinnar hafa komið fyrir nokkrum rútustæðum í miðborginni. En betur má ef duga skal. Nánast hvergi er gert ráð fyrir að jeppar og stærri eða minni rútur geti stoppað og alveg klárlega ekki á strætóbiðstöðvum eins og staðan er í dag. Samt hafa borgaryfirvöld óhikað veitt hótelum og gistihúsum starfsleyfi tvist og bast um miðborgina, stundum jafnvel mörgum hótelum á sömu torfunni án þess að gera ráð fyrir að ferðaþjónustan geti stoppað nokkurs staðar nærri. Dæmi um þetta er Hlemmur. Þar eru að minnsta kosti þrjú hótel í hnapp, Hlemmur Square, Guesthouse 101 og 4th floor hotel auk þess sem nokkur hótel eru örlítið ofan og neðan við Hlemm. Hvergi er hægt að stoppa á þessu svæði og samt eru þar stundum tveir til þrír minni bílar að sækja fólk af sama hótelinu á sama tíma. Þetta veldur miklum vandræðum og getur orðið tilefni hnútukasts svo ekki sé meira sagt. Hvað er til ráða? Strætóbílstjórar flauta. Ökuleiðsögumenn og rútubílstjórar eru í klemmu. Viðbrögðin eru þau að bíða færis og reyna að stoppa þar sem nokkur möguleiki er á, stundum uppi á stétt, stundum á miðri götu og reyna að greiða úr hlutunum eins hratt og örugglega og hægt er. En íbúarnir steyta samt hnefann og hnýta hátt og skýrt í bílstjórana, lýsa því fjálglega fyrir börnunum sínum hversu miklir aumingjar og ræflar þeir eru.Tæklum þetta jákvætt Ökuleiðsögumenn og bílstjórar aka ekki um göturnar í miðborginni að gamni sínu. Þeir eru í vinnu og verða að geta unnið sína vinnu. Þjóðin byggir afkomu sína meðal annars á erlendum ferðamönnum. Ferðaþjónustan hefur komið til móts við íbúana og getur örugglega gert betur. Sama gildir um borgaryfirvöld og íbúa. Ökumenn á rútum og jeppum forðast eftir fremsta megni að keyra um miðborgina á kvöldin. Ferðamenn geta nú valið um það hvort þeir kaupa skutl alveg upp að dyrum eða draga ferðatöskurnar sínar um göturnar í miðbænum. Stórar rútur fara ekki um litlu göturnar lengur. Útskýrt er fyrir fólki að rútur megi ekki fara um miðborgina og því sé fólk beðið um að labba. Þessu taka ferðamenn alltaf vel. En ábyrgðin á að vera hjá þeim sem ábyrgðina eiga. Skipulagsyfirvöld og samgönguyfirvöld hafa ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel. Ökutæki í ferðaþjónustunni verða að geta stoppað í miðborginni. Ég vil því hvetja til þess að við komum með tillögur um það hvernig leysa megi vandann í miðborginni frekar en að hnýta hvert í annað. Það er alveg ljóst að fjölga þarf stórlega svæðum þar sem jeppar og rútur geta stoppað við hótel. Það þarf að taka þessa umferð inn í skipulagninguna. Borgaryfirvöld þyrftu alltaf að gera ráð fyrir bílaumferð í kringum hótel og gististaði áður en og þegar þau veita starfsleyfi. Lausnin felst tæpast í því að úthýsa öllum hótelum og gististöðum úr miðborginni. Tæklum þetta frekar jákvætt. Komum með tillögur að lausn.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun