Höfum öll verk að vinna Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 2. júlí 2014 07:00 Til að ná sem bestum árangri í atvinnulífinu og menntakerfinu er samvinna lykilatriði, enda atvinnulífið háð menntakerfinu og öfugt. Fulltrúar ýmissa fyrirtækja sem ég hef heimsótt á umliðnu ári, meðal annars í nýsköpunar- og tæknigeiranum, hafa lýst áhyggjum sínum af því að hér á landi séu ekki að útskrifast nægilega margir tækni- og iðnmenntaðir einstaklingar. Að þörfin sé mun meiri en skólakerfið sé að anna í dag. Vandinn liggur ekki endilega í því að það sé skortur á nemendum, heldur kannski frekar í því að nemendur velji sér ekki nám í samræmi við þarfir atvinnulífsins og þá samfélagsins í heild.Hvað er til ráða? Við þessu þarf að bregðast því vel menntað fólk er forsenda þess að okkur takist að styðja við og efla atvinnulífið og nýsköpun í landinu. En hvað er til ráða? Ég tel að það sé lykilatriði að byrja snemma og miklu fyrr en við gerum núna í skólakerfinu að vekja áhuga nemenda á iðn- og tækninámi. Við þurfum líka að huga að ímyndinni – að ungu fólki finnist ekki síður „svalt“ að læra gullsmíði, rafvirkjun eða tölvunarfræði en því finnst að læra lögfræði, hjúkrun eða viðskiptafræði. Það er vissulega gott samstarf víða milli atvinnulífsins og skólakerfisins – en við þurfum að efla það enn frekar. Sem dæmi um góðan árangur má nefna Háskólann í Reykjavík sem hefur haft það að meginmarkmiði frá stofnun að efla menntun á sviði tækni, viðskipta og lögfræði í nánu samstarfi við atvinnulífið sjálft. Einnig má nefna frábært starf sem unnið er hjá Keili, meðal annars í samvinnu við fyrirtæki í ferðaþjónustu og orkugeiranum.Byrja fyrr – horfa fram í tímann En við þurfum að byrja fyrr til þess að nemendur átti sig á þeim valkostum sem þeir hafa. Hefðbundið bóknám hentar ekki öllum og mikilvægt er að beina unga fólkinu fyrr inn á þær brautir sem henta hverjum og einum, til að mynda í iðn- og verknám. Einnig er mikilvægt að horfa fram í tímann og átta okkur betur á því hvaða menntun og reynslu við munum koma til með að þurfa eftir 10 ár, 20 ár. Menntun tekur tíma og því ítreka ég mikilvægi þess að byrja snemma. Ég horfi með aðdáun til fyrirtækja eins og Skema sem kennir börnum strax á grunnskólaaldri tölvuforritun. Aðferðir þeirra eru sannarlega að virka og við þurfum á fleiri slíkum lausnum að halda. Ég velti því fyrir mér hvort útfæra megi eitthvað sambærilegt yfir á iðn- og verknám strax í grunnskóla til að sem flestir fái að kynnast handverki og þannig öðlast þekkingu og áhuga til framtíðar. „Forritarar framtíðarinnar“ eru annað vel heppnað verkefni, en þar tóku fyrirtæki af öllum stærðum sig saman um að stofna sjóð og taka þannig með beinum hætti þátt í því að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum í formi styrkja til einstakra verkefna. Við höfum sannarlega verk að vinna – ekki síst í því að breyta hugarfari eins og ég nefndi áður og þar er hlutverk okkar foreldra einnig stórt. En ábyrgðin liggur einnig hjá stjórnvöldum og atvinnulífinu. Stefnumörkun menntamálaráðherra í nýframkominni Hvítbók um umbætur í menntamálum er mikilvægt innlegg inn í þessa vinnu.Ábyrgðin er hjá okkur öllum Það eru gríðarlega spennandi störf víða í boði. Við erum að sjá mikinn vöxt í greinum eins og líftækni, upplýsingatækni, leikjaiðnaði, grænni tækni og kvikmyndaiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Ef af öllum þeim verkefnum sem við sjáum á teikniborðinu núna verður munum við auk þess þurfa fleira fagmenntað starfsfólk í mannvirkjagerð og málmiðnaði. Ábyrgðin er hjá okkur öllum. Verkefnið er vissulega stórt, en ekki stærra en svo að ef við vinnum markvisst og í takt mun okkur takast það hratt og vel. Það eiga allir að geta fundið sér nám og atvinnu við hæfi – tækifærin eru til staðar. Til þess þarf menntakerfið að uppfylla væntingar nemenda og þarfir atvinnulífsins og hér höfum við öll verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Til að ná sem bestum árangri í atvinnulífinu og menntakerfinu er samvinna lykilatriði, enda atvinnulífið háð menntakerfinu og öfugt. Fulltrúar ýmissa fyrirtækja sem ég hef heimsótt á umliðnu ári, meðal annars í nýsköpunar- og tæknigeiranum, hafa lýst áhyggjum sínum af því að hér á landi séu ekki að útskrifast nægilega margir tækni- og iðnmenntaðir einstaklingar. Að þörfin sé mun meiri en skólakerfið sé að anna í dag. Vandinn liggur ekki endilega í því að það sé skortur á nemendum, heldur kannski frekar í því að nemendur velji sér ekki nám í samræmi við þarfir atvinnulífsins og þá samfélagsins í heild.Hvað er til ráða? Við þessu þarf að bregðast því vel menntað fólk er forsenda þess að okkur takist að styðja við og efla atvinnulífið og nýsköpun í landinu. En hvað er til ráða? Ég tel að það sé lykilatriði að byrja snemma og miklu fyrr en við gerum núna í skólakerfinu að vekja áhuga nemenda á iðn- og tækninámi. Við þurfum líka að huga að ímyndinni – að ungu fólki finnist ekki síður „svalt“ að læra gullsmíði, rafvirkjun eða tölvunarfræði en því finnst að læra lögfræði, hjúkrun eða viðskiptafræði. Það er vissulega gott samstarf víða milli atvinnulífsins og skólakerfisins – en við þurfum að efla það enn frekar. Sem dæmi um góðan árangur má nefna Háskólann í Reykjavík sem hefur haft það að meginmarkmiði frá stofnun að efla menntun á sviði tækni, viðskipta og lögfræði í nánu samstarfi við atvinnulífið sjálft. Einnig má nefna frábært starf sem unnið er hjá Keili, meðal annars í samvinnu við fyrirtæki í ferðaþjónustu og orkugeiranum.Byrja fyrr – horfa fram í tímann En við þurfum að byrja fyrr til þess að nemendur átti sig á þeim valkostum sem þeir hafa. Hefðbundið bóknám hentar ekki öllum og mikilvægt er að beina unga fólkinu fyrr inn á þær brautir sem henta hverjum og einum, til að mynda í iðn- og verknám. Einnig er mikilvægt að horfa fram í tímann og átta okkur betur á því hvaða menntun og reynslu við munum koma til með að þurfa eftir 10 ár, 20 ár. Menntun tekur tíma og því ítreka ég mikilvægi þess að byrja snemma. Ég horfi með aðdáun til fyrirtækja eins og Skema sem kennir börnum strax á grunnskólaaldri tölvuforritun. Aðferðir þeirra eru sannarlega að virka og við þurfum á fleiri slíkum lausnum að halda. Ég velti því fyrir mér hvort útfæra megi eitthvað sambærilegt yfir á iðn- og verknám strax í grunnskóla til að sem flestir fái að kynnast handverki og þannig öðlast þekkingu og áhuga til framtíðar. „Forritarar framtíðarinnar“ eru annað vel heppnað verkefni, en þar tóku fyrirtæki af öllum stærðum sig saman um að stofna sjóð og taka þannig með beinum hætti þátt í því að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum í formi styrkja til einstakra verkefna. Við höfum sannarlega verk að vinna – ekki síst í því að breyta hugarfari eins og ég nefndi áður og þar er hlutverk okkar foreldra einnig stórt. En ábyrgðin liggur einnig hjá stjórnvöldum og atvinnulífinu. Stefnumörkun menntamálaráðherra í nýframkominni Hvítbók um umbætur í menntamálum er mikilvægt innlegg inn í þessa vinnu.Ábyrgðin er hjá okkur öllum Það eru gríðarlega spennandi störf víða í boði. Við erum að sjá mikinn vöxt í greinum eins og líftækni, upplýsingatækni, leikjaiðnaði, grænni tækni og kvikmyndaiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Ef af öllum þeim verkefnum sem við sjáum á teikniborðinu núna verður munum við auk þess þurfa fleira fagmenntað starfsfólk í mannvirkjagerð og málmiðnaði. Ábyrgðin er hjá okkur öllum. Verkefnið er vissulega stórt, en ekki stærra en svo að ef við vinnum markvisst og í takt mun okkur takast það hratt og vel. Það eiga allir að geta fundið sér nám og atvinnu við hæfi – tækifærin eru til staðar. Til þess þarf menntakerfið að uppfylla væntingar nemenda og þarfir atvinnulífsins og hér höfum við öll verk að vinna.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun