Hverjir eru þessir múslimar? Ólafur Halldórsson skrifar 14. júní 2014 07:00 Ég ætla ekki að fara út í stóra heim með öllum hans stóru, flóknu vandamálum, heldur bara halda mig hér á klakanum og fara á handahlaupum yfir aðstæður þeirra um 1.500 múslima sem hér búa. Það verður seint sagt að þeir séu einsleitur hópur. Þeir koma frá tugum þjóðlanda, úr öllum byggðum heimsálfum og eiga fátt sameiginlegt annað en það að vera múslimar. Nokkrir tugir eða hundruð eru bornir og barnfæddir hér á Fróni, hinir hafa flestir eða allir flækst hingað í leit að góðu lífi, í leit að hamingjunni. Í flestum þeirra heyrist ákaflega lítið á opinberum vettvangi, af ýmsum ástæðum. Hvar fær maður þá séð þá og heyrt? Það væri vænlegt til árangurs að byrja á að kíkja inn á láglaunavinnustaði; fiskvinnslustöðvar, hreingerningarfyrirtæki, bakarí, sjúkrahús, pitsustað. Einhverjir hafa komist í betri álnir og reka veitingahús og bifvélaverkstæði og nokkrir hafa náð að mennta sig og fengið vinnu við hæfi. Á kvöldin finnur maður þá helst heima hjá sér, þar sem þeir eru að hjálpa börnunum við heimalærdóm, borða, hlæja og gráta saman, svona rétt eins og annað fólk. Þá trúræknustu má svo gjarnan finna í bænahúsum sínum á kvöldin og á föstudögum, við þá saklausu iðju að vegsama skapara sinn. Þar er reyndar öllum velkomið að líta við og kannski óvitlaust fyrir þá sem af einhverjum ástæðum vilja kynnast „alvöru múslimum“. Það er oftar en ekki hellt upp á kaffi eða te eftir bænagjörðirnar. Langt yfir 90% af þessu fólki hefur tandurhreina sakaskrá og engin áform um að breyta því. Eins og meðal annarra þjóðfélagshópa finnast einhverjir svartir sauðir og hafi maður áhuga á að finna þá mætti byrja að leita á öldurhúsum borgarinnar á síðkvöldum. Þetta eru nú hinir hræðilegu múslimar í hnotskurn.Jákvæð sérstaða Á Íslandi er dálítil sérstaða, nefnilega sú að þeir hafa ekki einangrast í gettóum með öllum þeim vandræðum sem því fylgir heldur búa dreift; í öllum póstnúmerum borgarinnar og í bæjum úti um allt land. Það hefur sjaldnast verið mikið mál fyrir erlenda múslima, frekar en aðra, að aðlagast íslensku þjóðfélagi, kannski einna helst af því að Íslendingar upp til hópa dæma fólk eftir verðleikum og vinnusemi frekar en uppruna eða trúarbrögðum. Ég held að þessi sérstaða verði að teljast jákvæð. Það er söguleg staðreynd að hatursfull umræða, fordómar og áróður á opinberum vettvangi eru best til þess fallin að skapa einangrun og biturð, fái þetta að gerjast nógu lengi. Ofstopi og hatur fæðir sjaldnast neitt gott af sér. Sveinbjörg oddviti kvartar yfir því einhvers staðar að vopnin hafi að einhverju leyti snúist í höndunum á henni og gætu jafnvel bitnað á börnunum hennar. Ég vona innilega að svo sé ekki. En mig langar til að benda á að eftir þessa síðustu orrahríð koma múslimsk börn og unglingar grátandi heim og kvarta yfir svívirðingum og einelti. Foreldrarnir reyna að kyssa á bágtið og útskýra að slíkt sé runnið undan rifjum fáfræði, hræðslu og ofstopa sem erfitt er að losna alfarið við og vitna jafnvel í had"þu: Spámaðurinn, friður sé með honum, sagði einhverju sinni: „Verið eins og úlfaldinn, þótt hundarnir gelti og góli við fætur hans gengur hann rólegur sína leið jórtrandi, með höfuðið hátt.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að fara út í stóra heim með öllum hans stóru, flóknu vandamálum, heldur bara halda mig hér á klakanum og fara á handahlaupum yfir aðstæður þeirra um 1.500 múslima sem hér búa. Það verður seint sagt að þeir séu einsleitur hópur. Þeir koma frá tugum þjóðlanda, úr öllum byggðum heimsálfum og eiga fátt sameiginlegt annað en það að vera múslimar. Nokkrir tugir eða hundruð eru bornir og barnfæddir hér á Fróni, hinir hafa flestir eða allir flækst hingað í leit að góðu lífi, í leit að hamingjunni. Í flestum þeirra heyrist ákaflega lítið á opinberum vettvangi, af ýmsum ástæðum. Hvar fær maður þá séð þá og heyrt? Það væri vænlegt til árangurs að byrja á að kíkja inn á láglaunavinnustaði; fiskvinnslustöðvar, hreingerningarfyrirtæki, bakarí, sjúkrahús, pitsustað. Einhverjir hafa komist í betri álnir og reka veitingahús og bifvélaverkstæði og nokkrir hafa náð að mennta sig og fengið vinnu við hæfi. Á kvöldin finnur maður þá helst heima hjá sér, þar sem þeir eru að hjálpa börnunum við heimalærdóm, borða, hlæja og gráta saman, svona rétt eins og annað fólk. Þá trúræknustu má svo gjarnan finna í bænahúsum sínum á kvöldin og á föstudögum, við þá saklausu iðju að vegsama skapara sinn. Þar er reyndar öllum velkomið að líta við og kannski óvitlaust fyrir þá sem af einhverjum ástæðum vilja kynnast „alvöru múslimum“. Það er oftar en ekki hellt upp á kaffi eða te eftir bænagjörðirnar. Langt yfir 90% af þessu fólki hefur tandurhreina sakaskrá og engin áform um að breyta því. Eins og meðal annarra þjóðfélagshópa finnast einhverjir svartir sauðir og hafi maður áhuga á að finna þá mætti byrja að leita á öldurhúsum borgarinnar á síðkvöldum. Þetta eru nú hinir hræðilegu múslimar í hnotskurn.Jákvæð sérstaða Á Íslandi er dálítil sérstaða, nefnilega sú að þeir hafa ekki einangrast í gettóum með öllum þeim vandræðum sem því fylgir heldur búa dreift; í öllum póstnúmerum borgarinnar og í bæjum úti um allt land. Það hefur sjaldnast verið mikið mál fyrir erlenda múslima, frekar en aðra, að aðlagast íslensku þjóðfélagi, kannski einna helst af því að Íslendingar upp til hópa dæma fólk eftir verðleikum og vinnusemi frekar en uppruna eða trúarbrögðum. Ég held að þessi sérstaða verði að teljast jákvæð. Það er söguleg staðreynd að hatursfull umræða, fordómar og áróður á opinberum vettvangi eru best til þess fallin að skapa einangrun og biturð, fái þetta að gerjast nógu lengi. Ofstopi og hatur fæðir sjaldnast neitt gott af sér. Sveinbjörg oddviti kvartar yfir því einhvers staðar að vopnin hafi að einhverju leyti snúist í höndunum á henni og gætu jafnvel bitnað á börnunum hennar. Ég vona innilega að svo sé ekki. En mig langar til að benda á að eftir þessa síðustu orrahríð koma múslimsk börn og unglingar grátandi heim og kvarta yfir svívirðingum og einelti. Foreldrarnir reyna að kyssa á bágtið og útskýra að slíkt sé runnið undan rifjum fáfræði, hræðslu og ofstopa sem erfitt er að losna alfarið við og vitna jafnvel í had"þu: Spámaðurinn, friður sé með honum, sagði einhverju sinni: „Verið eins og úlfaldinn, þótt hundarnir gelti og góli við fætur hans gengur hann rólegur sína leið jórtrandi, með höfuðið hátt.“
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar