Hundrað ára sýn Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2014 07:00 Einn vandi stjórnmálanna er að við hugsum í fjögurra ára kjörtímabilum. Stóru málin á verksviði stjórnmálanna verða þó ekki leyst á svo skömmum tíma heldur þarf mun lengri tíma til að marka þar stefnu og fylgja henni eftir. Loftslagsbreytingar eru ágætt dæmi um málaflokk sem allir vita að mun hafa gríðarleg áhrif á líf okkar en mörgum reynist samt erfitt að eiga við því þar duga engar skammtímalausnir. Þegar við hugsum hlutina til langs tíma – til dæmis til næstu 100 ára – er augljóst að grípa þarf til róttækra aðgerða til að vinda ofan af þessari þróun. Með samstilltu átaki er bæði hægt að draga úr þessari þróun og skipuleggja viðbrögð. Þá þarf hins vegar að hugsa til lengri tíma en fjögurra ára. Það er hollt að spyrja sig spurningarinnar „Hvar viljum við vera eftir 100 ár?“ í tengslum við fleiri málaflokka. Á sama tíma og hagvöxtur eykst víða, fjölgar fátækum. Hagvöxturinn skilar sér ekki í bættum hag þeirra sem minnst hafa milli handanna heldur fer hlutfallslega mest til þeirra sem þegar eru mjög ríkir. Í þessu samhengi má benda á nýlega bók hagfræðingsins Thomas Piketty, sem skjalfestir þessa þróun í mjög ítarlegu máli. Þessu þarf að breyta þannig að verðmætin dreifist jafnar og komi öllum, ekki aðeins sumum, til góða. Í þessu samhengi má einnig benda á að samkvæmt nýlegri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei verið fleiri á flótta undan átökum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hér er því aftur á ferð vandamál sem ekki verður leyst að fullu á fjórum árum en væri verðugt verkefni stjórnmálanna næstu 100 árin. Að lokum er rétt að nefna stjórnskipulagið sjálft, lýðræðið. Hingað til hefur lýðræði verið tengt við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á fjögurra ára fresti, en í grunninn snýst lýðræði um að fólk – „lýðurinn“ – hafi aðkomu að sameiginlegum ákvörðunum samfélagsins. Slíka aðkomu má tryggja með margs konar hætti öðrum en hefðbundnum atkvæðagreiðslum. Eitt af stóru verkefnum stjórnmálanna næstu 100 árin er að auka lýðræðislega þátttöku borgaranna og draga úr vægi sérhagsmuna í opinberri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Einn vandi stjórnmálanna er að við hugsum í fjögurra ára kjörtímabilum. Stóru málin á verksviði stjórnmálanna verða þó ekki leyst á svo skömmum tíma heldur þarf mun lengri tíma til að marka þar stefnu og fylgja henni eftir. Loftslagsbreytingar eru ágætt dæmi um málaflokk sem allir vita að mun hafa gríðarleg áhrif á líf okkar en mörgum reynist samt erfitt að eiga við því þar duga engar skammtímalausnir. Þegar við hugsum hlutina til langs tíma – til dæmis til næstu 100 ára – er augljóst að grípa þarf til róttækra aðgerða til að vinda ofan af þessari þróun. Með samstilltu átaki er bæði hægt að draga úr þessari þróun og skipuleggja viðbrögð. Þá þarf hins vegar að hugsa til lengri tíma en fjögurra ára. Það er hollt að spyrja sig spurningarinnar „Hvar viljum við vera eftir 100 ár?“ í tengslum við fleiri málaflokka. Á sama tíma og hagvöxtur eykst víða, fjölgar fátækum. Hagvöxturinn skilar sér ekki í bættum hag þeirra sem minnst hafa milli handanna heldur fer hlutfallslega mest til þeirra sem þegar eru mjög ríkir. Í þessu samhengi má benda á nýlega bók hagfræðingsins Thomas Piketty, sem skjalfestir þessa þróun í mjög ítarlegu máli. Þessu þarf að breyta þannig að verðmætin dreifist jafnar og komi öllum, ekki aðeins sumum, til góða. Í þessu samhengi má einnig benda á að samkvæmt nýlegri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei verið fleiri á flótta undan átökum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hér er því aftur á ferð vandamál sem ekki verður leyst að fullu á fjórum árum en væri verðugt verkefni stjórnmálanna næstu 100 árin. Að lokum er rétt að nefna stjórnskipulagið sjálft, lýðræðið. Hingað til hefur lýðræði verið tengt við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á fjögurra ára fresti, en í grunninn snýst lýðræði um að fólk – „lýðurinn“ – hafi aðkomu að sameiginlegum ákvörðunum samfélagsins. Slíka aðkomu má tryggja með margs konar hætti öðrum en hefðbundnum atkvæðagreiðslum. Eitt af stóru verkefnum stjórnmálanna næstu 100 árin er að auka lýðræðislega þátttöku borgaranna og draga úr vægi sérhagsmuna í opinberri ákvarðanatöku.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun