Íhuga styrjueldi og kavíargerð á Flúðum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. ágúst 2014 10:45 Villt styrja getur orðið allt að sex metra löng. Eldisfiskurinn á Flúðum verður mun minni, en væntanlega alveg jafn ófrýnilegur. Halldór Sigurðsson er framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi. Vísir/Getty Norska fyrirtækið Stolt Sea Farm hefur verið í viðræðum við sveitarstjórn Hrunamannahrepps með uppbyggingu eldisstöðvar og kavíarframleiðslu í huga. Að sögn Halldórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins á Íslandi, eru einnig fleiri staðir til skoðunar, hérlendis sem erlendis. Kavíarframleiðsla er ekki fyrir óþolinmóða en styrjan, sem hrognin koma úr, verður ekki kynþroska fyrr en eftir níu til tíu ár. „Það er engin tilviljun að kavíar er svona dýr,“ segir Halldór kankvís. Fyrirtækið er nú þegar með eldi og framleiðslu af þessari gerð í Bandaríkjunum svo það er ekki verið að renna blint í sjóinn, segir Halldór. Um tveggja hektara lóð þyrfti undir eldið eða um 20 þúsund fermetra. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir þetta spennandi verkefni en þó sé ekkert fast í hendi. „Í þessu tilfelli erum við frekar í samkeppni við önnur svæði í Evrópu en önnur sveitarfélög hér,“ segir hann. Ýmis úrlausnarefni bíða ef af verður því fiskurinn þarf vatn sem er á bilinu 20 til 25 gráðu heitt. Styrja er nokkuð sérstakur fiskur. Hún er stærsti ferskvatnsfiskur Norður-Ameríku og getur orðið um sex metrar á lengd og rúm átta hundruð kíló að þyngd. Ekki er þó von á slíkum ferlíkjum að Flúðum því eldisfiskarnir eru töluvert minni og verða hrygnurnar á bilinu 40 til 50 kíló að sögn Halldórs. „Í næsta mánuði fáum við svo tilraunasendingu af seiðum, eitthvað um fimm hundruð stykki,“ segir Halldór. Stolt Sea á nú þegar fiskeldisstöð fyrir senegalflúru á Reykjanesi. Þar verður tilraunin gerð með þessi styrjuseiði. Kavíarframleiðsla er ekki einföld. Fyrst eru hrygnurnar aldar í þrjú ár, eða þar til þær hafa náð um tíu kílóa þyngd. Þá er ómskoðunartækjum beitt til að velja þær sem líklegast verða hrognamestar. Þær eru síðan aldar í að minnsta kosti sjö ár til viðbótar. Til allrar hamingju er fiskurinn sjálfur nýtanlegur þó mestu verðmætin felist vissulega í hrognunum. Panta má þennan varning á netinu en blaðamaður sá dolluverð á bilinu 16 til 28 þúsund krónur, svo þolinmæðin virðist borga sig. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Norska fyrirtækið Stolt Sea Farm hefur verið í viðræðum við sveitarstjórn Hrunamannahrepps með uppbyggingu eldisstöðvar og kavíarframleiðslu í huga. Að sögn Halldórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins á Íslandi, eru einnig fleiri staðir til skoðunar, hérlendis sem erlendis. Kavíarframleiðsla er ekki fyrir óþolinmóða en styrjan, sem hrognin koma úr, verður ekki kynþroska fyrr en eftir níu til tíu ár. „Það er engin tilviljun að kavíar er svona dýr,“ segir Halldór kankvís. Fyrirtækið er nú þegar með eldi og framleiðslu af þessari gerð í Bandaríkjunum svo það er ekki verið að renna blint í sjóinn, segir Halldór. Um tveggja hektara lóð þyrfti undir eldið eða um 20 þúsund fermetra. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir þetta spennandi verkefni en þó sé ekkert fast í hendi. „Í þessu tilfelli erum við frekar í samkeppni við önnur svæði í Evrópu en önnur sveitarfélög hér,“ segir hann. Ýmis úrlausnarefni bíða ef af verður því fiskurinn þarf vatn sem er á bilinu 20 til 25 gráðu heitt. Styrja er nokkuð sérstakur fiskur. Hún er stærsti ferskvatnsfiskur Norður-Ameríku og getur orðið um sex metrar á lengd og rúm átta hundruð kíló að þyngd. Ekki er þó von á slíkum ferlíkjum að Flúðum því eldisfiskarnir eru töluvert minni og verða hrygnurnar á bilinu 40 til 50 kíló að sögn Halldórs. „Í næsta mánuði fáum við svo tilraunasendingu af seiðum, eitthvað um fimm hundruð stykki,“ segir Halldór. Stolt Sea á nú þegar fiskeldisstöð fyrir senegalflúru á Reykjanesi. Þar verður tilraunin gerð með þessi styrjuseiði. Kavíarframleiðsla er ekki einföld. Fyrst eru hrygnurnar aldar í þrjú ár, eða þar til þær hafa náð um tíu kílóa þyngd. Þá er ómskoðunartækjum beitt til að velja þær sem líklegast verða hrognamestar. Þær eru síðan aldar í að minnsta kosti sjö ár til viðbótar. Til allrar hamingju er fiskurinn sjálfur nýtanlegur þó mestu verðmætin felist vissulega í hrognunum. Panta má þennan varning á netinu en blaðamaður sá dolluverð á bilinu 16 til 28 þúsund krónur, svo þolinmæðin virðist borga sig.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira