Rannsakaður afturábak og áfram í 12 ár Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 13. júní 2014 07:00 Í síðustu viku féll dómur í svo kölluðu Aurum máli. Þar var enn á ný dæmt um sakargiftir á hendur mér. Í vel rökstuddum forsendum dómsins er í raun tekið undir allt sem ég hef haldið fram í þessu máli frá upphafi. Mikilvægast er að sýnt er fram á með rökum að Glitnir var betur settur eftir viðskiptin en áður var. Frá árinu 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá Sérstökum saksóknara og fyrirrennara þess embættis, efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar. Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög. Hvort brotin hafa þann tilgang að þóknast yfirmönnum þeirra, skal ósagt látið – en líkur standa til þess. Ég tel að sl. tólf ár hafi íslenska ríkið eytt sem nemur 3,5 milljörðum króna í þessar rannsóknir. Aldrei fyrr í Íslandssögunni hefur einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til þess að koma mér bak við lás og slá hefur það ekki gerst.Ég trúði á kerfið Á árinu 2002 og fram til ársins 2005 hafði ég þá trú að mál væru rannsökuð jafnt til sýknu og sektar, eins og lög kveða á um. Ég trúði á kerfið. Fram til 1. júlí 2005 sýndi ég fullan samstarfsvilja við rannsakendur, en þann dag leit fyrsta ákæran af þremur í s.k. Baugsmáli dagsins ljós. Þá rann upp fyrir mér að allar mínar skýringar og gögn skiptu engu máli. Vilji þeirra sem rannsökuðu málið til saksóknar var svo mikill að ekkert annað komst að. Stór hluti skýringarinnar er sá að rannsóknarvald og ákæruvald er á sömu hendi. Vald rannsakenda er gríðarlega mikið. Þess vegna er mikilvægt að sem rannsakendur veljist hæfir menn og eins hitt að þess sé gætt að ákæruvald og rannsóknarvald sé ekki á sömu hendi. Annað leiðir til þess að mál verða einungis rannsökuð til sektar. Að halda mönnum sem sakborningum svo árum skiptir er ómannúðleg aðgerð. Sá sem hefur stöðu sakbornings getur illa skipulagt sitt eigið líf. Hvenær verð ég kallaður fyrir næst? Verður ákært og þá hvenær? Er verið að hlera mig? Verður ráðist inn á heimilið mitt? Sími eiginkonu minnar var t.d. hleraður þótt mér vitanlega hafi hún aldrei legið undir grun hjá embættinu. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, lýsti svipaðri upplifun í svo kölluðu Imon-máli nú um daginn. Þar skýrði hann frá því að langar yfirheyrslur með fullum samstarfsvilja hans hefðu reynst tímaeyðsla. Ekkert hefði verið hlustað á hann. Meira að segja hefði Sérstakur saksóknari leyft sér að halda frá dómendum gögnum sem Sigurjón lagði fram á rannsóknarstigi málsins. Ég komst að þeirri niðurstöðu fyrir tæplega níu árum að ekki væri rétt að tjá sig hjá Embætti sérstaks saksóknara. Ég ræð mönnum eindregið frá því að svara spurningum rannsakenda við það embætti a.m.k. þar til sú breyting hefur átt sér stað að kappsamir rannsakendur sitji ekki undir sama þaki og þeir sem taka ákvörðun um útgáfu ákæru. Um leið og starfsmenn Sérstaks saksóknara eru búnir að afla sér heimilda til þess að hlera síma, ryðjast inn á heimili, handtaka fólk og hafa rótað í nærbuxnaskúffu á heimili hins grunaða þá er embættið komið í þá stöðu að þurfa að koma sekt á menn með öllum tiltækum ráðum. Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki. Er það virkilega svo að æðsti yfirmaður ákæruvaldsins í landinu ætli að láta þetta átölulaust? Á hann ekki að gæta varðmannanna? Einhver verður að gera það. Það gengur ekki að saksóknari sem reynir með brögðum að koma mönnum í fangelsi starfi áfram eins og ekkert hafi í skorist.Einhliða tilbúningur Ákæran í Aurum-málinu var byggð á því að verðmæti hlutafjárins í Aurum á miðju ári 2008 hefði verið fjarri því að vera 100 milljónir punda. Sú viðmiðun hefði verið einhliða tilbúningur forstjóra Baugs og enga stoð haft í raunveruleikanum. Þau lykilgögn sem vantaði í Aurum-málið þegar ákæran var gefin út og Sérstakur saksóknari hafði undir höndum eða a.m.k. vísbendingar um að væru til eru m.a.1Staðfestingarbréf frá viljugum kaupanda um að hann féllist á að hlutabréfin væru 100 milljóna punda virði.2Verðmat Kaupþings banka hf. frá 1. apríl 2008 sem sýndi að virði hlutafjárins væri 121 milljón punda.3Verðmat Glitnis banka frá júní 2008, sem gerði ráð fyrir að verðmæti hlutafjárins væri allt að 190 milljónir punda.4Áreiðanleikakönnun viljugs kaupanda, sem hann framkvæmdi sjálfur, sem sýndi verð upp á 107 milljónir punda. Grímur Grímsson lögreglumaður skýrði fyrir dómi að ástæða þess að niðurstöðu áreiðanleikakönnunar kaupandans var haldið fyrir utan málið hafi verið sú að gögn málsins hefðu verið orðin svo mikil að vöxtum að ekki hafi þótt rétt að bæta við fleiri gögnum, auk þess sem þau hefðu verið á ensku! Rétt er að halda til haga að þessi gögn eru nokkur hundruð síður en málsskjölin öll eru um 7.000 blaðsíður. Þessi aulaskýring stenst ekki skoðun, ekki frekar en eftiráskýring saksóknara um að hann hafi ekki vitað hver var bróðir annars meðdómarans. Ég hef legið undir grun í 12 ár. Upphaf mála gegn mér má rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í minn garð. Sannleikurinn í því efni kom í ljós þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir um níu árum. Mál mitt gegn íslenska ríkinu er nú á lokastigum hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Ég vænti mikils af þeirri niðurstöðu enda sjá það allir að ekki er hægt að halda manni í sakborningsstöðu í tólf ár. Ég hvet samfélag okkar til að skoða með yfirveguðum hætti hvort ekki hafi eitthvað farið út af sporinu í rannsókn Sérstaks saksóknara frá árinu 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku féll dómur í svo kölluðu Aurum máli. Þar var enn á ný dæmt um sakargiftir á hendur mér. Í vel rökstuddum forsendum dómsins er í raun tekið undir allt sem ég hef haldið fram í þessu máli frá upphafi. Mikilvægast er að sýnt er fram á með rökum að Glitnir var betur settur eftir viðskiptin en áður var. Frá árinu 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá Sérstökum saksóknara og fyrirrennara þess embættis, efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar. Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög. Hvort brotin hafa þann tilgang að þóknast yfirmönnum þeirra, skal ósagt látið – en líkur standa til þess. Ég tel að sl. tólf ár hafi íslenska ríkið eytt sem nemur 3,5 milljörðum króna í þessar rannsóknir. Aldrei fyrr í Íslandssögunni hefur einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til þess að koma mér bak við lás og slá hefur það ekki gerst.Ég trúði á kerfið Á árinu 2002 og fram til ársins 2005 hafði ég þá trú að mál væru rannsökuð jafnt til sýknu og sektar, eins og lög kveða á um. Ég trúði á kerfið. Fram til 1. júlí 2005 sýndi ég fullan samstarfsvilja við rannsakendur, en þann dag leit fyrsta ákæran af þremur í s.k. Baugsmáli dagsins ljós. Þá rann upp fyrir mér að allar mínar skýringar og gögn skiptu engu máli. Vilji þeirra sem rannsökuðu málið til saksóknar var svo mikill að ekkert annað komst að. Stór hluti skýringarinnar er sá að rannsóknarvald og ákæruvald er á sömu hendi. Vald rannsakenda er gríðarlega mikið. Þess vegna er mikilvægt að sem rannsakendur veljist hæfir menn og eins hitt að þess sé gætt að ákæruvald og rannsóknarvald sé ekki á sömu hendi. Annað leiðir til þess að mál verða einungis rannsökuð til sektar. Að halda mönnum sem sakborningum svo árum skiptir er ómannúðleg aðgerð. Sá sem hefur stöðu sakbornings getur illa skipulagt sitt eigið líf. Hvenær verð ég kallaður fyrir næst? Verður ákært og þá hvenær? Er verið að hlera mig? Verður ráðist inn á heimilið mitt? Sími eiginkonu minnar var t.d. hleraður þótt mér vitanlega hafi hún aldrei legið undir grun hjá embættinu. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, lýsti svipaðri upplifun í svo kölluðu Imon-máli nú um daginn. Þar skýrði hann frá því að langar yfirheyrslur með fullum samstarfsvilja hans hefðu reynst tímaeyðsla. Ekkert hefði verið hlustað á hann. Meira að segja hefði Sérstakur saksóknari leyft sér að halda frá dómendum gögnum sem Sigurjón lagði fram á rannsóknarstigi málsins. Ég komst að þeirri niðurstöðu fyrir tæplega níu árum að ekki væri rétt að tjá sig hjá Embætti sérstaks saksóknara. Ég ræð mönnum eindregið frá því að svara spurningum rannsakenda við það embætti a.m.k. þar til sú breyting hefur átt sér stað að kappsamir rannsakendur sitji ekki undir sama þaki og þeir sem taka ákvörðun um útgáfu ákæru. Um leið og starfsmenn Sérstaks saksóknara eru búnir að afla sér heimilda til þess að hlera síma, ryðjast inn á heimili, handtaka fólk og hafa rótað í nærbuxnaskúffu á heimili hins grunaða þá er embættið komið í þá stöðu að þurfa að koma sekt á menn með öllum tiltækum ráðum. Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki. Er það virkilega svo að æðsti yfirmaður ákæruvaldsins í landinu ætli að láta þetta átölulaust? Á hann ekki að gæta varðmannanna? Einhver verður að gera það. Það gengur ekki að saksóknari sem reynir með brögðum að koma mönnum í fangelsi starfi áfram eins og ekkert hafi í skorist.Einhliða tilbúningur Ákæran í Aurum-málinu var byggð á því að verðmæti hlutafjárins í Aurum á miðju ári 2008 hefði verið fjarri því að vera 100 milljónir punda. Sú viðmiðun hefði verið einhliða tilbúningur forstjóra Baugs og enga stoð haft í raunveruleikanum. Þau lykilgögn sem vantaði í Aurum-málið þegar ákæran var gefin út og Sérstakur saksóknari hafði undir höndum eða a.m.k. vísbendingar um að væru til eru m.a.1Staðfestingarbréf frá viljugum kaupanda um að hann féllist á að hlutabréfin væru 100 milljóna punda virði.2Verðmat Kaupþings banka hf. frá 1. apríl 2008 sem sýndi að virði hlutafjárins væri 121 milljón punda.3Verðmat Glitnis banka frá júní 2008, sem gerði ráð fyrir að verðmæti hlutafjárins væri allt að 190 milljónir punda.4Áreiðanleikakönnun viljugs kaupanda, sem hann framkvæmdi sjálfur, sem sýndi verð upp á 107 milljónir punda. Grímur Grímsson lögreglumaður skýrði fyrir dómi að ástæða þess að niðurstöðu áreiðanleikakönnunar kaupandans var haldið fyrir utan málið hafi verið sú að gögn málsins hefðu verið orðin svo mikil að vöxtum að ekki hafi þótt rétt að bæta við fleiri gögnum, auk þess sem þau hefðu verið á ensku! Rétt er að halda til haga að þessi gögn eru nokkur hundruð síður en málsskjölin öll eru um 7.000 blaðsíður. Þessi aulaskýring stenst ekki skoðun, ekki frekar en eftiráskýring saksóknara um að hann hafi ekki vitað hver var bróðir annars meðdómarans. Ég hef legið undir grun í 12 ár. Upphaf mála gegn mér má rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í minn garð. Sannleikurinn í því efni kom í ljós þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir um níu árum. Mál mitt gegn íslenska ríkinu er nú á lokastigum hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Ég vænti mikils af þeirri niðurstöðu enda sjá það allir að ekki er hægt að halda manni í sakborningsstöðu í tólf ár. Ég hvet samfélag okkar til að skoða með yfirveguðum hætti hvort ekki hafi eitthvað farið út af sporinu í rannsókn Sérstaks saksóknara frá árinu 2009.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun