Þyngri refsingar fyrir kynferðisbrot Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Dómur Hæstaréttar frá 12. júní yfir 34 ára karlmanni hefur vakið athygli þar sem fágætt er að maður sé dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn barni. Það hefur gerst tvisvar sinnum áður, árið 1961 og 1983. Málavextir voru þeir að maður, sem hafði verið í langvarandi fíkniefnaneyslu, ók upp að 10 ára telpu á leið heim úr skóla. Hann fór út úr bílnum og réðst fyrirvaralaust á hana. Þegar hún hrópaði á hjálp tók hann fyrir munn hennar, ýtti henni inn í bifreiðina, lét hana leggjast á gólfið og huldi hana fötum. Hann ók með hana á afvikinn stað og hélt henni fanginni. Hann villti á sér heimildir og sagðist vera lögreglumaður sem hefði það verkefni að líkja eftir alvöru barnsráni til að sýna fram á að það væri ekkert hættulegt að taka börn upp í bifreið. Hann beitti hana grófu kynferðislegu ofbeldi og tók hreyfimynd og ljósmyndir af verknaðinum á símann sinn. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nema barnið á brott, svipta það frelsi og brjóta gegn kynfrelsi þess. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotið hafi verið þaulskipulagt og lýsti styrkum og einbeittum brotavilja. Það hafi beinst að varnarlausu barni, sem átti sér einskis ills von og að maðurinn hafi svipt telpuna frelsi í rúmar tvær klukkustundir. Þá hafi hann reynt að leyna brotunum eftir verknaðinn með því að afmá verksummerki. Þá var litið til þess að afleiðingar brotanna hafi reynst telpunni þungbærar og hafi haft mikil áhrif á líf hennar. Hæstiréttur dæmdi manninn í 10 ára fangelsi, en héraðsdómur hafði dæmt hann í 7 ára fangelsi.Tvisvar áður 10 ára dómar Tvisvar áður hefur maður verið dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að ráðast á barn og beita það kynferðisofbeldi. Fyrra brotið var framið árið 1961 og hið síðara 1983. Í fyrra málinu réðst ölvaður karlmaður á 12 ára telpu á barnaleikvelli að kvöldlagi. Telpan var á heimleið eftir að hafa verið með vinkonum sínum og stytti sér leið yfir leikvöllinn. Maðurinn, sem var þrítugur, nauðgaði telpunni eftir að hafa skorið utan af henni fötin með hnífi. Hann beitti grófu ofbeldi við verknaðinn, m.a. sló hann höfði telpunnar við steinvegg svo hún missti meðvitund. Í seinna málinu var tæplega þrítugur karlmaður sakfelldur fyrir að misþyrma á hrottafenginn hátt 15 ára stúlku sem hann reyndi að nauðga. Stúlkan þekkti manninn ekki. Hann barði hana ítrekað í höfuðið með grjóti og beitti hættulegu verkfæri á viðkvæma líkamshluta hennar. Þessi þrjú mál eiga það sameiginlegt að brotamennirnir eru með öllu ókunnugir fórnarlambinu og beita sérlega meiðandi aðferðum. Í eldri málunum voru stúlkurnar beittar hrottafengnu ofbeldi og í því nýja var stúlkan numin á brott og haldið fanginni í bifreið mannsins. Það er ólíkt með málunum þremur að samkvæmt eldri dómunum voru hinir refsiverðu verknaðir ekki skipulagðir fyrirfram meðan sakborningur í hinu nýja máli leitar vísvitandi uppi fórnarlamb. Brot hans var þaulskipulagt og í dóminum kemur fram að maðurinn hafi verið búinn að hlaða niður í farsíma sinn stundatöflum nokkurra grunnskóla og æfingatöflum íþróttafélags, auk þess sem miðar með nöfnum og símanúmerum þriggja ungra stúlkna fundust í bíl hans. Á undanförnum árum hefur orðið áþreifanleg breyting á viðhorfum til kynferðisbrota gegn börnum. Ástæðan er án efa aukin þekking á skaðlegum afleiðingum brotanna. Þetta hefur leitt til breytinga í löggjöf og jafnframt hafa dómar í þessum málaflokki þyngst. Frá árinu 2009 hefur Hæstiréttur í þrígang dæmt sakborning í 8 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og eru það þyngstu dómarnir sem kveðnir hafa verið upp í málaflokknum að þeim þremur frátöldum sem hér hafa verið gerðir að umfjöllunarefni. Í þeim málum þekktu börnin gerendurna, sem brutu á þeim í skjóli tengsla og trausts. Brotin voru margendurtekin og stóðu yfir í langan tíma.Fæst brot framin af ókunnugum Fréttir af dómum sem þessum valda ótta í samfélaginu. Ótta við hinn hættulega og óþekkta geranda. Staðreyndin er þó sú að flest brot gagnvart börnum sem koma fyrir dómstóla eru framin af þeim sem börnin þekkja og eru tilvik þar sem ókunnugir eiga í hlut fátíð. Settar hafa verið fram ýmsar kenningar um markmið og eðli refsinga. Í sinni fumstæðustu mynd snúast þær um hefnd, að gjalda líku líkt. Aðrir leggja áherslu á fælingarmátt refsinga, bæði gagnvart sakborningi svo hann endurtaki ekki brot sitt og eins gagnvart öðrum og komi í veg fyrir að slík brot verði framin. Enn aðrir líta svo á að markmiðið eigi að vera betrun brotamannsins. Líklega eru hugmyndir okkar flestra blanda af þessu öllu. Þess væri í öllu falli óskandi að þyngri refsingar fækkuðu þessum brotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Dómur Hæstaréttar frá 12. júní yfir 34 ára karlmanni hefur vakið athygli þar sem fágætt er að maður sé dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn barni. Það hefur gerst tvisvar sinnum áður, árið 1961 og 1983. Málavextir voru þeir að maður, sem hafði verið í langvarandi fíkniefnaneyslu, ók upp að 10 ára telpu á leið heim úr skóla. Hann fór út úr bílnum og réðst fyrirvaralaust á hana. Þegar hún hrópaði á hjálp tók hann fyrir munn hennar, ýtti henni inn í bifreiðina, lét hana leggjast á gólfið og huldi hana fötum. Hann ók með hana á afvikinn stað og hélt henni fanginni. Hann villti á sér heimildir og sagðist vera lögreglumaður sem hefði það verkefni að líkja eftir alvöru barnsráni til að sýna fram á að það væri ekkert hættulegt að taka börn upp í bifreið. Hann beitti hana grófu kynferðislegu ofbeldi og tók hreyfimynd og ljósmyndir af verknaðinum á símann sinn. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nema barnið á brott, svipta það frelsi og brjóta gegn kynfrelsi þess. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotið hafi verið þaulskipulagt og lýsti styrkum og einbeittum brotavilja. Það hafi beinst að varnarlausu barni, sem átti sér einskis ills von og að maðurinn hafi svipt telpuna frelsi í rúmar tvær klukkustundir. Þá hafi hann reynt að leyna brotunum eftir verknaðinn með því að afmá verksummerki. Þá var litið til þess að afleiðingar brotanna hafi reynst telpunni þungbærar og hafi haft mikil áhrif á líf hennar. Hæstiréttur dæmdi manninn í 10 ára fangelsi, en héraðsdómur hafði dæmt hann í 7 ára fangelsi.Tvisvar áður 10 ára dómar Tvisvar áður hefur maður verið dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að ráðast á barn og beita það kynferðisofbeldi. Fyrra brotið var framið árið 1961 og hið síðara 1983. Í fyrra málinu réðst ölvaður karlmaður á 12 ára telpu á barnaleikvelli að kvöldlagi. Telpan var á heimleið eftir að hafa verið með vinkonum sínum og stytti sér leið yfir leikvöllinn. Maðurinn, sem var þrítugur, nauðgaði telpunni eftir að hafa skorið utan af henni fötin með hnífi. Hann beitti grófu ofbeldi við verknaðinn, m.a. sló hann höfði telpunnar við steinvegg svo hún missti meðvitund. Í seinna málinu var tæplega þrítugur karlmaður sakfelldur fyrir að misþyrma á hrottafenginn hátt 15 ára stúlku sem hann reyndi að nauðga. Stúlkan þekkti manninn ekki. Hann barði hana ítrekað í höfuðið með grjóti og beitti hættulegu verkfæri á viðkvæma líkamshluta hennar. Þessi þrjú mál eiga það sameiginlegt að brotamennirnir eru með öllu ókunnugir fórnarlambinu og beita sérlega meiðandi aðferðum. Í eldri málunum voru stúlkurnar beittar hrottafengnu ofbeldi og í því nýja var stúlkan numin á brott og haldið fanginni í bifreið mannsins. Það er ólíkt með málunum þremur að samkvæmt eldri dómunum voru hinir refsiverðu verknaðir ekki skipulagðir fyrirfram meðan sakborningur í hinu nýja máli leitar vísvitandi uppi fórnarlamb. Brot hans var þaulskipulagt og í dóminum kemur fram að maðurinn hafi verið búinn að hlaða niður í farsíma sinn stundatöflum nokkurra grunnskóla og æfingatöflum íþróttafélags, auk þess sem miðar með nöfnum og símanúmerum þriggja ungra stúlkna fundust í bíl hans. Á undanförnum árum hefur orðið áþreifanleg breyting á viðhorfum til kynferðisbrota gegn börnum. Ástæðan er án efa aukin þekking á skaðlegum afleiðingum brotanna. Þetta hefur leitt til breytinga í löggjöf og jafnframt hafa dómar í þessum málaflokki þyngst. Frá árinu 2009 hefur Hæstiréttur í þrígang dæmt sakborning í 8 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og eru það þyngstu dómarnir sem kveðnir hafa verið upp í málaflokknum að þeim þremur frátöldum sem hér hafa verið gerðir að umfjöllunarefni. Í þeim málum þekktu börnin gerendurna, sem brutu á þeim í skjóli tengsla og trausts. Brotin voru margendurtekin og stóðu yfir í langan tíma.Fæst brot framin af ókunnugum Fréttir af dómum sem þessum valda ótta í samfélaginu. Ótta við hinn hættulega og óþekkta geranda. Staðreyndin er þó sú að flest brot gagnvart börnum sem koma fyrir dómstóla eru framin af þeim sem börnin þekkja og eru tilvik þar sem ókunnugir eiga í hlut fátíð. Settar hafa verið fram ýmsar kenningar um markmið og eðli refsinga. Í sinni fumstæðustu mynd snúast þær um hefnd, að gjalda líku líkt. Aðrir leggja áherslu á fælingarmátt refsinga, bæði gagnvart sakborningi svo hann endurtaki ekki brot sitt og eins gagnvart öðrum og komi í veg fyrir að slík brot verði framin. Enn aðrir líta svo á að markmiðið eigi að vera betrun brotamannsins. Líklega eru hugmyndir okkar flestra blanda af þessu öllu. Þess væri í öllu falli óskandi að þyngri refsingar fækkuðu þessum brotum.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar