Eru fjölmiðlar að ala upp börnin okkar? Anna Guðrún Steinsen skrifar 26. júní 2014 07:00 Á einni viku horfa unglingar í Bandaríkjunum á sjónvarp í 31 klukkustund, hlusta á tónlist í 17 klukkustundir, horfa á bíómyndir í 3 klst., lesa blöð í 4 klst. og eru á netinu í 10 klukkustundir. Í allt eru þetta tæpar 10 klukkustundir af fjölmiðlaáhrifum á dag! Dagleg skilaboð eru því hvernig þú átt að haga þér, hvað þú átt að gera, hvernig fötum þú átt að klæðast og yfirhöfuð hvernig þú átt að vera. Þetta eru allt mjög áhrifamikil skilaboð. Í dag er hægt að „gúgla“ allt og alla. Unglingar og fullorðnir fá nánast allar upplýsingar á „YouTube“ eða „Google“ og þannig mótar þetta huga okkar og skoðanir. Á nokkrum árum hefur allt breyst. Í dag eru flestir unglingar á „Facebook“, „Instagram“, „Snapchat“ og með snjallsíma. Fólk hittist sjaldnar og talar lítið sem ekkert saman því allir eru í snjallsímanum. Jólaboðið þitt er komið á Facebook áður en það byrjar! Ef við skoðum fjölmiðlaskilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. Samkvæmt fjölmiðlastöðlum eiga stúlkur að vera grannar og líta vel út. Stinnur rass, flott brjóst, flatur magi…þá fyrst eru þær sexí og það eykur líkur á árangri! Kvenlíkaminn selur vörur út um allan heim í formi auglýsinga, viðtala í tímaritum, myndbanda, bíómynda o.s.frv. Fjölmiðlar halda því fram að þetta sé það sem fólk vill kaupa. Þeir eru svo áhrifamiklir og sterkir að það er vonlítið að stöðva þá. Í lok dags er þetta alls ekki það sem almenningur vill. Allavega ekki fyrir dætur sínar, systur eða vinkonur. Allar konur sem eru sexí í fjölmiðlum, bíómyndum eða á myndböndum…þær eru líka dætur, vinkonur eða systur. Skilaboð til drengja úr fjölmiðlum eru hins vegar þau að þeir eigi að vera sterkir og láta ekki vaða yfir sig. Vertu karlmaður! Þeir eiga að sjá til þess að kröfum þeirra sé fylgt eftir bæði í leik, starfi og einkalífi. Það er alltaf verið að reyna að „sjokkera“ meira og meira til þess að ná athygli neytandans. Meira ofbeldi, meira kynlíf. Hver þorir lengra? Sá sem fer lengra og gerir meira fær meiri athygli. Hvenær er komið nóg?! Hvernig breytum við þessu? Eitt af því sem mögulega er hægt að gera til að stöðva þessa þróun er að fá fleiri heilbrigðar fyrirmyndir í fjölmiðlana. Ekki endilega þær sem henta staðalímyndinni heldur mismunandi konur og karla. Góð kvenfyrirmynd styrkir sjálfsímynd kvenna, breytir gamaldags hugsunarhætti, hvetur þær til þess að horfa lengra og breytir framtíðarsýn ungra stúlkna. Sama á við um unga stráka. Við þurfum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir þá til að breyta gamaldags hugsunarhætti þar líka. Það er ekki alltaf í lagi að bæla eigin tilfinningar og harka af sér, keyra áfram og vera þessi harði nagli. Fyrirmyndir sem þora að synda gegn straumnum og eru ekki endilega þessi týpíska staðalímynd. Þetta snýst ekki um að vera femínisti, kvenremba eða karlremba! Tökum afstöðu. Þín hugsun og afstaða hefur áhrif á fólkið í kringum þig og á endanum getur það breytt afstöðu annarra og haft margföldunaráhrif á jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á einni viku horfa unglingar í Bandaríkjunum á sjónvarp í 31 klukkustund, hlusta á tónlist í 17 klukkustundir, horfa á bíómyndir í 3 klst., lesa blöð í 4 klst. og eru á netinu í 10 klukkustundir. Í allt eru þetta tæpar 10 klukkustundir af fjölmiðlaáhrifum á dag! Dagleg skilaboð eru því hvernig þú átt að haga þér, hvað þú átt að gera, hvernig fötum þú átt að klæðast og yfirhöfuð hvernig þú átt að vera. Þetta eru allt mjög áhrifamikil skilaboð. Í dag er hægt að „gúgla“ allt og alla. Unglingar og fullorðnir fá nánast allar upplýsingar á „YouTube“ eða „Google“ og þannig mótar þetta huga okkar og skoðanir. Á nokkrum árum hefur allt breyst. Í dag eru flestir unglingar á „Facebook“, „Instagram“, „Snapchat“ og með snjallsíma. Fólk hittist sjaldnar og talar lítið sem ekkert saman því allir eru í snjallsímanum. Jólaboðið þitt er komið á Facebook áður en það byrjar! Ef við skoðum fjölmiðlaskilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. Samkvæmt fjölmiðlastöðlum eiga stúlkur að vera grannar og líta vel út. Stinnur rass, flott brjóst, flatur magi…þá fyrst eru þær sexí og það eykur líkur á árangri! Kvenlíkaminn selur vörur út um allan heim í formi auglýsinga, viðtala í tímaritum, myndbanda, bíómynda o.s.frv. Fjölmiðlar halda því fram að þetta sé það sem fólk vill kaupa. Þeir eru svo áhrifamiklir og sterkir að það er vonlítið að stöðva þá. Í lok dags er þetta alls ekki það sem almenningur vill. Allavega ekki fyrir dætur sínar, systur eða vinkonur. Allar konur sem eru sexí í fjölmiðlum, bíómyndum eða á myndböndum…þær eru líka dætur, vinkonur eða systur. Skilaboð til drengja úr fjölmiðlum eru hins vegar þau að þeir eigi að vera sterkir og láta ekki vaða yfir sig. Vertu karlmaður! Þeir eiga að sjá til þess að kröfum þeirra sé fylgt eftir bæði í leik, starfi og einkalífi. Það er alltaf verið að reyna að „sjokkera“ meira og meira til þess að ná athygli neytandans. Meira ofbeldi, meira kynlíf. Hver þorir lengra? Sá sem fer lengra og gerir meira fær meiri athygli. Hvenær er komið nóg?! Hvernig breytum við þessu? Eitt af því sem mögulega er hægt að gera til að stöðva þessa þróun er að fá fleiri heilbrigðar fyrirmyndir í fjölmiðlana. Ekki endilega þær sem henta staðalímyndinni heldur mismunandi konur og karla. Góð kvenfyrirmynd styrkir sjálfsímynd kvenna, breytir gamaldags hugsunarhætti, hvetur þær til þess að horfa lengra og breytir framtíðarsýn ungra stúlkna. Sama á við um unga stráka. Við þurfum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir þá til að breyta gamaldags hugsunarhætti þar líka. Það er ekki alltaf í lagi að bæla eigin tilfinningar og harka af sér, keyra áfram og vera þessi harði nagli. Fyrirmyndir sem þora að synda gegn straumnum og eru ekki endilega þessi týpíska staðalímynd. Þetta snýst ekki um að vera femínisti, kvenremba eða karlremba! Tökum afstöðu. Þín hugsun og afstaða hefur áhrif á fólkið í kringum þig og á endanum getur það breytt afstöðu annarra og haft margföldunaráhrif á jákvæðan hátt.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun