Mikill gróði af lyfjum Kjartan Jóhannsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að lyfjakostnaður stofnunarinnar hafi lækkað um 200 milljónir króna á síðasta ári miðað við árið á undan. Á tímum niðurskurðar þykja þetta góð tíðindi. Margsinnið hefur mátt lesa á undanförnum árum um hækkandi lyfjakostnað sameiginlegra stofnana þjóðarinnar og oftast í nokkrum umvöndunartón. Gjarnan er sérstaklega vitnað til hugsanlegrar of- eða misnotkunar og oft bent jafnframt á hversu kostnaðarsöm svonefnd S-lyf séu. Í þessu samhengi fellur í skuggann og kemur ekki til frásagnar hve feikilegan ábata lyf og lyfjameðferð hefur fært þjóðinni. Ábatinn mælist í sparnaði á öðrum sviðum lækninga, í fjárhagslegum ávinningi af framlengingu á vinnu- og framfærslugetu fjölda fólks. Ábatinn mælist líka í linun þjáninga, í auknum lífsgæðum og í lengri og betri samveru með fjölskyldunni. Það má rifja upp hvernig lyf komu í stað uppskurða við magasárum, sem voru fyrrum eina ráðið gegn þeim kvilla, dýrt bæði fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinginn. Og hvað skyldi mörgum árum hafa verið bætt við lífið með lyfjum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma? Margir hafa haldið vinnu-og framfærsluþreki vegna þeirra, náð betri eigin hag, sparað þjóðfélaginu kostnað og notið lífsins lengur. Ófáir hafa bjargast frá hrörnun og skerðingu lífsgæða með lyfjameðferð, til dæmis við augnsjúkdómum, fengið að halda sjón sinni í stað þess að sitja í myrkri. Þannig mætti áfram telja. Kjarni máls er þessi: Kostnað af lyfjum á ekki og má ekki meta án þess að líta á ábatann. S-lyfin eru notuð til sérhæfðrar meðferðar. Þau lúta skömmtun og þau eru vissulega dýr. Það eru hins vegar þau sem ryðja brautina. Þau er nýjungar, frumkvöðlar á sínu sviði. Þau eru úrræði sem gagnast þegar annað dugar ekki. Með notkun þeirra finnast lausnir sem annars eru ekki til og verða ekki til. Ábatinn af notkun þeirra kemur stundum strax í ljós, en stundum seinna, því þekkingin, undirstaða árangurs, fæst með notkun þeirra. Þetta verðum við að kunna að meta, bæði hið áþreifanlega sem við fáum að sjá með það sama en líka hitt sem felst í árangri til lengri tíma, handa þeim sem á eftir koma. Kvörtunartónn vegna kostnaðar S-lyfja má ekki yfirgnæfa mikilvægi lyfjaþróunar, sem hefur fært okkur svo mikið. Tvö hundruð milljón króna afgangi Sjúkratrygginganna núna væri vel varið til þess að lina skömmtun S-lyfjanna. Aðeins með því að viðurkenna gagnsemi lyfjanna og brautryðjendahlutverk S-lyfjanna, meta ábatann en ekki bara krónutölur útgjaldanna, gerum við þjóðinni, fólkinu í landinu, rétt. Gróði okkar allra af aðgangi að lyfjum er mikill. Útgjöld blikna í því samhengi. Það á að láta samhengi hlutanna ráða við stefnumörkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að lyfjakostnaður stofnunarinnar hafi lækkað um 200 milljónir króna á síðasta ári miðað við árið á undan. Á tímum niðurskurðar þykja þetta góð tíðindi. Margsinnið hefur mátt lesa á undanförnum árum um hækkandi lyfjakostnað sameiginlegra stofnana þjóðarinnar og oftast í nokkrum umvöndunartón. Gjarnan er sérstaklega vitnað til hugsanlegrar of- eða misnotkunar og oft bent jafnframt á hversu kostnaðarsöm svonefnd S-lyf séu. Í þessu samhengi fellur í skuggann og kemur ekki til frásagnar hve feikilegan ábata lyf og lyfjameðferð hefur fært þjóðinni. Ábatinn mælist í sparnaði á öðrum sviðum lækninga, í fjárhagslegum ávinningi af framlengingu á vinnu- og framfærslugetu fjölda fólks. Ábatinn mælist líka í linun þjáninga, í auknum lífsgæðum og í lengri og betri samveru með fjölskyldunni. Það má rifja upp hvernig lyf komu í stað uppskurða við magasárum, sem voru fyrrum eina ráðið gegn þeim kvilla, dýrt bæði fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinginn. Og hvað skyldi mörgum árum hafa verið bætt við lífið með lyfjum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma? Margir hafa haldið vinnu-og framfærsluþreki vegna þeirra, náð betri eigin hag, sparað þjóðfélaginu kostnað og notið lífsins lengur. Ófáir hafa bjargast frá hrörnun og skerðingu lífsgæða með lyfjameðferð, til dæmis við augnsjúkdómum, fengið að halda sjón sinni í stað þess að sitja í myrkri. Þannig mætti áfram telja. Kjarni máls er þessi: Kostnað af lyfjum á ekki og má ekki meta án þess að líta á ábatann. S-lyfin eru notuð til sérhæfðrar meðferðar. Þau lúta skömmtun og þau eru vissulega dýr. Það eru hins vegar þau sem ryðja brautina. Þau er nýjungar, frumkvöðlar á sínu sviði. Þau eru úrræði sem gagnast þegar annað dugar ekki. Með notkun þeirra finnast lausnir sem annars eru ekki til og verða ekki til. Ábatinn af notkun þeirra kemur stundum strax í ljós, en stundum seinna, því þekkingin, undirstaða árangurs, fæst með notkun þeirra. Þetta verðum við að kunna að meta, bæði hið áþreifanlega sem við fáum að sjá með það sama en líka hitt sem felst í árangri til lengri tíma, handa þeim sem á eftir koma. Kvörtunartónn vegna kostnaðar S-lyfja má ekki yfirgnæfa mikilvægi lyfjaþróunar, sem hefur fært okkur svo mikið. Tvö hundruð milljón króna afgangi Sjúkratrygginganna núna væri vel varið til þess að lina skömmtun S-lyfjanna. Aðeins með því að viðurkenna gagnsemi lyfjanna og brautryðjendahlutverk S-lyfjanna, meta ábatann en ekki bara krónutölur útgjaldanna, gerum við þjóðinni, fólkinu í landinu, rétt. Gróði okkar allra af aðgangi að lyfjum er mikill. Útgjöld blikna í því samhengi. Það á að láta samhengi hlutanna ráða við stefnumörkun.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar