Sótt að dómurum Jakob R. Möller og Sigurmar K. Albertsson skrifar 30. júní 2014 07:00 Nú í júnímánuði hafa birst fréttir af tveimur kærum á hendur dómurum við Hæstarétt, annar þeirra er skipaður dómari en hinn settur. Hvort tveggja málin tengjast úrskurðum um húsleitir og/eða símhlerun. Kæran á hendur hinum skipaða dómara fyrir að falsa úrskurð um símhlerun beindist einnig að Sérstökum saksóknara og ef til vill fleirum. Það mál mun hafa verið afgreitt af Ríkissaksóknara, þangað sem kærunni var beint, og ekki talin efni til aðgerða. Síðara málið gegn settum dómara varðar rösklega tveggja ára gamlan úrskurð um húsleit og virðist dómarinn, sem þá var við Héraðsdóm Reykjavíkur, vera kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir að hafa kveðið upp rangan úrskurð! Á meðal lögmanna, og raunar annarra lögfræðinga, þar á meðal dómara, er það mjög algeng skoðun að lagareglur um úrskurði um húsleitir og símhleranir og aðrar rannsóknaraðgerðir sem ganga mjög nærri persónufrelsi fólks, séu verulega gallaðar og reglurnar sjálfar og framkvæmdin þarfnist mikilla endurbóta. Þeirrar skoðunar var meðal annars Róbert Spanó, þegar hann var ritstjóri Tímarits lögfræðinga, en hann hefur nú tekið sæti í Mannréttindadómstóli Evrópu. Helstu gallarnir við meðferð slíkra mála eru að þar hefur ákæru- eða rannsóknarvald eitt aðgang að dómstóli, en sá sem húsleit eða hlerun á að sæta fréttir ekkert fyrr en eftir á. Er því enn brýnna en endranær að dómarar vandi til verka sinna. Margir lögmenn sem hafa verið í samskiptum við embætti Sérstaks saksóknara eru mjög gagnrýnir á stjórnsýslu, stjórnun og vinnulag þar á bæ. Hefur enda komið fram í dómi nú nýlega, það sem fjölmargir lögmenn vissu af reynslu, að hjá embættinu var brotið alvarlega gegn réttindum sakaðra manna í samskiptum við lögmenn sína. Um afsakanir og útskýringar á brotum er kurteislegast að segja að þær hafi verið klaufalegar. Rómverjar spurðu til forna: Quis custodiet ipsos custodes, sem eiginlega þýðir: Hverjir verja okkur fyrir varðmönnunum? Þegar lögreglu og ákæruvaldi er falið mikið vald til afskipta af almennum borgurum, er einstaklega mikilvægt að því sé beitt í samræmi við lög, lýðræðishefðir og í hófi. Á það hefur greinilega skort hjá embætti Sérstaks saksóknara. Lögmenn og dómarar eru hvorir tveggja þjónar réttarins. Bæði lögmenn og dómarar verða að sjálfsögðu að hlíta lögum í störfum sínum, en það er ekki nóg. Samfélag okkar sýpur enn seyðið af framferði manna sem litu þannig á að ef þeir gætu, mættu þeir. Þeir sem vilja samfélagsskipan feiga ráðast einna fyrst að réttarkerfinu. Dómarar eru ekki friðhelgir, brjóti þeir lög verða þeir að taka afleiðingunum. Þá tæki þó fyrst steininn úr ef krafist yrði lögreglurannsóknar í hvert sinn sem sakaður maður eða málsaðili í einkamáli teldi dóm eða úrskurð rangan. Áratugum saman hefur fyrsta grein siðareglna íslenskra lögmanna hljóðað sem hér segir:„Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.“ Vafalaust hefur þorri lögmanna heiðrað þessa reglu í störfum sínum af fullri alvöru og hafi út af brugðið hafa hinir brotlegu að minnsta kosti fundið fyrir því í samskiptum við aðra lögmenn. Lögmenn hafa einnig virt þær reglur sem fram koma í 19. gr. siðareglna en greinin er í III. kafla, þar sem fjallað er um samskipti lögmanna við dómstóla:„19. gr. Lögmaður skal sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Lögmaður skal eftir sem áður gæta hagsmuna skjólstæðings síns fyrir dómi af fullri einurð og heiðarleika og án tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra.“ Því er til þessara reglna vitnað að ýmsir lögmenn virðast nú hafa ruglast í ríminu og telja að dómarar í héraði eða Hæstarétti séu andstæðingar þeirra og megi beita hverjum ráðum sem vill til þess að koma á þá höggi. Þeir sem þannig haga sér vita sem er að dómarar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í júnímánuði hafa birst fréttir af tveimur kærum á hendur dómurum við Hæstarétt, annar þeirra er skipaður dómari en hinn settur. Hvort tveggja málin tengjast úrskurðum um húsleitir og/eða símhlerun. Kæran á hendur hinum skipaða dómara fyrir að falsa úrskurð um símhlerun beindist einnig að Sérstökum saksóknara og ef til vill fleirum. Það mál mun hafa verið afgreitt af Ríkissaksóknara, þangað sem kærunni var beint, og ekki talin efni til aðgerða. Síðara málið gegn settum dómara varðar rösklega tveggja ára gamlan úrskurð um húsleit og virðist dómarinn, sem þá var við Héraðsdóm Reykjavíkur, vera kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir að hafa kveðið upp rangan úrskurð! Á meðal lögmanna, og raunar annarra lögfræðinga, þar á meðal dómara, er það mjög algeng skoðun að lagareglur um úrskurði um húsleitir og símhleranir og aðrar rannsóknaraðgerðir sem ganga mjög nærri persónufrelsi fólks, séu verulega gallaðar og reglurnar sjálfar og framkvæmdin þarfnist mikilla endurbóta. Þeirrar skoðunar var meðal annars Róbert Spanó, þegar hann var ritstjóri Tímarits lögfræðinga, en hann hefur nú tekið sæti í Mannréttindadómstóli Evrópu. Helstu gallarnir við meðferð slíkra mála eru að þar hefur ákæru- eða rannsóknarvald eitt aðgang að dómstóli, en sá sem húsleit eða hlerun á að sæta fréttir ekkert fyrr en eftir á. Er því enn brýnna en endranær að dómarar vandi til verka sinna. Margir lögmenn sem hafa verið í samskiptum við embætti Sérstaks saksóknara eru mjög gagnrýnir á stjórnsýslu, stjórnun og vinnulag þar á bæ. Hefur enda komið fram í dómi nú nýlega, það sem fjölmargir lögmenn vissu af reynslu, að hjá embættinu var brotið alvarlega gegn réttindum sakaðra manna í samskiptum við lögmenn sína. Um afsakanir og útskýringar á brotum er kurteislegast að segja að þær hafi verið klaufalegar. Rómverjar spurðu til forna: Quis custodiet ipsos custodes, sem eiginlega þýðir: Hverjir verja okkur fyrir varðmönnunum? Þegar lögreglu og ákæruvaldi er falið mikið vald til afskipta af almennum borgurum, er einstaklega mikilvægt að því sé beitt í samræmi við lög, lýðræðishefðir og í hófi. Á það hefur greinilega skort hjá embætti Sérstaks saksóknara. Lögmenn og dómarar eru hvorir tveggja þjónar réttarins. Bæði lögmenn og dómarar verða að sjálfsögðu að hlíta lögum í störfum sínum, en það er ekki nóg. Samfélag okkar sýpur enn seyðið af framferði manna sem litu þannig á að ef þeir gætu, mættu þeir. Þeir sem vilja samfélagsskipan feiga ráðast einna fyrst að réttarkerfinu. Dómarar eru ekki friðhelgir, brjóti þeir lög verða þeir að taka afleiðingunum. Þá tæki þó fyrst steininn úr ef krafist yrði lögreglurannsóknar í hvert sinn sem sakaður maður eða málsaðili í einkamáli teldi dóm eða úrskurð rangan. Áratugum saman hefur fyrsta grein siðareglna íslenskra lögmanna hljóðað sem hér segir:„Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.“ Vafalaust hefur þorri lögmanna heiðrað þessa reglu í störfum sínum af fullri alvöru og hafi út af brugðið hafa hinir brotlegu að minnsta kosti fundið fyrir því í samskiptum við aðra lögmenn. Lögmenn hafa einnig virt þær reglur sem fram koma í 19. gr. siðareglna en greinin er í III. kafla, þar sem fjallað er um samskipti lögmanna við dómstóla:„19. gr. Lögmaður skal sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Lögmaður skal eftir sem áður gæta hagsmuna skjólstæðings síns fyrir dómi af fullri einurð og heiðarleika og án tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra.“ Því er til þessara reglna vitnað að ýmsir lögmenn virðast nú hafa ruglast í ríminu og telja að dómarar í héraði eða Hæstarétti séu andstæðingar þeirra og megi beita hverjum ráðum sem vill til þess að koma á þá höggi. Þeir sem þannig haga sér vita sem er að dómarar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér í fjölmiðlum.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun