Hafa stjórnvöld áhuga á að sinna lýðheilsu? Gauti Grétarsson skrifar 1. september 2014 00:00 Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Þannig hljóðar stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá vormánuðum 2013. Einnig segir þar að stefnt skuli að bættri lýðheilsu og forvarnastarf skuli verða meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. En hver er reyndin? Á hverju ári verða 250-300 einstaklingar fyrir því að slíta krossbönd í hnjám. Kostnaður vegna þessara áverka er mikill bæði fyrir samfélagið og einstaklingana sem verða fyrir þessum meiðslum. Ef við skoðum kostnaðinn í kjölfar áverkans er hann í formi lækniskostnaðar, bólgueyðandi lyfja, kostnaðar vegna aðgerðar, endurhæfingar og sjúkradagpeninga. Ef við áætlum að meðalkostnaður á hvern áverka sé ein milljón króna lætur nærri að hér sé um að ræða upphæð á bilinu 250-300 milljónir á fyrsta ári og síðan viðbótarkostnað til að viðhalda lífsgæðum þeirra sem verða fyrir þessum meiðslum. En hver er kostnaðurinn í framtíðinni? Samkvæmt rannsóknum hefur komið í ljós að þegar einstaklingar, sérstaklega ungar konur, verða fyrir krossbandaáverka á hné veldur það ótímabæru sliti á hnélið og getur síðar orsakað slitgigt í hné sem getur leitt til örorku, takmarkaðra lífsgæða, gerviliðaaðgerða í hné og fleira. Margar af fremstu íþróttakonum Noregs hafa undanfarin ár hætt íþróttaiðkun vegna þess að þær geta ekki lengur stundað íþróttir og eiga erfitt með að leika við börnin sín vegna verkja í hnjám. Fremsta skíðakona landsins tilkynnti í vor að hún væri hætt æfingum og keppni á skíðum vegna þess að hún sleit krossband öðru sinni.Óþægindi og brostnar vonir Erfitt er að meta þennan kostnað enda eru það komandi kynslóðir og þeir sem hafa orðið fyrir áverkanum sem koma til með að bera hann. En óþægindin, takmörkun lífsgæða, brostnar vonir og kostnaður sem einstaklingar verða fyrir vegna áverka á hnjám er eitthvað sem erfitt er að meta til fjár. Með betri þjálfun, fræðslu, áróðri og skoðun á veikleikum íþróttafólks og almennings má koma í veg fyrir að mikinn fjölda þessara áverka. Á sama hátt og tekist hefur að fækka alvarlegum bílslysum og dauðaslysum verulega á undanförnum árum má einnig fækka áverkum í hnjám. Stoðkerfi líkamans er flókið kerfi beina, vöðva, liða og bandvefs sem mikilvægt er að starfi rétt. Helstu sérfræðingar í stoðkerfinu eru sjúkraþjálfarar og kírópraktorar sem hingað til hafa mest verið í viðgerðum á þeim áverkum sem einstaklingar verða fyrir. En þekking þeirra myndi nýtast betur ef hún væri notuð til að finna veikleikana áður en þeir hafa orsakað alvarlega áverka og slit á líkamanum.Hvaða leiðir eru færar? Hægt er að fara margar leiðir í því að fyrirbyggja áverka á hnjám. Ein þeirra er að skoða einstaklinga og hópa með tilliti til veikleika í stoðkerfinu og leiðbeina þeim síðan um aðferðir til að koma í veg fyrir áverka. Til eru mörg greiningartæki sem mæla vöðvakraft í hnjám og mjöðmum og gefa þannig vísbendingu um stöðu mála. Meðal þessara tækja er Kine-vöðvamælingartæki sem hannað var af íslensku sprotafyrirtæki. Tæki þetta sýnir fram á það hvaða vöðvar eru virkir og hvaða vöðvar eru ekki að nýtast sem skyldi. Þetta tæki er nú þegar notað af sjúkraþjálfurum hér á landi og í mörgum Evrópulöndum. Enn fremur er það notað í rannsóknum við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur svo og hjá ýmsum íþróttafélögum eins og Chelsea. Ef stjórnvöld hafa virkilega áhuga á því að sinna lýðheilsu og forvörnum væri ein leið að verja fjármunum í athuganir á einstaklingum og íþróttahópum og spara þannig umtalsverða fjármuni sem notaðir eru nú þegar skaðinn er skeður. Fyrir kostnað vegna eins krossbandaslits má skoða leikmenn allt að tíu handboltaliða og koma í veg fyrir ekki aðeins áverka á hnjám heldur einnig öðrum líkamspörtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Þannig hljóðar stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá vormánuðum 2013. Einnig segir þar að stefnt skuli að bættri lýðheilsu og forvarnastarf skuli verða meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. En hver er reyndin? Á hverju ári verða 250-300 einstaklingar fyrir því að slíta krossbönd í hnjám. Kostnaður vegna þessara áverka er mikill bæði fyrir samfélagið og einstaklingana sem verða fyrir þessum meiðslum. Ef við skoðum kostnaðinn í kjölfar áverkans er hann í formi lækniskostnaðar, bólgueyðandi lyfja, kostnaðar vegna aðgerðar, endurhæfingar og sjúkradagpeninga. Ef við áætlum að meðalkostnaður á hvern áverka sé ein milljón króna lætur nærri að hér sé um að ræða upphæð á bilinu 250-300 milljónir á fyrsta ári og síðan viðbótarkostnað til að viðhalda lífsgæðum þeirra sem verða fyrir þessum meiðslum. En hver er kostnaðurinn í framtíðinni? Samkvæmt rannsóknum hefur komið í ljós að þegar einstaklingar, sérstaklega ungar konur, verða fyrir krossbandaáverka á hné veldur það ótímabæru sliti á hnélið og getur síðar orsakað slitgigt í hné sem getur leitt til örorku, takmarkaðra lífsgæða, gerviliðaaðgerða í hné og fleira. Margar af fremstu íþróttakonum Noregs hafa undanfarin ár hætt íþróttaiðkun vegna þess að þær geta ekki lengur stundað íþróttir og eiga erfitt með að leika við börnin sín vegna verkja í hnjám. Fremsta skíðakona landsins tilkynnti í vor að hún væri hætt æfingum og keppni á skíðum vegna þess að hún sleit krossband öðru sinni.Óþægindi og brostnar vonir Erfitt er að meta þennan kostnað enda eru það komandi kynslóðir og þeir sem hafa orðið fyrir áverkanum sem koma til með að bera hann. En óþægindin, takmörkun lífsgæða, brostnar vonir og kostnaður sem einstaklingar verða fyrir vegna áverka á hnjám er eitthvað sem erfitt er að meta til fjár. Með betri þjálfun, fræðslu, áróðri og skoðun á veikleikum íþróttafólks og almennings má koma í veg fyrir að mikinn fjölda þessara áverka. Á sama hátt og tekist hefur að fækka alvarlegum bílslysum og dauðaslysum verulega á undanförnum árum má einnig fækka áverkum í hnjám. Stoðkerfi líkamans er flókið kerfi beina, vöðva, liða og bandvefs sem mikilvægt er að starfi rétt. Helstu sérfræðingar í stoðkerfinu eru sjúkraþjálfarar og kírópraktorar sem hingað til hafa mest verið í viðgerðum á þeim áverkum sem einstaklingar verða fyrir. En þekking þeirra myndi nýtast betur ef hún væri notuð til að finna veikleikana áður en þeir hafa orsakað alvarlega áverka og slit á líkamanum.Hvaða leiðir eru færar? Hægt er að fara margar leiðir í því að fyrirbyggja áverka á hnjám. Ein þeirra er að skoða einstaklinga og hópa með tilliti til veikleika í stoðkerfinu og leiðbeina þeim síðan um aðferðir til að koma í veg fyrir áverka. Til eru mörg greiningartæki sem mæla vöðvakraft í hnjám og mjöðmum og gefa þannig vísbendingu um stöðu mála. Meðal þessara tækja er Kine-vöðvamælingartæki sem hannað var af íslensku sprotafyrirtæki. Tæki þetta sýnir fram á það hvaða vöðvar eru virkir og hvaða vöðvar eru ekki að nýtast sem skyldi. Þetta tæki er nú þegar notað af sjúkraþjálfurum hér á landi og í mörgum Evrópulöndum. Enn fremur er það notað í rannsóknum við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur svo og hjá ýmsum íþróttafélögum eins og Chelsea. Ef stjórnvöld hafa virkilega áhuga á því að sinna lýðheilsu og forvörnum væri ein leið að verja fjármunum í athuganir á einstaklingum og íþróttahópum og spara þannig umtalsverða fjármuni sem notaðir eru nú þegar skaðinn er skeður. Fyrir kostnað vegna eins krossbandaslits má skoða leikmenn allt að tíu handboltaliða og koma í veg fyrir ekki aðeins áverka á hnjám heldur einnig öðrum líkamspörtum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar