Laun stjórnarmanna í Bláa lóninu hækkuð: "Þetta eru ekki eðlileg laun" Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 08:00 Rekstur Bláa lónsins gengur afar vel og árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. vísir/gva Á síðasta stjórnarfundi Bláa lónsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Stjórnarformaður á að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Bláa lónsins, Helgi Magnússon, vildi ekki tjá sig um laun stjórnarmanna við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru stjórnarfundir haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði þótt gera megi ráð fyrir að formaður stjórnar sitji fleiri fundi yfir mánuðinn fyrir hönd félagsins.Gunnar örn Guðmundsson, hluthafi og fyrrverandi starfsmaður Bláa lónsins, segir græðgisvæðingu hafa tekið sér bólfestu hjá stjórnendum lónsins.Vísir/Hilmar BragiGunnar Örn Guðmundsson á lítinn hlut í einkahlutafélaginu og hefur sótt aðalfundi félagsins í gegnum tíðina. Hann er mjög ósáttur við hækkunina. „Ég get ekki orða bundist. Ég starfaði í nokkur ár hjá Bláa lóninu við eftirlit og viðhald með eignum. Ég var ekki á láglaunalistanum en fékk þó eingöngu 350 þúsund krónur fyrir 46 tíma vinnuviku, sömu upphæð og varamenn stjórnarinnar sem mæta á fund einu sinni í mánuði. Ef ég hefði haft sama tímakaup og stjórnarmenn væri ég milljarðamæringur,“ segir Gunnar og bætir við að rökstuðningur stjórnarmanna fyrir hækkun launa hafi verið mikil ábyrgð stjórnarmanna, gífurleg vinna stjórnarinnar vegna vaxtar fyrirtækisins og að hækkunin sé í samræmi við laun stjórnarmanna í sambærilegum fyrirtækjum. „Þetta er allt fólk sem starfar daglega við annað þannig að ég veit ekki hvað fara raunverulega margir tímar í þessi störf. Svo skiptir engu máli við hvern er miðað, það réttlætir ekkert. Græðgisvæðingin hefur tekið sér bólfestu hjá stjórnendum Bláa lónsins og þetta eru ekki eðlileg laun,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson. Bláa lónið hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu árin. Um 70 prósent erlendra ferðamanna sem koma til landsins fara í Bláa lónið og rekstur lónsins hefur gengið afar vel. Árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. Áætluð velta þessa árs er um fimm milljarðar samkvæmt frétt á heimasíðu lónsins. Samkvæmt verðskrá Bláa lónsins kostar 6.400 krónur fyrir fullorðna yfir sumartímann. Á veturna kostar 5.400 krónur. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Á síðasta stjórnarfundi Bláa lónsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Stjórnarformaður á að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Bláa lónsins, Helgi Magnússon, vildi ekki tjá sig um laun stjórnarmanna við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru stjórnarfundir haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði þótt gera megi ráð fyrir að formaður stjórnar sitji fleiri fundi yfir mánuðinn fyrir hönd félagsins.Gunnar örn Guðmundsson, hluthafi og fyrrverandi starfsmaður Bláa lónsins, segir græðgisvæðingu hafa tekið sér bólfestu hjá stjórnendum lónsins.Vísir/Hilmar BragiGunnar Örn Guðmundsson á lítinn hlut í einkahlutafélaginu og hefur sótt aðalfundi félagsins í gegnum tíðina. Hann er mjög ósáttur við hækkunina. „Ég get ekki orða bundist. Ég starfaði í nokkur ár hjá Bláa lóninu við eftirlit og viðhald með eignum. Ég var ekki á láglaunalistanum en fékk þó eingöngu 350 þúsund krónur fyrir 46 tíma vinnuviku, sömu upphæð og varamenn stjórnarinnar sem mæta á fund einu sinni í mánuði. Ef ég hefði haft sama tímakaup og stjórnarmenn væri ég milljarðamæringur,“ segir Gunnar og bætir við að rökstuðningur stjórnarmanna fyrir hækkun launa hafi verið mikil ábyrgð stjórnarmanna, gífurleg vinna stjórnarinnar vegna vaxtar fyrirtækisins og að hækkunin sé í samræmi við laun stjórnarmanna í sambærilegum fyrirtækjum. „Þetta er allt fólk sem starfar daglega við annað þannig að ég veit ekki hvað fara raunverulega margir tímar í þessi störf. Svo skiptir engu máli við hvern er miðað, það réttlætir ekkert. Græðgisvæðingin hefur tekið sér bólfestu hjá stjórnendum Bláa lónsins og þetta eru ekki eðlileg laun,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson. Bláa lónið hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu árin. Um 70 prósent erlendra ferðamanna sem koma til landsins fara í Bláa lónið og rekstur lónsins hefur gengið afar vel. Árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. Áætluð velta þessa árs er um fimm milljarðar samkvæmt frétt á heimasíðu lónsins. Samkvæmt verðskrá Bláa lónsins kostar 6.400 krónur fyrir fullorðna yfir sumartímann. Á veturna kostar 5.400 krónur.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira