Laun stjórnarmanna í Bláa lóninu hækkuð: "Þetta eru ekki eðlileg laun" Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 08:00 Rekstur Bláa lónsins gengur afar vel og árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. vísir/gva Á síðasta stjórnarfundi Bláa lónsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Stjórnarformaður á að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Bláa lónsins, Helgi Magnússon, vildi ekki tjá sig um laun stjórnarmanna við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru stjórnarfundir haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði þótt gera megi ráð fyrir að formaður stjórnar sitji fleiri fundi yfir mánuðinn fyrir hönd félagsins.Gunnar örn Guðmundsson, hluthafi og fyrrverandi starfsmaður Bláa lónsins, segir græðgisvæðingu hafa tekið sér bólfestu hjá stjórnendum lónsins.Vísir/Hilmar BragiGunnar Örn Guðmundsson á lítinn hlut í einkahlutafélaginu og hefur sótt aðalfundi félagsins í gegnum tíðina. Hann er mjög ósáttur við hækkunina. „Ég get ekki orða bundist. Ég starfaði í nokkur ár hjá Bláa lóninu við eftirlit og viðhald með eignum. Ég var ekki á láglaunalistanum en fékk þó eingöngu 350 þúsund krónur fyrir 46 tíma vinnuviku, sömu upphæð og varamenn stjórnarinnar sem mæta á fund einu sinni í mánuði. Ef ég hefði haft sama tímakaup og stjórnarmenn væri ég milljarðamæringur,“ segir Gunnar og bætir við að rökstuðningur stjórnarmanna fyrir hækkun launa hafi verið mikil ábyrgð stjórnarmanna, gífurleg vinna stjórnarinnar vegna vaxtar fyrirtækisins og að hækkunin sé í samræmi við laun stjórnarmanna í sambærilegum fyrirtækjum. „Þetta er allt fólk sem starfar daglega við annað þannig að ég veit ekki hvað fara raunverulega margir tímar í þessi störf. Svo skiptir engu máli við hvern er miðað, það réttlætir ekkert. Græðgisvæðingin hefur tekið sér bólfestu hjá stjórnendum Bláa lónsins og þetta eru ekki eðlileg laun,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson. Bláa lónið hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu árin. Um 70 prósent erlendra ferðamanna sem koma til landsins fara í Bláa lónið og rekstur lónsins hefur gengið afar vel. Árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. Áætluð velta þessa árs er um fimm milljarðar samkvæmt frétt á heimasíðu lónsins. Samkvæmt verðskrá Bláa lónsins kostar 6.400 krónur fyrir fullorðna yfir sumartímann. Á veturna kostar 5.400 krónur. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Á síðasta stjórnarfundi Bláa lónsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Stjórnarformaður á að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Bláa lónsins, Helgi Magnússon, vildi ekki tjá sig um laun stjórnarmanna við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru stjórnarfundir haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði þótt gera megi ráð fyrir að formaður stjórnar sitji fleiri fundi yfir mánuðinn fyrir hönd félagsins.Gunnar örn Guðmundsson, hluthafi og fyrrverandi starfsmaður Bláa lónsins, segir græðgisvæðingu hafa tekið sér bólfestu hjá stjórnendum lónsins.Vísir/Hilmar BragiGunnar Örn Guðmundsson á lítinn hlut í einkahlutafélaginu og hefur sótt aðalfundi félagsins í gegnum tíðina. Hann er mjög ósáttur við hækkunina. „Ég get ekki orða bundist. Ég starfaði í nokkur ár hjá Bláa lóninu við eftirlit og viðhald með eignum. Ég var ekki á láglaunalistanum en fékk þó eingöngu 350 þúsund krónur fyrir 46 tíma vinnuviku, sömu upphæð og varamenn stjórnarinnar sem mæta á fund einu sinni í mánuði. Ef ég hefði haft sama tímakaup og stjórnarmenn væri ég milljarðamæringur,“ segir Gunnar og bætir við að rökstuðningur stjórnarmanna fyrir hækkun launa hafi verið mikil ábyrgð stjórnarmanna, gífurleg vinna stjórnarinnar vegna vaxtar fyrirtækisins og að hækkunin sé í samræmi við laun stjórnarmanna í sambærilegum fyrirtækjum. „Þetta er allt fólk sem starfar daglega við annað þannig að ég veit ekki hvað fara raunverulega margir tímar í þessi störf. Svo skiptir engu máli við hvern er miðað, það réttlætir ekkert. Græðgisvæðingin hefur tekið sér bólfestu hjá stjórnendum Bláa lónsins og þetta eru ekki eðlileg laun,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson. Bláa lónið hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu árin. Um 70 prósent erlendra ferðamanna sem koma til landsins fara í Bláa lónið og rekstur lónsins hefur gengið afar vel. Árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. Áætluð velta þessa árs er um fimm milljarðar samkvæmt frétt á heimasíðu lónsins. Samkvæmt verðskrá Bláa lónsins kostar 6.400 krónur fyrir fullorðna yfir sumartímann. Á veturna kostar 5.400 krónur.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun