Óhefðbundin meðferð við krabbameinum Sigmundur Guðbjarnason skrifar 18. júlí 2014 07:00 Í þýska tímaritinu Focus birtist nýlega (júní 2014) athyglisverð grein um ýmis ný meðferðarúrræði við krabbameinum sem væru í þróun og lofuðu góðu. Fjallað er um einar sex mismunandi leiðir í baráttunni. Þessar rannsóknir eru komnar mislangt og verða meðferðirnar væntanlega mjög kostnaðarsamar. Hefðbundnar meðferðir við krabbameinum hafa gefist misvel, stundum tekst að lækna meinið en of oft skilar meðferðin ekki tilætluðum árangri. Bent er á að enn sé aðeins hægt að lækna um helming krabbameinssjúklinga. Þótt stór hluti sjúklinga sé aldraðir þá er mikill fjöldi fólks á fertugs- og fimmtugsaldri að deyja úr krabbameinum. Mikill áhugi er á óhefðbundnum meðferðum við krabbameinum og hafa menn farið ýmsar leiðir í örvæntingarfullri leit að leiðum til að stöðva vöxt á krabbameininu og jafnvel eyða því þegar hefðbundnar meðferðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Stundum hefur slík leit skilað þeim árangri sem að var stefnt. Læknar eru tregir til að mæla með óhefðbundnum meðferðum og vilja eðlilega bíða eftir klínískum rannsóknum á gagnsemi slíkra meðferða. Klínískar rannsóknir taka oft langan tíma og eru verulega kostnaðarsamar. Áhugi lyfjafyrirtækja er yfirleitt lítill á náttúruefnum ef ekki er unnt að taka einkaleyfi á virku náttúruefnunum. Hér í þessari grein verður bent á eina óhefðbundna meðferð á krabbameinum sem hefur í mörgum tilfellum skilað mjög góðum árangri, stöðvað vöxt á krabbameininu og jafnvel eytt æxlunum. Íslenskir og erlendir einstaklingar sem voru með krabbamein hafa fengið bata. Aðferðin er einföld og ódýr og hráefnið er krydd sem er fáanlegt í næstu matvöruverslun.Kryddjurtir og krabbamein Eitt af þeim efnum sem mikið er rannsakað og fjallað verður um er curcumin sem er í rótinni á turmerik en það er einkum í kryddblöndunni karrý. Kryddjurtir hafa verið notaðar til að styrkja forvarnir í baráttu við ýmsa sjúkdóma. Rannsóknarvirkni á þessu sviði fer ört vaxandi og er unnt að fylgjast með fjölda ritrýndra vísindagreina í gagnagrunninum PubMed (US National Library of Medicine). Þar má sjá að 2.540 greinar hafa verið birtar um curcumin og krabbamein, 279 greinar um engifer og krabbamein og 42 greinar um svartan pipar og krabbamein. Þessar rannsóknir sýna að efni þessi geta hindrað vöxt margvíslegra krabbameina og jafnvel stuðlað að eyðingu þeirra. Erfitt reyndist að finna leið til að auka frásog eða upptöku curcumins í blóðið því frásogið var lítið og niðurbrotið var ört. Farnar hafa verið ýmsar leiðir en einfaldasta leiðin reyndist vera að nota samhliða túrmerikdufti svartan pipar. Virka efnið í turmeric er curcumin og tvö önnur áþekk curcumin efni en piperine nefnist virka efnið sem er í svörtum pipar. Frásog eða upptaka curcumins í blóðið gengur hægt og curcumin brotnar einnig hratt niður í líkamanum og gefur því minni virkni en við var búist. Með því að nota samtímis svarta piparinn þá dregur piperine sem kemur úr piparnum úr niðurbrotinu á curcumin og margfaldar upptöku eða frásog á curcumin og gerir það miklu virkara. Rannsóknir sýna að curcumin og piperine eru skaðlaus efni sem virka gegn krabbameinsfrumum og krabbameinsæxlum og einnig almennt gegn bólgum og ýmsum bólgutengdum sjúkdómum. Er mönnum bent á að kynna sér þessa umfjöllun á netinu. Sýnt hefur verið í fjölda klínískra rannsókna að turmerik og pipar eru örugg til neyslu enda hafa þau verið notuð um aldir sem krydd við matseld. Ef þið hafið hug á að prófa curcumin jurtaseyði (þ.e. túrmerik og pipar ásamt engifer, sem er að finna í kryddhillum matvöruverslana) þá er hér ein ódýr uppskrift: Takið einn lítra af eplasafa (eða vatni) og hitið að suðu. Látið tvær teskeiðar af túrmerikdufti og eina teskeið af möluðum svörtum pipar út í vökvann ásamt um 2-3 grömm af niðursneiddu afhýddu engifer og hrærið vel. Hitið að suðumarki í 5-10 mín., kælið niður og síið svo í gegnum grisju. Látið síðan jurtaveigina á glerflösku og drekkið 1 glas á dag í forvarnarskyni en 3-4 glös ef hugað er að meðferð við krabbameini. Þessi drykkur fær bragð af engifer og bragðast ágætlega. Engin neikvæð áhrif hafa komið fram við neyslu og hafa margir krabbameinssjúklingar haft mikið gagn af þessu seyði. Hafa sumir krabbameinssjúklingar jafnvel notað þetta seyði samhliða lyfjameðferð en ráðlegt er þá að gera það með vitund læknisins. Tilvísanir: Curcumin: a promising agent targeting cancer stem cells. Zang S, Liu T, Shi J, Qiao L. Anticancer Agents Med Chem. 2014;14(6):787-92. Curcumin in chemoprevention of breast cancer. Terlikowska K, Witkowska A, Terlikowski S. Postepy Hig Med Dosw (Online). 2014 Jan 2;68(0):571-8. doi: 10.5604/17322693.1102294. Curcumin and lung cancer-a review. Mehta HJ, Patel V, Sadikot RT. Target Oncol. 2014 May 21. [Epub ahead of print] Molecular approaches toward targeted cancer prevention with some food plants and their products: inflammatory and other signal pathways. Khuda-Bukhsh AR, Das S, Saha SK. Nutr Cancer. 2014;66(2):194-205. doi: 10.1080/01635581.2014.864420. Epub 2013 Dec 30. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þýska tímaritinu Focus birtist nýlega (júní 2014) athyglisverð grein um ýmis ný meðferðarúrræði við krabbameinum sem væru í þróun og lofuðu góðu. Fjallað er um einar sex mismunandi leiðir í baráttunni. Þessar rannsóknir eru komnar mislangt og verða meðferðirnar væntanlega mjög kostnaðarsamar. Hefðbundnar meðferðir við krabbameinum hafa gefist misvel, stundum tekst að lækna meinið en of oft skilar meðferðin ekki tilætluðum árangri. Bent er á að enn sé aðeins hægt að lækna um helming krabbameinssjúklinga. Þótt stór hluti sjúklinga sé aldraðir þá er mikill fjöldi fólks á fertugs- og fimmtugsaldri að deyja úr krabbameinum. Mikill áhugi er á óhefðbundnum meðferðum við krabbameinum og hafa menn farið ýmsar leiðir í örvæntingarfullri leit að leiðum til að stöðva vöxt á krabbameininu og jafnvel eyða því þegar hefðbundnar meðferðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Stundum hefur slík leit skilað þeim árangri sem að var stefnt. Læknar eru tregir til að mæla með óhefðbundnum meðferðum og vilja eðlilega bíða eftir klínískum rannsóknum á gagnsemi slíkra meðferða. Klínískar rannsóknir taka oft langan tíma og eru verulega kostnaðarsamar. Áhugi lyfjafyrirtækja er yfirleitt lítill á náttúruefnum ef ekki er unnt að taka einkaleyfi á virku náttúruefnunum. Hér í þessari grein verður bent á eina óhefðbundna meðferð á krabbameinum sem hefur í mörgum tilfellum skilað mjög góðum árangri, stöðvað vöxt á krabbameininu og jafnvel eytt æxlunum. Íslenskir og erlendir einstaklingar sem voru með krabbamein hafa fengið bata. Aðferðin er einföld og ódýr og hráefnið er krydd sem er fáanlegt í næstu matvöruverslun.Kryddjurtir og krabbamein Eitt af þeim efnum sem mikið er rannsakað og fjallað verður um er curcumin sem er í rótinni á turmerik en það er einkum í kryddblöndunni karrý. Kryddjurtir hafa verið notaðar til að styrkja forvarnir í baráttu við ýmsa sjúkdóma. Rannsóknarvirkni á þessu sviði fer ört vaxandi og er unnt að fylgjast með fjölda ritrýndra vísindagreina í gagnagrunninum PubMed (US National Library of Medicine). Þar má sjá að 2.540 greinar hafa verið birtar um curcumin og krabbamein, 279 greinar um engifer og krabbamein og 42 greinar um svartan pipar og krabbamein. Þessar rannsóknir sýna að efni þessi geta hindrað vöxt margvíslegra krabbameina og jafnvel stuðlað að eyðingu þeirra. Erfitt reyndist að finna leið til að auka frásog eða upptöku curcumins í blóðið því frásogið var lítið og niðurbrotið var ört. Farnar hafa verið ýmsar leiðir en einfaldasta leiðin reyndist vera að nota samhliða túrmerikdufti svartan pipar. Virka efnið í turmeric er curcumin og tvö önnur áþekk curcumin efni en piperine nefnist virka efnið sem er í svörtum pipar. Frásog eða upptaka curcumins í blóðið gengur hægt og curcumin brotnar einnig hratt niður í líkamanum og gefur því minni virkni en við var búist. Með því að nota samtímis svarta piparinn þá dregur piperine sem kemur úr piparnum úr niðurbrotinu á curcumin og margfaldar upptöku eða frásog á curcumin og gerir það miklu virkara. Rannsóknir sýna að curcumin og piperine eru skaðlaus efni sem virka gegn krabbameinsfrumum og krabbameinsæxlum og einnig almennt gegn bólgum og ýmsum bólgutengdum sjúkdómum. Er mönnum bent á að kynna sér þessa umfjöllun á netinu. Sýnt hefur verið í fjölda klínískra rannsókna að turmerik og pipar eru örugg til neyslu enda hafa þau verið notuð um aldir sem krydd við matseld. Ef þið hafið hug á að prófa curcumin jurtaseyði (þ.e. túrmerik og pipar ásamt engifer, sem er að finna í kryddhillum matvöruverslana) þá er hér ein ódýr uppskrift: Takið einn lítra af eplasafa (eða vatni) og hitið að suðu. Látið tvær teskeiðar af túrmerikdufti og eina teskeið af möluðum svörtum pipar út í vökvann ásamt um 2-3 grömm af niðursneiddu afhýddu engifer og hrærið vel. Hitið að suðumarki í 5-10 mín., kælið niður og síið svo í gegnum grisju. Látið síðan jurtaveigina á glerflösku og drekkið 1 glas á dag í forvarnarskyni en 3-4 glös ef hugað er að meðferð við krabbameini. Þessi drykkur fær bragð af engifer og bragðast ágætlega. Engin neikvæð áhrif hafa komið fram við neyslu og hafa margir krabbameinssjúklingar haft mikið gagn af þessu seyði. Hafa sumir krabbameinssjúklingar jafnvel notað þetta seyði samhliða lyfjameðferð en ráðlegt er þá að gera það með vitund læknisins. Tilvísanir: Curcumin: a promising agent targeting cancer stem cells. Zang S, Liu T, Shi J, Qiao L. Anticancer Agents Med Chem. 2014;14(6):787-92. Curcumin in chemoprevention of breast cancer. Terlikowska K, Witkowska A, Terlikowski S. Postepy Hig Med Dosw (Online). 2014 Jan 2;68(0):571-8. doi: 10.5604/17322693.1102294. Curcumin and lung cancer-a review. Mehta HJ, Patel V, Sadikot RT. Target Oncol. 2014 May 21. [Epub ahead of print] Molecular approaches toward targeted cancer prevention with some food plants and their products: inflammatory and other signal pathways. Khuda-Bukhsh AR, Das S, Saha SK. Nutr Cancer. 2014;66(2):194-205. doi: 10.1080/01635581.2014.864420. Epub 2013 Dec 30.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar