Sala TM Software á Tempo margfaldast Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. ágúst 2014 07:00 Ágúst Sigurðsson, framkvæmdastjóri TM Software, og Pétur Ágústsson, markaðs- og verkefnastjóri Tempo hjá fyrirtækinu. Fréttablaðið/Daníel „Við höfum verið að tvöfalda söluna á hverju ári og reiknum með að geta haldið því áfram,“ segir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TM Software, um rífandi gang sem verið hefur í Tempo-hugbúnaði fyrirtækisins. Áætlanir TM Software gera ráð fyrir að á þessu ári verði seldur Tempo-hugbúnaður fyrir um 700 milljónir króna sem er 75 prósentum yfir sölu síðasta árs og nærri þreföld sala ársins 2012. Þá kom fram í tengslum við hálfsársuppgjör Nýherja, móðurfélags TM Software, undir lok síðasta mánaðar, að á milli ára hefði á þessu ári verið 86 prósenta vöxtur í erlendum tekjum hjá TM Software. „Þessi vöxtur Tempo er okkur afar mikilvægur, allar þær tekjur eru erlendar,“ var þá haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Nýherja, sem sagði að vegna þessa væri tæpur helmingur veltu TM Software í erlendri mynt.Tempo-hugbúnaður TM Software er verkfæri fyrir hugbúnaðarfyrirtæki til verkefnastjórnunar eftir agile-hugmyndafræði sem rutt hefur sér til rúms í upplýsingatæknigeira. Hugbúnaðurinn er viðbót við ástralskan hugbúnað frá fyrirtæki sem nefnist Atlassian. Sá hugbúnaður selst nú „eins og heitar lummur“ út um allan heim, að sögn framkvæmdastjóra TM Software. „Við bætum mjög mikilvægri virkni inn í þann hugbúnað og það hjálpar okkur mjög mikið í allri sölumennsku að vera svona nálægt þeim og höfum nú síðastliðin tvö ár verið með söluhæstu viðbótina ofan á þeirra vöru,“ segir Ágúst. Viðskiptamódelið sé aðeins öðru vísi en gengur og gerist, horft sé til sölu yfir internetið þar sem auðvelt sé að hlaða búnaðinum niður. Hugbúnaðurinn sé hafður tiltölulega ódýr, en horft til sölu á heimsmarkaði og reynt að selja sem flest leyfi. „Við erum komnir með yfir 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og fylgjum mjög vel eftir útbreiðslu Atlassian, sem eru komnir með yfir 25.000 leyfi.“ Samfara örum vexti segist Ágúst gera ráð fyrir því að fyrirtækið haldi áfram að bæta við sig fólki, en núna starfa 40 til 45 starfsmenn við Tempo hjá TM Software. „Við erum búin að ráða mikið á þessu ári,“ segir hann og kveður frekari ráðningar á döfinni á næsta ári. „Við tvöföldum kannski ekki starfsmannafjöldann eins og söluna, en vöxum líka hratt á næsta ári,“ segir hann og telur líklegt að salan á Tempo fari þá yfir milljarð króna. Þá segir Ágúst fyrirtækinu ganga vel að ráða til sín starfsfólk, en heyrst hefur úr upplýsingatæknigeiranum að hörgull sé á tæknimenntuðu starfsfólki. „Við ráðum mikið af ungu fólki og stærri árgangar sem eru að koma út úr skólum núna.“ Eins segir Ágúst að skili sér samstarf við háskólana þar sem fólk hafi unnið lokaverkefni sín hjá TM Software og vilji gjarnan halda áfram að vinna hjá fyrirtækinu í framhaldinu. „Svo hafa margir áhuga á að vinna við að þróa vöru sem seld er á alþjóðlegan markað.“ Margmilljarðamæringar fyrir fertugt Á þessu ári fór metið „virði“ stofnenda Atlassian-hugbúnaðarfyrirtækisins ástralska, þeirra Scotts Farquhar og Mikes Cannon-Brookes, yfir 1,1 milljarð Bandaríkjadala (127 milljarða króna) hjá hvorum þeirra á BRW Rich 200 listanum. Félagarnir eru 34 ára gamlir, vinir síðan í háskóla og stofnuðu fyrirtæki sitt af vanefnum eftir útskrift árið 2002. Hraður vöxtur Núna starfa nærri þúsund manns hjá Atlassian og tekjur á nýliðnu rekstrarári námu um 200 milljónum dala (23,1 milljarði króna). Í farvatninu er svo skráning fyrirtækisins á markað í Bandaríkjunum. Á meðal þekktra fyrirtækja sem notast við hugbúnað Atlassian eru Facebook, Hulu, eBay, Zinga, Twitter, Adobe, Cisco, Netflix, LinkedIn, Apache, Nasa, Audi, og Virgin Media. Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
„Við höfum verið að tvöfalda söluna á hverju ári og reiknum með að geta haldið því áfram,“ segir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TM Software, um rífandi gang sem verið hefur í Tempo-hugbúnaði fyrirtækisins. Áætlanir TM Software gera ráð fyrir að á þessu ári verði seldur Tempo-hugbúnaður fyrir um 700 milljónir króna sem er 75 prósentum yfir sölu síðasta árs og nærri þreföld sala ársins 2012. Þá kom fram í tengslum við hálfsársuppgjör Nýherja, móðurfélags TM Software, undir lok síðasta mánaðar, að á milli ára hefði á þessu ári verið 86 prósenta vöxtur í erlendum tekjum hjá TM Software. „Þessi vöxtur Tempo er okkur afar mikilvægur, allar þær tekjur eru erlendar,“ var þá haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Nýherja, sem sagði að vegna þessa væri tæpur helmingur veltu TM Software í erlendri mynt.Tempo-hugbúnaður TM Software er verkfæri fyrir hugbúnaðarfyrirtæki til verkefnastjórnunar eftir agile-hugmyndafræði sem rutt hefur sér til rúms í upplýsingatæknigeira. Hugbúnaðurinn er viðbót við ástralskan hugbúnað frá fyrirtæki sem nefnist Atlassian. Sá hugbúnaður selst nú „eins og heitar lummur“ út um allan heim, að sögn framkvæmdastjóra TM Software. „Við bætum mjög mikilvægri virkni inn í þann hugbúnað og það hjálpar okkur mjög mikið í allri sölumennsku að vera svona nálægt þeim og höfum nú síðastliðin tvö ár verið með söluhæstu viðbótina ofan á þeirra vöru,“ segir Ágúst. Viðskiptamódelið sé aðeins öðru vísi en gengur og gerist, horft sé til sölu yfir internetið þar sem auðvelt sé að hlaða búnaðinum niður. Hugbúnaðurinn sé hafður tiltölulega ódýr, en horft til sölu á heimsmarkaði og reynt að selja sem flest leyfi. „Við erum komnir með yfir 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og fylgjum mjög vel eftir útbreiðslu Atlassian, sem eru komnir með yfir 25.000 leyfi.“ Samfara örum vexti segist Ágúst gera ráð fyrir því að fyrirtækið haldi áfram að bæta við sig fólki, en núna starfa 40 til 45 starfsmenn við Tempo hjá TM Software. „Við erum búin að ráða mikið á þessu ári,“ segir hann og kveður frekari ráðningar á döfinni á næsta ári. „Við tvöföldum kannski ekki starfsmannafjöldann eins og söluna, en vöxum líka hratt á næsta ári,“ segir hann og telur líklegt að salan á Tempo fari þá yfir milljarð króna. Þá segir Ágúst fyrirtækinu ganga vel að ráða til sín starfsfólk, en heyrst hefur úr upplýsingatæknigeiranum að hörgull sé á tæknimenntuðu starfsfólki. „Við ráðum mikið af ungu fólki og stærri árgangar sem eru að koma út úr skólum núna.“ Eins segir Ágúst að skili sér samstarf við háskólana þar sem fólk hafi unnið lokaverkefni sín hjá TM Software og vilji gjarnan halda áfram að vinna hjá fyrirtækinu í framhaldinu. „Svo hafa margir áhuga á að vinna við að þróa vöru sem seld er á alþjóðlegan markað.“ Margmilljarðamæringar fyrir fertugt Á þessu ári fór metið „virði“ stofnenda Atlassian-hugbúnaðarfyrirtækisins ástralska, þeirra Scotts Farquhar og Mikes Cannon-Brookes, yfir 1,1 milljarð Bandaríkjadala (127 milljarða króna) hjá hvorum þeirra á BRW Rich 200 listanum. Félagarnir eru 34 ára gamlir, vinir síðan í háskóla og stofnuðu fyrirtæki sitt af vanefnum eftir útskrift árið 2002. Hraður vöxtur Núna starfa nærri þúsund manns hjá Atlassian og tekjur á nýliðnu rekstrarári námu um 200 milljónum dala (23,1 milljarði króna). Í farvatninu er svo skráning fyrirtækisins á markað í Bandaríkjunum. Á meðal þekktra fyrirtækja sem notast við hugbúnað Atlassian eru Facebook, Hulu, eBay, Zinga, Twitter, Adobe, Cisco, Netflix, LinkedIn, Apache, Nasa, Audi, og Virgin Media.
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent