Eru fjölmiðlar að ala upp börnin okkar? Anna Guðrún Steinsen skrifar 26. júní 2014 07:00 Á einni viku horfa unglingar í Bandaríkjunum á sjónvarp í 31 klukkustund, hlusta á tónlist í 17 klukkustundir, horfa á bíómyndir í 3 klst., lesa blöð í 4 klst. og eru á netinu í 10 klukkustundir. Í allt eru þetta tæpar 10 klukkustundir af fjölmiðlaáhrifum á dag! Dagleg skilaboð eru því hvernig þú átt að haga þér, hvað þú átt að gera, hvernig fötum þú átt að klæðast og yfirhöfuð hvernig þú átt að vera. Þetta eru allt mjög áhrifamikil skilaboð. Í dag er hægt að „gúgla“ allt og alla. Unglingar og fullorðnir fá nánast allar upplýsingar á „YouTube“ eða „Google“ og þannig mótar þetta huga okkar og skoðanir. Á nokkrum árum hefur allt breyst. Í dag eru flestir unglingar á „Facebook“, „Instagram“, „Snapchat“ og með snjallsíma. Fólk hittist sjaldnar og talar lítið sem ekkert saman því allir eru í snjallsímanum. Jólaboðið þitt er komið á Facebook áður en það byrjar! Ef við skoðum fjölmiðlaskilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. Samkvæmt fjölmiðlastöðlum eiga stúlkur að vera grannar og líta vel út. Stinnur rass, flott brjóst, flatur magi…þá fyrst eru þær sexí og það eykur líkur á árangri! Kvenlíkaminn selur vörur út um allan heim í formi auglýsinga, viðtala í tímaritum, myndbanda, bíómynda o.s.frv. Fjölmiðlar halda því fram að þetta sé það sem fólk vill kaupa. Þeir eru svo áhrifamiklir og sterkir að það er vonlítið að stöðva þá. Í lok dags er þetta alls ekki það sem almenningur vill. Allavega ekki fyrir dætur sínar, systur eða vinkonur. Allar konur sem eru sexí í fjölmiðlum, bíómyndum eða á myndböndum…þær eru líka dætur, vinkonur eða systur. Skilaboð til drengja úr fjölmiðlum eru hins vegar þau að þeir eigi að vera sterkir og láta ekki vaða yfir sig. Vertu karlmaður! Þeir eiga að sjá til þess að kröfum þeirra sé fylgt eftir bæði í leik, starfi og einkalífi. Það er alltaf verið að reyna að „sjokkera“ meira og meira til þess að ná athygli neytandans. Meira ofbeldi, meira kynlíf. Hver þorir lengra? Sá sem fer lengra og gerir meira fær meiri athygli. Hvenær er komið nóg?! Hvernig breytum við þessu? Eitt af því sem mögulega er hægt að gera til að stöðva þessa þróun er að fá fleiri heilbrigðar fyrirmyndir í fjölmiðlana. Ekki endilega þær sem henta staðalímyndinni heldur mismunandi konur og karla. Góð kvenfyrirmynd styrkir sjálfsímynd kvenna, breytir gamaldags hugsunarhætti, hvetur þær til þess að horfa lengra og breytir framtíðarsýn ungra stúlkna. Sama á við um unga stráka. Við þurfum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir þá til að breyta gamaldags hugsunarhætti þar líka. Það er ekki alltaf í lagi að bæla eigin tilfinningar og harka af sér, keyra áfram og vera þessi harði nagli. Fyrirmyndir sem þora að synda gegn straumnum og eru ekki endilega þessi týpíska staðalímynd. Þetta snýst ekki um að vera femínisti, kvenremba eða karlremba! Tökum afstöðu. Þín hugsun og afstaða hefur áhrif á fólkið í kringum þig og á endanum getur það breytt afstöðu annarra og haft margföldunaráhrif á jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á einni viku horfa unglingar í Bandaríkjunum á sjónvarp í 31 klukkustund, hlusta á tónlist í 17 klukkustundir, horfa á bíómyndir í 3 klst., lesa blöð í 4 klst. og eru á netinu í 10 klukkustundir. Í allt eru þetta tæpar 10 klukkustundir af fjölmiðlaáhrifum á dag! Dagleg skilaboð eru því hvernig þú átt að haga þér, hvað þú átt að gera, hvernig fötum þú átt að klæðast og yfirhöfuð hvernig þú átt að vera. Þetta eru allt mjög áhrifamikil skilaboð. Í dag er hægt að „gúgla“ allt og alla. Unglingar og fullorðnir fá nánast allar upplýsingar á „YouTube“ eða „Google“ og þannig mótar þetta huga okkar og skoðanir. Á nokkrum árum hefur allt breyst. Í dag eru flestir unglingar á „Facebook“, „Instagram“, „Snapchat“ og með snjallsíma. Fólk hittist sjaldnar og talar lítið sem ekkert saman því allir eru í snjallsímanum. Jólaboðið þitt er komið á Facebook áður en það byrjar! Ef við skoðum fjölmiðlaskilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. Samkvæmt fjölmiðlastöðlum eiga stúlkur að vera grannar og líta vel út. Stinnur rass, flott brjóst, flatur magi…þá fyrst eru þær sexí og það eykur líkur á árangri! Kvenlíkaminn selur vörur út um allan heim í formi auglýsinga, viðtala í tímaritum, myndbanda, bíómynda o.s.frv. Fjölmiðlar halda því fram að þetta sé það sem fólk vill kaupa. Þeir eru svo áhrifamiklir og sterkir að það er vonlítið að stöðva þá. Í lok dags er þetta alls ekki það sem almenningur vill. Allavega ekki fyrir dætur sínar, systur eða vinkonur. Allar konur sem eru sexí í fjölmiðlum, bíómyndum eða á myndböndum…þær eru líka dætur, vinkonur eða systur. Skilaboð til drengja úr fjölmiðlum eru hins vegar þau að þeir eigi að vera sterkir og láta ekki vaða yfir sig. Vertu karlmaður! Þeir eiga að sjá til þess að kröfum þeirra sé fylgt eftir bæði í leik, starfi og einkalífi. Það er alltaf verið að reyna að „sjokkera“ meira og meira til þess að ná athygli neytandans. Meira ofbeldi, meira kynlíf. Hver þorir lengra? Sá sem fer lengra og gerir meira fær meiri athygli. Hvenær er komið nóg?! Hvernig breytum við þessu? Eitt af því sem mögulega er hægt að gera til að stöðva þessa þróun er að fá fleiri heilbrigðar fyrirmyndir í fjölmiðlana. Ekki endilega þær sem henta staðalímyndinni heldur mismunandi konur og karla. Góð kvenfyrirmynd styrkir sjálfsímynd kvenna, breytir gamaldags hugsunarhætti, hvetur þær til þess að horfa lengra og breytir framtíðarsýn ungra stúlkna. Sama á við um unga stráka. Við þurfum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir þá til að breyta gamaldags hugsunarhætti þar líka. Það er ekki alltaf í lagi að bæla eigin tilfinningar og harka af sér, keyra áfram og vera þessi harði nagli. Fyrirmyndir sem þora að synda gegn straumnum og eru ekki endilega þessi týpíska staðalímynd. Þetta snýst ekki um að vera femínisti, kvenremba eða karlremba! Tökum afstöðu. Þín hugsun og afstaða hefur áhrif á fólkið í kringum þig og á endanum getur það breytt afstöðu annarra og haft margföldunaráhrif á jákvæðan hátt.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun