Forsendur hamingjunnar Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 4. september 2014 07:00 Í vor heimsótti okkur guðfaðir hamingjumælinga, prófessorinn Dr. Ruut Veenhoven, og hélt erindi í Háskóla Íslands. Hans skilaboð eru að hamingjuna sé hægt að mæla og hægt sé að auka hamingju. Það sem hans rannsóknir sýna er að það er þrennt sem einkennir samfélög þar sem hamingja mælist há. Í fyrsta lagi er það ákveðin hagsæld sem einkennir þau samfélög, fólk verður jú að hafa í sig og á. Í öðru lagi er aukin hamingja eftir því sem traust er meira í samfélaginu. Traust milli manna, í samskiptum, traust á stofnunum samfélagsins og nágrönnum og að hægt sé að ganga um götur án þess að hafa áhyggjur af lífi sínu og limum. Í þriðja lagi eru það stjórnhættir. Góðir stjórnhættir er m.a. skýr upplýsingagjöf, jafnrétti, réttarríki, lýðræði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Veenhoven lagði sérstaka áherslu á í erindi sínu aðgengi að forvörnum á sviði geðheilbrigðisþjónustu. Hann hvetur til þess að í boði sé ráðgjöf við ákvörðunartöku t.d. á tímamótum. Einnig hvatti hann skóla og meðferðarstofnanir, vinnustaði og sjúkraheimili að hafa hamingjumælingar til að vita raunverulega um líðan og árangur af inngripi. Flest allir skilja spurninguna „hvað finnst þér þú hamingjusamur með líf þitt á heildina litið á bilinu 1–10?“ og „hvað finnst þér þú hamingjusamur núna á bilinu 1–10?“. Veenhoven hélt því fram að það sem við höldum að geri okkur hamingjusöm hafi lélegt forspárgildi. Ein leið til þess að þekkja betur eigin hamingjuvaka er að halda dagbók þar sem þú skráir hvað þú gerir klukkutíma fyrir klukkutíma frá því þú vaknar og þar til þú ferð að sofa og skráir svo í lok dagsins hvað hver klukkutími gaf þér í hamingju (t.d. á bilinu 1–10). Þá færðu góða vísbendingu um þína eigin hamingjuvaka. Veenhoven heldur því fram að erfðir skýri um 30% af okkar hamingju (t.d. geðslag), uppeldi skýri 15%, 15% sé vegna ákvarðana sem við tökum, 10% af félagslegu neti og tengslum, 5% af félagslegri og efnahagslegri stöðu og 10% skýrist hreinlega af heppni eða óheppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í vor heimsótti okkur guðfaðir hamingjumælinga, prófessorinn Dr. Ruut Veenhoven, og hélt erindi í Háskóla Íslands. Hans skilaboð eru að hamingjuna sé hægt að mæla og hægt sé að auka hamingju. Það sem hans rannsóknir sýna er að það er þrennt sem einkennir samfélög þar sem hamingja mælist há. Í fyrsta lagi er það ákveðin hagsæld sem einkennir þau samfélög, fólk verður jú að hafa í sig og á. Í öðru lagi er aukin hamingja eftir því sem traust er meira í samfélaginu. Traust milli manna, í samskiptum, traust á stofnunum samfélagsins og nágrönnum og að hægt sé að ganga um götur án þess að hafa áhyggjur af lífi sínu og limum. Í þriðja lagi eru það stjórnhættir. Góðir stjórnhættir er m.a. skýr upplýsingagjöf, jafnrétti, réttarríki, lýðræði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Veenhoven lagði sérstaka áherslu á í erindi sínu aðgengi að forvörnum á sviði geðheilbrigðisþjónustu. Hann hvetur til þess að í boði sé ráðgjöf við ákvörðunartöku t.d. á tímamótum. Einnig hvatti hann skóla og meðferðarstofnanir, vinnustaði og sjúkraheimili að hafa hamingjumælingar til að vita raunverulega um líðan og árangur af inngripi. Flest allir skilja spurninguna „hvað finnst þér þú hamingjusamur með líf þitt á heildina litið á bilinu 1–10?“ og „hvað finnst þér þú hamingjusamur núna á bilinu 1–10?“. Veenhoven hélt því fram að það sem við höldum að geri okkur hamingjusöm hafi lélegt forspárgildi. Ein leið til þess að þekkja betur eigin hamingjuvaka er að halda dagbók þar sem þú skráir hvað þú gerir klukkutíma fyrir klukkutíma frá því þú vaknar og þar til þú ferð að sofa og skráir svo í lok dagsins hvað hver klukkutími gaf þér í hamingju (t.d. á bilinu 1–10). Þá færðu góða vísbendingu um þína eigin hamingjuvaka. Veenhoven heldur því fram að erfðir skýri um 30% af okkar hamingju (t.d. geðslag), uppeldi skýri 15%, 15% sé vegna ákvarðana sem við tökum, 10% af félagslegu neti og tengslum, 5% af félagslegri og efnahagslegri stöðu og 10% skýrist hreinlega af heppni eða óheppni.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar