Könnukökur sem allir geta gert - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2014 11:30 Það er leikur einn að búa sér til köku í könnu ef löngunin í sætindi nær yfirhöndinni. Þessar uppskriftir miðast allar við eina köku og ætti hver sem er að geta hrært í svona köku á nokkrum mínútum. Ekki skemmir fyrir að þessar kökur eru líka einstaklega ljúffengar. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Oreo-kaka ¼ bolli hvítt súkkulaði 3 msk. mjólk 4 msk. hveiti ¼ tsk. lyftiduft ½ tsk. jurtaolía 2 Oreo-kökur Blandið hvítu súkkulaði og mjólk saman í könnu sem þolir örbylgjuofn og hitið í um fjörutíu sekúndur. Hrærið vel þangað til súkkulaðið er bráðið. Bætið hveiti, lyftidufti og olíu saman við og hrærið. Myljið Oreo ofan í blönduna og hitið í örbylgjuofni í um eina mínútu. Leyfið kökunni að kólna í nokkrar mínútur áður en hún er borðuð. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Súkkulaði- og hnetusmjörskaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1½ msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft smá salt 3 msk. mjólk 1½ msk. jurtaolía 1 msk. hnetusmjör Hrærið þurrefnum saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið mjólk, olíu og hnetusmjöri við og hrærið vel. Hitið í örbylgjuofni í eina mínútu og tíu sekúndur. Berið strax fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Kaffikaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1 msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft ¾ msk. jurta- eða kókosolía 1 msk. sterkt kaffi 2 msk. mjólk ¼ tsk. vanilludropar Blandið þurrefnum vel saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið olíu, kaffi og vanilludropum saman við og hrærið vel saman. Hitið í örbylgjuofni í 45 sekúndur og upp í mínútu. Skreytið með flórsykri og berið fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Haframjöls- og Nutella-kaka 3 msk. mjólk 1 msk. ólífuolía 1 msk. sykur 3 msk. hveiti 1½ msk. haframjöl 1 msk. fínt saxaðar pecan-hnetur ¼ tsk. lyftiduft 1/8 tsk. salt ¼ tsk. kanill örlítið múskat ef vill 1 msk. Nutella Blandið mjólk, olíu og sykri saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið hveiti við og blandið. Bætið síðan haframjöli, pecan-hnetum, lyftidufti, salti, kanil og múskati saman við og hrærið. Setjið Nutella á toppinn og hitið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur, síðan í fimmtán sekúndur í senn þangað til efsta lag kökunnar er orðið þurrt. Fengið hér. Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Það er leikur einn að búa sér til köku í könnu ef löngunin í sætindi nær yfirhöndinni. Þessar uppskriftir miðast allar við eina köku og ætti hver sem er að geta hrært í svona köku á nokkrum mínútum. Ekki skemmir fyrir að þessar kökur eru líka einstaklega ljúffengar. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Oreo-kaka ¼ bolli hvítt súkkulaði 3 msk. mjólk 4 msk. hveiti ¼ tsk. lyftiduft ½ tsk. jurtaolía 2 Oreo-kökur Blandið hvítu súkkulaði og mjólk saman í könnu sem þolir örbylgjuofn og hitið í um fjörutíu sekúndur. Hrærið vel þangað til súkkulaðið er bráðið. Bætið hveiti, lyftidufti og olíu saman við og hrærið. Myljið Oreo ofan í blönduna og hitið í örbylgjuofni í um eina mínútu. Leyfið kökunni að kólna í nokkrar mínútur áður en hún er borðuð. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Súkkulaði- og hnetusmjörskaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1½ msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft smá salt 3 msk. mjólk 1½ msk. jurtaolía 1 msk. hnetusmjör Hrærið þurrefnum saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið mjólk, olíu og hnetusmjöri við og hrærið vel. Hitið í örbylgjuofni í eina mínútu og tíu sekúndur. Berið strax fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Kaffikaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1 msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft ¾ msk. jurta- eða kókosolía 1 msk. sterkt kaffi 2 msk. mjólk ¼ tsk. vanilludropar Blandið þurrefnum vel saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið olíu, kaffi og vanilludropum saman við og hrærið vel saman. Hitið í örbylgjuofni í 45 sekúndur og upp í mínútu. Skreytið með flórsykri og berið fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Haframjöls- og Nutella-kaka 3 msk. mjólk 1 msk. ólífuolía 1 msk. sykur 3 msk. hveiti 1½ msk. haframjöl 1 msk. fínt saxaðar pecan-hnetur ¼ tsk. lyftiduft 1/8 tsk. salt ¼ tsk. kanill örlítið múskat ef vill 1 msk. Nutella Blandið mjólk, olíu og sykri saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið hveiti við og blandið. Bætið síðan haframjöli, pecan-hnetum, lyftidufti, salti, kanil og múskati saman við og hrærið. Setjið Nutella á toppinn og hitið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur, síðan í fimmtán sekúndur í senn þangað til efsta lag kökunnar er orðið þurrt. Fengið hér.
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira