Hvers konar ímynd ertu að búa til? Rúna Magnúsdóttir skrifar 2. júlí 2014 11:00 Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fylgjast með atferli og viðhorfi fólks í kringum mig. Með tilkomu samfélagsmiðlanna á netinu, svo sem Facebook, LinkedIn eða Twitter, er áhugavert að fylgjast með fjölbreyttu lífi og starfi fólks úti um alla veröld. Hvert og eitt samfélag á netinu hefur sína sérstöðu. LinkedIn er alþjóðlegt samfélag athafnalífsins. Þar sameinast fólk um sín áhugamál, sérhæfingu og deilir bæði þekkingu og skoðunum. Það er ákveðinn tónn, stemning sem ríkir yfir tengingum og viðburðum á samfélagsvefnum LinkedIn. Á LinkedIn vinnur fólk að því að viðhalda gömlum og góðum tengslum sem og að byggja upp ný viðskiptasambönd. Þar virkar prófíllinn sem eins konar gluggaútstilling á brandi einstaklingsins, og út frá þeirri staðreynd er ótrúlegt að sjá hversu margir hugsa sama sem ekkert um þá ímynd sem þeir eru að gefa frá sér með illa unnum prófíl. Á Twitter ríkir allt önnur stemning og gríðarlega gaman að fylgjast með umræðu þar sem # tengir fólk saman á rauntíma um allan heim. Þegar ég sný mér svo að Facebook, þá fær maður að sjá sama fólkið, en núna í allt öðrum búningi. Þar færðu innsýn í heimilislífið, varúðarstatusar um grobb settir upp og heil ógrynni af stoltum foreldrum, ömmum og öfum sem eiga flottustu börn og barnabörn í heimi. Þar koma inn statusar sem tengjast bæði dægurfréttum og pólitískum fréttum dagsins ásamt viðeigandi umræðu. Það er einmitt í flóru prófíla, statusa og umræðna sem hinn sanni persónuleiki fólks stingur sér til sunds. Þar fer maður að greina fórnarlömbin frá gleðibombunum, besservisserana frá þeim sem vita alveg jafn vel, bara sjá ekki tilgang í því að tjá skoðun sína á djúpum málefnum dagsins.Hvaða tilfinningu ertu að gefa? Karakterinn okkar sem við sýnum á samfélagsmiðlunum verður óneitanlega sá karakter, sú ímynd sem fólk fær af okkur. Sú tilfinning sem við skiljum eftir í huga samferðafólks okkar er nákvæm spegilmynd af þeim tækifærum sem við fáum til baka. Sporin sem við skiljum eftir á netinu sem og í öllum öðrum samskiptum við fólk gefur samferðafólki okkar tilfinningu fyrir því hver við erum, fyrir hvað við stöndum og gefur samferðafólki okkar mynd af því hvers vegna það ætti að hafa samband við okkur.Viðhorf og skoðanir speglast til baka Hver kannast ekki við fórnarlambið sem stundum virðist þrífast á því að fá: „æ, æ, knús á þig“ sem svar við statusum, eða þá framsýna samferðafólkið sem stöðugt sýnir okkur einlæga gleði og árangur með uppbyggilegum statusum, svörum og hvatningu til annarra. Staðreyndin er sú að hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá hefur þú nú þegar ákveðna ímynd í huga annarra. Spurningin er hvort þú vekir upp þá tilfinningu sem þú vilt að fólk finni í samskiptum sínum við þig eða hvort þú þurfir að endurskoða viðhorf þín, gildi og stefnu. Næst þegar þú ýtir á „SENDA“ hnappinn spurðu sjálfa þig áður: „Hvaða tilfinningu er ég að gefa frá mér núna?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fylgjast með atferli og viðhorfi fólks í kringum mig. Með tilkomu samfélagsmiðlanna á netinu, svo sem Facebook, LinkedIn eða Twitter, er áhugavert að fylgjast með fjölbreyttu lífi og starfi fólks úti um alla veröld. Hvert og eitt samfélag á netinu hefur sína sérstöðu. LinkedIn er alþjóðlegt samfélag athafnalífsins. Þar sameinast fólk um sín áhugamál, sérhæfingu og deilir bæði þekkingu og skoðunum. Það er ákveðinn tónn, stemning sem ríkir yfir tengingum og viðburðum á samfélagsvefnum LinkedIn. Á LinkedIn vinnur fólk að því að viðhalda gömlum og góðum tengslum sem og að byggja upp ný viðskiptasambönd. Þar virkar prófíllinn sem eins konar gluggaútstilling á brandi einstaklingsins, og út frá þeirri staðreynd er ótrúlegt að sjá hversu margir hugsa sama sem ekkert um þá ímynd sem þeir eru að gefa frá sér með illa unnum prófíl. Á Twitter ríkir allt önnur stemning og gríðarlega gaman að fylgjast með umræðu þar sem # tengir fólk saman á rauntíma um allan heim. Þegar ég sný mér svo að Facebook, þá fær maður að sjá sama fólkið, en núna í allt öðrum búningi. Þar færðu innsýn í heimilislífið, varúðarstatusar um grobb settir upp og heil ógrynni af stoltum foreldrum, ömmum og öfum sem eiga flottustu börn og barnabörn í heimi. Þar koma inn statusar sem tengjast bæði dægurfréttum og pólitískum fréttum dagsins ásamt viðeigandi umræðu. Það er einmitt í flóru prófíla, statusa og umræðna sem hinn sanni persónuleiki fólks stingur sér til sunds. Þar fer maður að greina fórnarlömbin frá gleðibombunum, besservisserana frá þeim sem vita alveg jafn vel, bara sjá ekki tilgang í því að tjá skoðun sína á djúpum málefnum dagsins.Hvaða tilfinningu ertu að gefa? Karakterinn okkar sem við sýnum á samfélagsmiðlunum verður óneitanlega sá karakter, sú ímynd sem fólk fær af okkur. Sú tilfinning sem við skiljum eftir í huga samferðafólks okkar er nákvæm spegilmynd af þeim tækifærum sem við fáum til baka. Sporin sem við skiljum eftir á netinu sem og í öllum öðrum samskiptum við fólk gefur samferðafólki okkar tilfinningu fyrir því hver við erum, fyrir hvað við stöndum og gefur samferðafólki okkar mynd af því hvers vegna það ætti að hafa samband við okkur.Viðhorf og skoðanir speglast til baka Hver kannast ekki við fórnarlambið sem stundum virðist þrífast á því að fá: „æ, æ, knús á þig“ sem svar við statusum, eða þá framsýna samferðafólkið sem stöðugt sýnir okkur einlæga gleði og árangur með uppbyggilegum statusum, svörum og hvatningu til annarra. Staðreyndin er sú að hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá hefur þú nú þegar ákveðna ímynd í huga annarra. Spurningin er hvort þú vekir upp þá tilfinningu sem þú vilt að fólk finni í samskiptum sínum við þig eða hvort þú þurfir að endurskoða viðhorf þín, gildi og stefnu. Næst þegar þú ýtir á „SENDA“ hnappinn spurðu sjálfa þig áður: „Hvaða tilfinningu er ég að gefa frá mér núna?“
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun