Eru fjölmiðlar að ala upp börnin okkar? Anna Guðrún Steinsen skrifar 26. júní 2014 07:00 Á einni viku horfa unglingar í Bandaríkjunum á sjónvarp í 31 klukkustund, hlusta á tónlist í 17 klukkustundir, horfa á bíómyndir í 3 klst., lesa blöð í 4 klst. og eru á netinu í 10 klukkustundir. Í allt eru þetta tæpar 10 klukkustundir af fjölmiðlaáhrifum á dag! Dagleg skilaboð eru því hvernig þú átt að haga þér, hvað þú átt að gera, hvernig fötum þú átt að klæðast og yfirhöfuð hvernig þú átt að vera. Þetta eru allt mjög áhrifamikil skilaboð. Í dag er hægt að „gúgla“ allt og alla. Unglingar og fullorðnir fá nánast allar upplýsingar á „YouTube“ eða „Google“ og þannig mótar þetta huga okkar og skoðanir. Á nokkrum árum hefur allt breyst. Í dag eru flestir unglingar á „Facebook“, „Instagram“, „Snapchat“ og með snjallsíma. Fólk hittist sjaldnar og talar lítið sem ekkert saman því allir eru í snjallsímanum. Jólaboðið þitt er komið á Facebook áður en það byrjar! Ef við skoðum fjölmiðlaskilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. Samkvæmt fjölmiðlastöðlum eiga stúlkur að vera grannar og líta vel út. Stinnur rass, flott brjóst, flatur magi…þá fyrst eru þær sexí og það eykur líkur á árangri! Kvenlíkaminn selur vörur út um allan heim í formi auglýsinga, viðtala í tímaritum, myndbanda, bíómynda o.s.frv. Fjölmiðlar halda því fram að þetta sé það sem fólk vill kaupa. Þeir eru svo áhrifamiklir og sterkir að það er vonlítið að stöðva þá. Í lok dags er þetta alls ekki það sem almenningur vill. Allavega ekki fyrir dætur sínar, systur eða vinkonur. Allar konur sem eru sexí í fjölmiðlum, bíómyndum eða á myndböndum…þær eru líka dætur, vinkonur eða systur. Skilaboð til drengja úr fjölmiðlum eru hins vegar þau að þeir eigi að vera sterkir og láta ekki vaða yfir sig. Vertu karlmaður! Þeir eiga að sjá til þess að kröfum þeirra sé fylgt eftir bæði í leik, starfi og einkalífi. Það er alltaf verið að reyna að „sjokkera“ meira og meira til þess að ná athygli neytandans. Meira ofbeldi, meira kynlíf. Hver þorir lengra? Sá sem fer lengra og gerir meira fær meiri athygli. Hvenær er komið nóg?! Hvernig breytum við þessu? Eitt af því sem mögulega er hægt að gera til að stöðva þessa þróun er að fá fleiri heilbrigðar fyrirmyndir í fjölmiðlana. Ekki endilega þær sem henta staðalímyndinni heldur mismunandi konur og karla. Góð kvenfyrirmynd styrkir sjálfsímynd kvenna, breytir gamaldags hugsunarhætti, hvetur þær til þess að horfa lengra og breytir framtíðarsýn ungra stúlkna. Sama á við um unga stráka. Við þurfum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir þá til að breyta gamaldags hugsunarhætti þar líka. Það er ekki alltaf í lagi að bæla eigin tilfinningar og harka af sér, keyra áfram og vera þessi harði nagli. Fyrirmyndir sem þora að synda gegn straumnum og eru ekki endilega þessi týpíska staðalímynd. Þetta snýst ekki um að vera femínisti, kvenremba eða karlremba! Tökum afstöðu. Þín hugsun og afstaða hefur áhrif á fólkið í kringum þig og á endanum getur það breytt afstöðu annarra og haft margföldunaráhrif á jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á einni viku horfa unglingar í Bandaríkjunum á sjónvarp í 31 klukkustund, hlusta á tónlist í 17 klukkustundir, horfa á bíómyndir í 3 klst., lesa blöð í 4 klst. og eru á netinu í 10 klukkustundir. Í allt eru þetta tæpar 10 klukkustundir af fjölmiðlaáhrifum á dag! Dagleg skilaboð eru því hvernig þú átt að haga þér, hvað þú átt að gera, hvernig fötum þú átt að klæðast og yfirhöfuð hvernig þú átt að vera. Þetta eru allt mjög áhrifamikil skilaboð. Í dag er hægt að „gúgla“ allt og alla. Unglingar og fullorðnir fá nánast allar upplýsingar á „YouTube“ eða „Google“ og þannig mótar þetta huga okkar og skoðanir. Á nokkrum árum hefur allt breyst. Í dag eru flestir unglingar á „Facebook“, „Instagram“, „Snapchat“ og með snjallsíma. Fólk hittist sjaldnar og talar lítið sem ekkert saman því allir eru í snjallsímanum. Jólaboðið þitt er komið á Facebook áður en það byrjar! Ef við skoðum fjölmiðlaskilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. Samkvæmt fjölmiðlastöðlum eiga stúlkur að vera grannar og líta vel út. Stinnur rass, flott brjóst, flatur magi…þá fyrst eru þær sexí og það eykur líkur á árangri! Kvenlíkaminn selur vörur út um allan heim í formi auglýsinga, viðtala í tímaritum, myndbanda, bíómynda o.s.frv. Fjölmiðlar halda því fram að þetta sé það sem fólk vill kaupa. Þeir eru svo áhrifamiklir og sterkir að það er vonlítið að stöðva þá. Í lok dags er þetta alls ekki það sem almenningur vill. Allavega ekki fyrir dætur sínar, systur eða vinkonur. Allar konur sem eru sexí í fjölmiðlum, bíómyndum eða á myndböndum…þær eru líka dætur, vinkonur eða systur. Skilaboð til drengja úr fjölmiðlum eru hins vegar þau að þeir eigi að vera sterkir og láta ekki vaða yfir sig. Vertu karlmaður! Þeir eiga að sjá til þess að kröfum þeirra sé fylgt eftir bæði í leik, starfi og einkalífi. Það er alltaf verið að reyna að „sjokkera“ meira og meira til þess að ná athygli neytandans. Meira ofbeldi, meira kynlíf. Hver þorir lengra? Sá sem fer lengra og gerir meira fær meiri athygli. Hvenær er komið nóg?! Hvernig breytum við þessu? Eitt af því sem mögulega er hægt að gera til að stöðva þessa þróun er að fá fleiri heilbrigðar fyrirmyndir í fjölmiðlana. Ekki endilega þær sem henta staðalímyndinni heldur mismunandi konur og karla. Góð kvenfyrirmynd styrkir sjálfsímynd kvenna, breytir gamaldags hugsunarhætti, hvetur þær til þess að horfa lengra og breytir framtíðarsýn ungra stúlkna. Sama á við um unga stráka. Við þurfum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir þá til að breyta gamaldags hugsunarhætti þar líka. Það er ekki alltaf í lagi að bæla eigin tilfinningar og harka af sér, keyra áfram og vera þessi harði nagli. Fyrirmyndir sem þora að synda gegn straumnum og eru ekki endilega þessi týpíska staðalímynd. Þetta snýst ekki um að vera femínisti, kvenremba eða karlremba! Tökum afstöðu. Þín hugsun og afstaða hefur áhrif á fólkið í kringum þig og á endanum getur það breytt afstöðu annarra og haft margföldunaráhrif á jákvæðan hátt.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar