
Haltu kjafti, eldaðu og vertu mjórri
Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið?
Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag.
Skoðun

Varmadælu-rafbílar
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Fúskleysi er framkvæmanlegt
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Erum við svona smá?
Ólafur Stephensen skrifar

Er apótekið opið? – af skyldum lyfsala
Már Egilsson skrifar

Vissulega lítið vit í slíkum samningi
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Er verið að færa menntun kennara hálfa öld aftur í tímann?
Atli Harðarson skrifar

Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára
Geir Finnsson skrifar

Verðbólguvarnir á ferðalögum
Björn Berg Gunnarsson skrifar

Staða lóðamála í Reykjavík
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

700 hjálmar
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Bréf til Kára
Aríel Pétursson skrifar

Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra
Pawel Bartoszek skrifar

Búsetufrelsi – Hver erum við?
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok
Kristrún Frostadóttir skrifar

Rangfærslur um skýrslu vegna Nýja Skerjafjarðar
Matthías Arngrímsson skrifar

Virði en ekki byrði
Ásgerður Pálsdóttir skrifar

Er gjaldmiðill sem sveiflast eins og íslenska veðrið endilega málið?
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Hver eru forgangsmál Sjálfstæðisflokksins?
Guðjón Jensson skrifar

Þú ert ekki bara óábyrgur, eins og þú segir sjálfur réttilega, Guðlaugur Þór
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hvert fer útsvarið mitt?
Sandra Gunnarsdóttir skrifar

Hver mun sinna þér?
Sandra B. Franks skrifar

Hvað amar eiginlega að okkur?
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Hugarafl 20 ára
Eymundur Eymundsson skrifar

Sök bítur...
Sigursteinn Másson skrifar

Nýtur náttúran verndar í Reykjavík?
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar

Samtalið við Seyðfirðinga sem aldrei varð
Magnús Guðmundsson skrifar

Nám fyrir öll!
Drífa Lýðsdóttir,Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Er búsetufrelsisfólk annars flokks?
Guðrún Njálsdóttir skrifar

Tillaga um beina kosningu borgarstjóra
Helgi Áss Grétarsson skrifar