Hægt að fara framhjá jafnréttislögum með prestskosningum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 07:00 Til ársins 1987 voru prestar ætíð kosnir af söfnuðinum en þá var tekin upp sú leið að valnefnd, sem skipuð er sóknarbörnum, velji úr umsækjendum. Eftir breytingu er afar sjaldan boðað til kosninga. Á höfuðborgarsvæðinu var það síðast í Garðabæ árið 1997. Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prestvígðra kvenna, telur tvöfalt ráðningarkerfi presta bjóða upp á að farið sé á svig við jafnréttisstefnu kirkjunnar og jafnréttislög landsins. Í langflestum tilfellum velur valnefnd hvers safnaðar sóknarprest og skilar niðurstöðu sinni til biskups Íslands sem svo skipar í embættið. Önnur leið er að söfnuðurinn biðji um almennar kosningar en til þess þarf þriðjungur sóknarbarna að skrifa undir slíka beiðni.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/GVASlíkar kosningar hafa verið boðaðar í Seljaprestakalli 16. ágúst næstkomandi. Valnefnd hafði aftur á móti einróma valið prest síðastliðið vor, karlmann sem hefur starfað við sóknina undanfarin ár, en biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafnaði valinu. Segir hún í samtali við Fréttablaðið að ástæðan hafi verið meðal annars sú að hún taldi jafnréttislög vera brotin með ráðningunni þar sem einn umsækjandinn, kona, væri umtalsvert hæfari hvað varðar menntun og starfsreynslu. Agnes segist hafa haft þrjá kosti; að skipa þann sem hún taldi hæfastan í embættið jafnvel þótt það færi gegn vali nefndarinnar, framlengja frestinn eða auglýsa starfið að nýju. Hún valdi síðasta kostinn. Í kjölfarið söfnuðu sóknarbörn undirskriftum til að halda kosningar og í kjölfarið drógu allir umsækjendur umsókn sína til baka fyrir utan þann sem valnefnd hafði valið og annan karlmann.Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prestvígðra kvenna.mynd/Árni Svanur DaníelssonÞetta segir Kristín Þórunn vera hálfankannalegt ráðningarkerfi. „Það er tvöfalt kerfi í gangi. Í öðru kerfinu gilda landslög og þar af leiðandi jafnréttislög en í hinu kerfinu eru almennar kosningar sem lúta ekki sömu faglegu reglum og hæfnissjónarmiðum. Það býður þeirri hættu heim að ekki sé fylgt jafnréttislögum við ráðningar, heldur farið fram hjá þeim með þessari leið, sem þó er fullkomlega lögleg.“ Aðspurð segist Agnes ekki hafa ákveðið að skipa hæfustu konuna í starfið, jafnvel þótt það sé samkvæmt lögum og í anda jafnréttisstefnu kirkjunnar, því það samræmist ekki gildi lútersku kirkjunnar um að söfnuðurinn velji prest sinn. „Ég ákvað að fara ekki á móti einróma ákvörðun valnefndar enda engum til góðs, hvorki söfnuðinum né prestinum sem skipaður hefði verið með þeim hætti,“ segir Agnes. „En ég ákvað að brjóta ekki jafnréttislög með því að hafna vali nefndarinnar og auglýsa stöðuna aftur. Þannig endaði valið í höndum safnaðarins.“ Agnes segir biskupinn vera langt frá því að vera einvaldur í ráðningu presta og að það geti orðið flókið þegar einn eigi að skipa í embætti en aðrir velja. Það sé þó sú leið sem kirkjuþing hafi komið sér saman um en leiðin sé þó rökrædd á hverju ári enda ekki fullkomin sátt um hana. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prestvígðra kvenna, telur tvöfalt ráðningarkerfi presta bjóða upp á að farið sé á svig við jafnréttisstefnu kirkjunnar og jafnréttislög landsins. Í langflestum tilfellum velur valnefnd hvers safnaðar sóknarprest og skilar niðurstöðu sinni til biskups Íslands sem svo skipar í embættið. Önnur leið er að söfnuðurinn biðji um almennar kosningar en til þess þarf þriðjungur sóknarbarna að skrifa undir slíka beiðni.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/GVASlíkar kosningar hafa verið boðaðar í Seljaprestakalli 16. ágúst næstkomandi. Valnefnd hafði aftur á móti einróma valið prest síðastliðið vor, karlmann sem hefur starfað við sóknina undanfarin ár, en biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafnaði valinu. Segir hún í samtali við Fréttablaðið að ástæðan hafi verið meðal annars sú að hún taldi jafnréttislög vera brotin með ráðningunni þar sem einn umsækjandinn, kona, væri umtalsvert hæfari hvað varðar menntun og starfsreynslu. Agnes segist hafa haft þrjá kosti; að skipa þann sem hún taldi hæfastan í embættið jafnvel þótt það færi gegn vali nefndarinnar, framlengja frestinn eða auglýsa starfið að nýju. Hún valdi síðasta kostinn. Í kjölfarið söfnuðu sóknarbörn undirskriftum til að halda kosningar og í kjölfarið drógu allir umsækjendur umsókn sína til baka fyrir utan þann sem valnefnd hafði valið og annan karlmann.Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prestvígðra kvenna.mynd/Árni Svanur DaníelssonÞetta segir Kristín Þórunn vera hálfankannalegt ráðningarkerfi. „Það er tvöfalt kerfi í gangi. Í öðru kerfinu gilda landslög og þar af leiðandi jafnréttislög en í hinu kerfinu eru almennar kosningar sem lúta ekki sömu faglegu reglum og hæfnissjónarmiðum. Það býður þeirri hættu heim að ekki sé fylgt jafnréttislögum við ráðningar, heldur farið fram hjá þeim með þessari leið, sem þó er fullkomlega lögleg.“ Aðspurð segist Agnes ekki hafa ákveðið að skipa hæfustu konuna í starfið, jafnvel þótt það sé samkvæmt lögum og í anda jafnréttisstefnu kirkjunnar, því það samræmist ekki gildi lútersku kirkjunnar um að söfnuðurinn velji prest sinn. „Ég ákvað að fara ekki á móti einróma ákvörðun valnefndar enda engum til góðs, hvorki söfnuðinum né prestinum sem skipaður hefði verið með þeim hætti,“ segir Agnes. „En ég ákvað að brjóta ekki jafnréttislög með því að hafna vali nefndarinnar og auglýsa stöðuna aftur. Þannig endaði valið í höndum safnaðarins.“ Agnes segir biskupinn vera langt frá því að vera einvaldur í ráðningu presta og að það geti orðið flókið þegar einn eigi að skipa í embætti en aðrir velja. Það sé þó sú leið sem kirkjuþing hafi komið sér saman um en leiðin sé þó rökrædd á hverju ári enda ekki fullkomin sátt um hana.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira