Landbúnaður; hefðbundinn, vistvænn, lífrænn Jóhannes Gunnarsson skrifar 16. júlí 2014 07:00 Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um svokallaða vistvæna eða gæðastýrða landbúnaðarframleiðslu í fjölmiðlum. Um leið koma fyrir hugtökin „hefðbundin“ og „lífræn“ framleiðsla sem eðlilegt er. En þá eru margir neytendur löngu hættir að fylgjast með og botna lítið í þeim hugtökum sem nefnd hafa verið hér.„Gæðastýrður“ landbúnaður Strax í aðdraganda að setningu reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu lögðust Neytendasamtökin gegn þessari reglugerð sem tók gildi 1998. Bent var á að í raun væri aðeins um tvær megintegundir landbúðarvara að ræða, annars vegar vörur framleiddar á hefðbundinn hátt og hins vegar lífrænar vörur. Það sé hins vegar að mati Neytendasamtakanna eðlilegt að tryggt sé að íslenskar landbúnaðarvörur séu heilnæmar og góðar. Því er eðlilegt að reglur sem gilda um gæðastýrðan/vistvænan landbúnað séu grunnur þeirra krafna sem gerðar eru til hefðbundinnar framleiðslu. Það skapar aukin sóknarfæri bæði hér heima og erlendis með auknum heimsviðskiptum með þessar vörur. En það á ekki að rugla neytendur með einhverju orðskrípi sem stendur ekki fyrir neinu og er jafnvel villandi.Ekkert eftirlit – öllu blandað saman Fram hefur komið að innlenda grænmetið sem selt er í verslunum sé í langflestum tilvikum í umbúðum merkt „vistvænt“. En því er líka haldið fram að það sé bara ekki alltaf svo „vistvænt“. Það vanti allt eftirlit og seljendur hafi sumir hverjir ræktað á þann hátt sem þeim hefur hentað. Blekkingin sem þarna á sér stað gerir hugtakið „vistvænt“ innantómt og ómarktækt og er niðurlægjandi fyrir landbúnaðinn og neytendur í leiðinni. Og enn heldur bullið áfram. Nú hefur komið fram að ekki sé hægt að merkja „vistvæna“ lambakjötið sérstaklega því þá verður lífsins ómögulegt að selja það „ógæðastýrða“. Allavega fá neytendur ekkert að vita af þessu „vistvæna“ kjöti enda öllu blandað saman hjá sláturleyfishafa.Hættum þessu „vistvæna“ rugli Eins og sagði í upphafi þá hafa Neytendasamtökin alltaf verið á móti orðanotkuninni „vistvænt“ eða „gæðastýrt”. Við höfum talið hana vera villandi fyrir neytendur hvernig sem á það er litið; hugmyndafræðina á bak við vistvæna vottun og reynsluna af henni. Alvarlegast er þó hve margir neytendur ruglast á orðunum lífrænt og vistvænt. Fyrir létu Neytendasamtökin kanna þekkingu neytenda á orðunum vistvænt og lífrænt. Niðurstaðan var að 63% aðspurðra töldu sig vita muninn. En með viðbótarspurningum reyndust aðeins 37% þekkja muninn í raun. Þegar mismunandi hugtök ruglast svona í höfðinu á okkur, þá eru slíkar merkingar villandi að mati Neytendasamtakanna.Eflum lífræna framleiðslu Hins vegar höfum við svo lífrænan landbúnað. Hann byggir á viðurkenndum erlendum stöðlum og reglum og vottunaraðili heldur upp virku eftirliti með þeim sem merkja vörur sínar lífrænt vottaðar. Eftirspurn eftir lífrænum vörum hefur verið að aukast mikið, ekki síst í nágrannalöndum okkar. Hér sjáum við það sama með auknu framboði, þó þar þurfi enn að bæta miklu við. Þess má geta að Neytendasamtökin sendu kvörtun til Samkeppnisstofnunar í sept. 2003 um hversu villandi vistvæn vottun væri gagnvart þeirri lífrænu og sem væri blekkjandi fyrir neytendur. En því miður var erindi samtakanna ekki tekið til greina. Það hefur lengi verið sannfæring þess sem þetta skrifar að með aukinni framleiðslu á lífrænum landbúnaðarvörum værum við að styrkja stöðu okkar inn í framtíðina. Nokkur rök hafa komið fram þar um hér að framan. En það kostar bændur að breyta framleiðslu sinni yfir í lífræna. Í nágrannalöndum okkar hafa bændur fengið eðlilega styrki til slíkra breytinga. Hér hafa þeir hins vegar verið smánarlitlir og í engu samræmi við tilkostnað og í raun hefur vistvæn vottun gert lífrænni framleiðslu erfiðara fyrir. Þessu verður að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um svokallaða vistvæna eða gæðastýrða landbúnaðarframleiðslu í fjölmiðlum. Um leið koma fyrir hugtökin „hefðbundin“ og „lífræn“ framleiðsla sem eðlilegt er. En þá eru margir neytendur löngu hættir að fylgjast með og botna lítið í þeim hugtökum sem nefnd hafa verið hér.„Gæðastýrður“ landbúnaður Strax í aðdraganda að setningu reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu lögðust Neytendasamtökin gegn þessari reglugerð sem tók gildi 1998. Bent var á að í raun væri aðeins um tvær megintegundir landbúðarvara að ræða, annars vegar vörur framleiddar á hefðbundinn hátt og hins vegar lífrænar vörur. Það sé hins vegar að mati Neytendasamtakanna eðlilegt að tryggt sé að íslenskar landbúnaðarvörur séu heilnæmar og góðar. Því er eðlilegt að reglur sem gilda um gæðastýrðan/vistvænan landbúnað séu grunnur þeirra krafna sem gerðar eru til hefðbundinnar framleiðslu. Það skapar aukin sóknarfæri bæði hér heima og erlendis með auknum heimsviðskiptum með þessar vörur. En það á ekki að rugla neytendur með einhverju orðskrípi sem stendur ekki fyrir neinu og er jafnvel villandi.Ekkert eftirlit – öllu blandað saman Fram hefur komið að innlenda grænmetið sem selt er í verslunum sé í langflestum tilvikum í umbúðum merkt „vistvænt“. En því er líka haldið fram að það sé bara ekki alltaf svo „vistvænt“. Það vanti allt eftirlit og seljendur hafi sumir hverjir ræktað á þann hátt sem þeim hefur hentað. Blekkingin sem þarna á sér stað gerir hugtakið „vistvænt“ innantómt og ómarktækt og er niðurlægjandi fyrir landbúnaðinn og neytendur í leiðinni. Og enn heldur bullið áfram. Nú hefur komið fram að ekki sé hægt að merkja „vistvæna“ lambakjötið sérstaklega því þá verður lífsins ómögulegt að selja það „ógæðastýrða“. Allavega fá neytendur ekkert að vita af þessu „vistvæna“ kjöti enda öllu blandað saman hjá sláturleyfishafa.Hættum þessu „vistvæna“ rugli Eins og sagði í upphafi þá hafa Neytendasamtökin alltaf verið á móti orðanotkuninni „vistvænt“ eða „gæðastýrt”. Við höfum talið hana vera villandi fyrir neytendur hvernig sem á það er litið; hugmyndafræðina á bak við vistvæna vottun og reynsluna af henni. Alvarlegast er þó hve margir neytendur ruglast á orðunum lífrænt og vistvænt. Fyrir létu Neytendasamtökin kanna þekkingu neytenda á orðunum vistvænt og lífrænt. Niðurstaðan var að 63% aðspurðra töldu sig vita muninn. En með viðbótarspurningum reyndust aðeins 37% þekkja muninn í raun. Þegar mismunandi hugtök ruglast svona í höfðinu á okkur, þá eru slíkar merkingar villandi að mati Neytendasamtakanna.Eflum lífræna framleiðslu Hins vegar höfum við svo lífrænan landbúnað. Hann byggir á viðurkenndum erlendum stöðlum og reglum og vottunaraðili heldur upp virku eftirliti með þeim sem merkja vörur sínar lífrænt vottaðar. Eftirspurn eftir lífrænum vörum hefur verið að aukast mikið, ekki síst í nágrannalöndum okkar. Hér sjáum við það sama með auknu framboði, þó þar þurfi enn að bæta miklu við. Þess má geta að Neytendasamtökin sendu kvörtun til Samkeppnisstofnunar í sept. 2003 um hversu villandi vistvæn vottun væri gagnvart þeirri lífrænu og sem væri blekkjandi fyrir neytendur. En því miður var erindi samtakanna ekki tekið til greina. Það hefur lengi verið sannfæring þess sem þetta skrifar að með aukinni framleiðslu á lífrænum landbúnaðarvörum værum við að styrkja stöðu okkar inn í framtíðina. Nokkur rök hafa komið fram þar um hér að framan. En það kostar bændur að breyta framleiðslu sinni yfir í lífræna. Í nágrannalöndum okkar hafa bændur fengið eðlilega styrki til slíkra breytinga. Hér hafa þeir hins vegar verið smánarlitlir og í engu samræmi við tilkostnað og í raun hefur vistvæn vottun gert lífrænni framleiðslu erfiðara fyrir. Þessu verður að breyta.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun