Öll nýju skipin eru smíðuð erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2014 07:00 Það er ólíklegt að í framtíðinni verði skipskrokkar smíðaðir á Íslandi. fréttablaðið/stefán Íslensk skipasmíðaiðn er að lognast út af, segir Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur hjá fyrirtækinu Skipasýn, sem hannar skip. „Hún er að deyja út,“ segir hann. HB Grandi tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samning um smíði þriggja nýrra ísfisktogara. Þeir eru hannaðir hér en smíðaðir í Tyrklandi, ásamt tveimur öðrum skipum sem fyrirtækið hefur nú þegar samið um. Sævar segir að hér sé tiltölulega öflug bátasmíði á plastbátum og minni bátum sem ná allt upp í 15 tonn. „En allt þar fyrir ofan er náttúrlega núll. Við erum alveg búin að missa þetta niður,“ segir hann. Skipasýn hefur þó haft verkefni við að hanna skip, bæði fyrir innlenda aðila og erlenda, sem smíðuð eru erlendis. Meðal annars er verið að hanna skip sem smíðað er í Kína fyrir vinnslustöðina. Sævar telur að það sé tímaspursmál hvenær hönnunin fer líka, því þekkingin sé að minnka. „Það eru einn eða tveir sem hafa komið, menntaðir skipatæknifræðingar eða skipaverkfræðingar á undanförnum árum,“ segir hann. Hann segir að skipasmíðastöðvarnar sem hafi verið hér, á borð við Stálvík og Slippstöðina, hafi orðið til þess að skipatæknifræðingar hafi skotið upp kollinum, en það sé liðin tíð. „Við erum allir að verða eldgamlir karlar í dag,“ segir hann.Þór SigfússonÞór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, horfir allt öðrum augum á málið en Sævar. Hann segir að samningar hér heima hafi verið þannig að það hafi verið hönnun eða hönnunarráðgjöf á Íslandi. Skipin hafi síðan verið smíðuð erlendis. „Ég held að þekkingin sé til staðar, það þarf bara að nota hana ennþá meira,“ segir Þór. Íslensku fyrirtækin séu þó ekki samkeppnisfær í smíði á skipsskrokkum. „Ég hef enga trú á því að það verði partur af framtíðarsýninni. Það er miklu frekar eins og Norðmenn hafa gert þetta. Þeir láta smíða skrokkana úti og svo fylla þeir skipin með norskum tæknibúnaði,“ segir hann. „Ég er bjartsýnn fyrir hönd tæknigeirans,“ bætir Þór við og bendir á að fyrirtækið Navís, sem er í húsi Íslenska sjávarklasans, sé komið í samstarf við ungan Íslending sem er að læra skipaverkfræði í Svíþjóð. Hann þvertekur fyrir það að skipasmíðin sé að deyja út. „Við erum að fara að klára greiningu og okkur sýnist að veltan hér heima í tæknigreininni hvað viðkemur skipum hafi aukist á síðustu misserum.“ Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Íslensk skipasmíðaiðn er að lognast út af, segir Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur hjá fyrirtækinu Skipasýn, sem hannar skip. „Hún er að deyja út,“ segir hann. HB Grandi tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samning um smíði þriggja nýrra ísfisktogara. Þeir eru hannaðir hér en smíðaðir í Tyrklandi, ásamt tveimur öðrum skipum sem fyrirtækið hefur nú þegar samið um. Sævar segir að hér sé tiltölulega öflug bátasmíði á plastbátum og minni bátum sem ná allt upp í 15 tonn. „En allt þar fyrir ofan er náttúrlega núll. Við erum alveg búin að missa þetta niður,“ segir hann. Skipasýn hefur þó haft verkefni við að hanna skip, bæði fyrir innlenda aðila og erlenda, sem smíðuð eru erlendis. Meðal annars er verið að hanna skip sem smíðað er í Kína fyrir vinnslustöðina. Sævar telur að það sé tímaspursmál hvenær hönnunin fer líka, því þekkingin sé að minnka. „Það eru einn eða tveir sem hafa komið, menntaðir skipatæknifræðingar eða skipaverkfræðingar á undanförnum árum,“ segir hann. Hann segir að skipasmíðastöðvarnar sem hafi verið hér, á borð við Stálvík og Slippstöðina, hafi orðið til þess að skipatæknifræðingar hafi skotið upp kollinum, en það sé liðin tíð. „Við erum allir að verða eldgamlir karlar í dag,“ segir hann.Þór SigfússonÞór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, horfir allt öðrum augum á málið en Sævar. Hann segir að samningar hér heima hafi verið þannig að það hafi verið hönnun eða hönnunarráðgjöf á Íslandi. Skipin hafi síðan verið smíðuð erlendis. „Ég held að þekkingin sé til staðar, það þarf bara að nota hana ennþá meira,“ segir Þór. Íslensku fyrirtækin séu þó ekki samkeppnisfær í smíði á skipsskrokkum. „Ég hef enga trú á því að það verði partur af framtíðarsýninni. Það er miklu frekar eins og Norðmenn hafa gert þetta. Þeir láta smíða skrokkana úti og svo fylla þeir skipin með norskum tæknibúnaði,“ segir hann. „Ég er bjartsýnn fyrir hönd tæknigeirans,“ bætir Þór við og bendir á að fyrirtækið Navís, sem er í húsi Íslenska sjávarklasans, sé komið í samstarf við ungan Íslending sem er að læra skipaverkfræði í Svíþjóð. Hann þvertekur fyrir það að skipasmíðin sé að deyja út. „Við erum að fara að klára greiningu og okkur sýnist að veltan hér heima í tæknigreininni hvað viðkemur skipum hafi aukist á síðustu misserum.“
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun