Umferðarkrísan í miðborginni Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 11. september 2014 07:00 Ófremdarástand ríkir í miðborg Reykjavíkur. Ferðamenn streyma til landsins og gista á hótelum og gistiheimilum í miðborginni. Þeir vilja sjá Ísland og kaupa sér dagsferðir til að sjá alla þessa stórmerkilegu staði sem Íslendingar eiga og kynnast þannig náttúrunni örlítið. Ökuleiðsögumenn og bílstjórar keyra um miðborgina til að taka þessa ferðamenn upp á morgnana eða skila þeim á hótel að ferð lokinni. En íbúar miðborgarinnar eru bullandi óánægðir því bílstjórarnir verða stundum að hleypa út fólki eða taka upp á miðri götu. Þetta er vandamálið í hnotskurn. Nýlega birtist grein á Vísi (/g/2014140909549) og síðar /g/2014140909159) þar sem fjallað var um óánægju borgarbúa með umferðina um miðborgina á kvöldin og um nætur þegar verið er að koma heim með fólk. Harkalega var deilt á ökumenn ferðaþjónustubíla og það ónæði sem af fólksflutningunum hlýst. Um það er þetta að segja: Bílarnir hafa yfirleitt góðan öryggisbúnað. Sumir eru þannig búnir að þeir pípa þegar bakkað er. Yfirleitt er lítið ónæði af þessum tækjum og auðvitað má koma þeim tilmælum til eigendanna að aftengja bökkunarpípið. Það myndi þá væntanlega koma niður á öryggismálunum en það verður ekki bæði sleppt og haldið.Hótel í hnapp Í sömu grein segist samgöngudeild borgarinnar hafa komið fyrir nokkrum rútustæðum í miðborginni. En betur má ef duga skal. Nánast hvergi er gert ráð fyrir að jeppar og stærri eða minni rútur geti stoppað og alveg klárlega ekki á strætóbiðstöðvum eins og staðan er í dag. Samt hafa borgaryfirvöld óhikað veitt hótelum og gistihúsum starfsleyfi tvist og bast um miðborgina, stundum jafnvel mörgum hótelum á sömu torfunni án þess að gera ráð fyrir að ferðaþjónustan geti stoppað nokkurs staðar nærri. Dæmi um þetta er Hlemmur. Þar eru að minnsta kosti þrjú hótel í hnapp, Hlemmur Square, Guesthouse 101 og 4th floor hotel auk þess sem nokkur hótel eru örlítið ofan og neðan við Hlemm. Hvergi er hægt að stoppa á þessu svæði og samt eru þar stundum tveir til þrír minni bílar að sækja fólk af sama hótelinu á sama tíma. Þetta veldur miklum vandræðum og getur orðið tilefni hnútukasts svo ekki sé meira sagt. Hvað er til ráða? Strætóbílstjórar flauta. Ökuleiðsögumenn og rútubílstjórar eru í klemmu. Viðbrögðin eru þau að bíða færis og reyna að stoppa þar sem nokkur möguleiki er á, stundum uppi á stétt, stundum á miðri götu og reyna að greiða úr hlutunum eins hratt og örugglega og hægt er. En íbúarnir steyta samt hnefann og hnýta hátt og skýrt í bílstjórana, lýsa því fjálglega fyrir börnunum sínum hversu miklir aumingjar og ræflar þeir eru.Tæklum þetta jákvætt Ökuleiðsögumenn og bílstjórar aka ekki um göturnar í miðborginni að gamni sínu. Þeir eru í vinnu og verða að geta unnið sína vinnu. Þjóðin byggir afkomu sína meðal annars á erlendum ferðamönnum. Ferðaþjónustan hefur komið til móts við íbúana og getur örugglega gert betur. Sama gildir um borgaryfirvöld og íbúa. Ökumenn á rútum og jeppum forðast eftir fremsta megni að keyra um miðborgina á kvöldin. Ferðamenn geta nú valið um það hvort þeir kaupa skutl alveg upp að dyrum eða draga ferðatöskurnar sínar um göturnar í miðbænum. Stórar rútur fara ekki um litlu göturnar lengur. Útskýrt er fyrir fólki að rútur megi ekki fara um miðborgina og því sé fólk beðið um að labba. Þessu taka ferðamenn alltaf vel. En ábyrgðin á að vera hjá þeim sem ábyrgðina eiga. Skipulagsyfirvöld og samgönguyfirvöld hafa ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel. Ökutæki í ferðaþjónustunni verða að geta stoppað í miðborginni. Ég vil því hvetja til þess að við komum með tillögur um það hvernig leysa megi vandann í miðborginni frekar en að hnýta hvert í annað. Það er alveg ljóst að fjölga þarf stórlega svæðum þar sem jeppar og rútur geta stoppað við hótel. Það þarf að taka þessa umferð inn í skipulagninguna. Borgaryfirvöld þyrftu alltaf að gera ráð fyrir bílaumferð í kringum hótel og gististaði áður en og þegar þau veita starfsleyfi. Lausnin felst tæpast í því að úthýsa öllum hótelum og gististöðum úr miðborginni. Tæklum þetta frekar jákvætt. Komum með tillögur að lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ófremdarástand ríkir í miðborg Reykjavíkur. Ferðamenn streyma til landsins og gista á hótelum og gistiheimilum í miðborginni. Þeir vilja sjá Ísland og kaupa sér dagsferðir til að sjá alla þessa stórmerkilegu staði sem Íslendingar eiga og kynnast þannig náttúrunni örlítið. Ökuleiðsögumenn og bílstjórar keyra um miðborgina til að taka þessa ferðamenn upp á morgnana eða skila þeim á hótel að ferð lokinni. En íbúar miðborgarinnar eru bullandi óánægðir því bílstjórarnir verða stundum að hleypa út fólki eða taka upp á miðri götu. Þetta er vandamálið í hnotskurn. Nýlega birtist grein á Vísi (/g/2014140909549) og síðar /g/2014140909159) þar sem fjallað var um óánægju borgarbúa með umferðina um miðborgina á kvöldin og um nætur þegar verið er að koma heim með fólk. Harkalega var deilt á ökumenn ferðaþjónustubíla og það ónæði sem af fólksflutningunum hlýst. Um það er þetta að segja: Bílarnir hafa yfirleitt góðan öryggisbúnað. Sumir eru þannig búnir að þeir pípa þegar bakkað er. Yfirleitt er lítið ónæði af þessum tækjum og auðvitað má koma þeim tilmælum til eigendanna að aftengja bökkunarpípið. Það myndi þá væntanlega koma niður á öryggismálunum en það verður ekki bæði sleppt og haldið.Hótel í hnapp Í sömu grein segist samgöngudeild borgarinnar hafa komið fyrir nokkrum rútustæðum í miðborginni. En betur má ef duga skal. Nánast hvergi er gert ráð fyrir að jeppar og stærri eða minni rútur geti stoppað og alveg klárlega ekki á strætóbiðstöðvum eins og staðan er í dag. Samt hafa borgaryfirvöld óhikað veitt hótelum og gistihúsum starfsleyfi tvist og bast um miðborgina, stundum jafnvel mörgum hótelum á sömu torfunni án þess að gera ráð fyrir að ferðaþjónustan geti stoppað nokkurs staðar nærri. Dæmi um þetta er Hlemmur. Þar eru að minnsta kosti þrjú hótel í hnapp, Hlemmur Square, Guesthouse 101 og 4th floor hotel auk þess sem nokkur hótel eru örlítið ofan og neðan við Hlemm. Hvergi er hægt að stoppa á þessu svæði og samt eru þar stundum tveir til þrír minni bílar að sækja fólk af sama hótelinu á sama tíma. Þetta veldur miklum vandræðum og getur orðið tilefni hnútukasts svo ekki sé meira sagt. Hvað er til ráða? Strætóbílstjórar flauta. Ökuleiðsögumenn og rútubílstjórar eru í klemmu. Viðbrögðin eru þau að bíða færis og reyna að stoppa þar sem nokkur möguleiki er á, stundum uppi á stétt, stundum á miðri götu og reyna að greiða úr hlutunum eins hratt og örugglega og hægt er. En íbúarnir steyta samt hnefann og hnýta hátt og skýrt í bílstjórana, lýsa því fjálglega fyrir börnunum sínum hversu miklir aumingjar og ræflar þeir eru.Tæklum þetta jákvætt Ökuleiðsögumenn og bílstjórar aka ekki um göturnar í miðborginni að gamni sínu. Þeir eru í vinnu og verða að geta unnið sína vinnu. Þjóðin byggir afkomu sína meðal annars á erlendum ferðamönnum. Ferðaþjónustan hefur komið til móts við íbúana og getur örugglega gert betur. Sama gildir um borgaryfirvöld og íbúa. Ökumenn á rútum og jeppum forðast eftir fremsta megni að keyra um miðborgina á kvöldin. Ferðamenn geta nú valið um það hvort þeir kaupa skutl alveg upp að dyrum eða draga ferðatöskurnar sínar um göturnar í miðbænum. Stórar rútur fara ekki um litlu göturnar lengur. Útskýrt er fyrir fólki að rútur megi ekki fara um miðborgina og því sé fólk beðið um að labba. Þessu taka ferðamenn alltaf vel. En ábyrgðin á að vera hjá þeim sem ábyrgðina eiga. Skipulagsyfirvöld og samgönguyfirvöld hafa ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel. Ökutæki í ferðaþjónustunni verða að geta stoppað í miðborginni. Ég vil því hvetja til þess að við komum með tillögur um það hvernig leysa megi vandann í miðborginni frekar en að hnýta hvert í annað. Það er alveg ljóst að fjölga þarf stórlega svæðum þar sem jeppar og rútur geta stoppað við hótel. Það þarf að taka þessa umferð inn í skipulagninguna. Borgaryfirvöld þyrftu alltaf að gera ráð fyrir bílaumferð í kringum hótel og gististaði áður en og þegar þau veita starfsleyfi. Lausnin felst tæpast í því að úthýsa öllum hótelum og gististöðum úr miðborginni. Tæklum þetta frekar jákvætt. Komum með tillögur að lausn.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun