Fullveldisframsal án fyrirsvars Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 22. júlí 2014 07:00 Íslensk stjórnvöld skipuðu nýverið nefndir og hópa til að bæta „snemmgreiningu á EES-löggjöf“ svo ráðherrar og embættismenn geti beðið ESB, óformlega og vinsamlegast, að þróa ekki löggjöf sem gæti komið sér illa fyrir Ísland. Þetta er hin „eflda hagsmunagæsla á vettvangi EES“ sem íslensk stjórnvöld boða í dag. Stjórnvöld virðast ætla sér það sem hin EES-ríkin hafa viðurkennt að virki ekki. Meira að segja Norðmenn, með alla sína fjárhagslegu getu og mannafla, segja að tilraunir til efldrar hagsmunagæslu í Brussel hafi ekki gengið sem skyldi. Við neyðumst því til að sætta okkur við það að á meðan við erum EES-ríki þá höfum við ekki sambærilegt áhrifavald á evrópsk-íslenska löggjöf og aðildarríki ESB og stöndum þeim þar af leiðandi ekki jafnfætis.„Efld hagsmunagæsla“ – orðin tóm? Eins og sakir standa er Ísland ófært um að taka þátt í Evrópusamstarfi á jafningjagrundvelli við aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta er óumflýjanleg staðreynd og afleiðing aukaaðildar Íslands að ESB. Allar ákvarðanir um EES-löggjöf eru nefnilega teknar af Evrópusambandinu en Íslendingar hafa hvorki tillögu- né atkvæðisrétt þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar um þessa evrópsk-íslensku löggjöf eru teknar. Sem EES-ríki hefur Ísland þar af leiðandi ekki jafna aðkomu á við aðildarríki Evrópusambandsins að mótun löggjafar sem við erum skuldbundin til að fara eftir. Ísland framselur því mikil völd yfir innanríkismálum landsins til ESB án þess þó að fá ákvarðanatökuvald í staðinn, líkt og nágrannaþjóðir okkar í ESB hafa fengið.Evrópustefnan Í nýrri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera sýnilegt í Evrópusamstarfi og taka þátt í því á jafningjagrundvelli. Þetta er metnaðarfullt markmið og virðingarvert en aðferðirnar að settu marki eru ekki nægilega vel ígrundaðar. Á meðan Ísland tekur ekki þátt í ákvarðanatöku á vettvangi ESB, þá stöndum við því miður skör lægra en þjóðir Evrópusambandsins. Spurningin er hvort sé betra fyrir ríki eins og Ísland: Að halda áfram að framselja stóran hluta fullveldisins og fá ekkert ákvarðanatökuvald í staðinn, eða að taka sér ákvarðanatökuvald til jafns við nágrannaríki okkar í Evrópusambandinu og lágmarka þannig það fullveldisframsal sem nú þegar er orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skipuðu nýverið nefndir og hópa til að bæta „snemmgreiningu á EES-löggjöf“ svo ráðherrar og embættismenn geti beðið ESB, óformlega og vinsamlegast, að þróa ekki löggjöf sem gæti komið sér illa fyrir Ísland. Þetta er hin „eflda hagsmunagæsla á vettvangi EES“ sem íslensk stjórnvöld boða í dag. Stjórnvöld virðast ætla sér það sem hin EES-ríkin hafa viðurkennt að virki ekki. Meira að segja Norðmenn, með alla sína fjárhagslegu getu og mannafla, segja að tilraunir til efldrar hagsmunagæslu í Brussel hafi ekki gengið sem skyldi. Við neyðumst því til að sætta okkur við það að á meðan við erum EES-ríki þá höfum við ekki sambærilegt áhrifavald á evrópsk-íslenska löggjöf og aðildarríki ESB og stöndum þeim þar af leiðandi ekki jafnfætis.„Efld hagsmunagæsla“ – orðin tóm? Eins og sakir standa er Ísland ófært um að taka þátt í Evrópusamstarfi á jafningjagrundvelli við aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta er óumflýjanleg staðreynd og afleiðing aukaaðildar Íslands að ESB. Allar ákvarðanir um EES-löggjöf eru nefnilega teknar af Evrópusambandinu en Íslendingar hafa hvorki tillögu- né atkvæðisrétt þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar um þessa evrópsk-íslensku löggjöf eru teknar. Sem EES-ríki hefur Ísland þar af leiðandi ekki jafna aðkomu á við aðildarríki Evrópusambandsins að mótun löggjafar sem við erum skuldbundin til að fara eftir. Ísland framselur því mikil völd yfir innanríkismálum landsins til ESB án þess þó að fá ákvarðanatökuvald í staðinn, líkt og nágrannaþjóðir okkar í ESB hafa fengið.Evrópustefnan Í nýrri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera sýnilegt í Evrópusamstarfi og taka þátt í því á jafningjagrundvelli. Þetta er metnaðarfullt markmið og virðingarvert en aðferðirnar að settu marki eru ekki nægilega vel ígrundaðar. Á meðan Ísland tekur ekki þátt í ákvarðanatöku á vettvangi ESB, þá stöndum við því miður skör lægra en þjóðir Evrópusambandsins. Spurningin er hvort sé betra fyrir ríki eins og Ísland: Að halda áfram að framselja stóran hluta fullveldisins og fá ekkert ákvarðanatökuvald í staðinn, eða að taka sér ákvarðanatökuvald til jafns við nágrannaríki okkar í Evrópusambandinu og lágmarka þannig það fullveldisframsal sem nú þegar er orðið.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun