Fasteignagjöld hækka um 800 milljónir Bjarki Ármannsson skrifar 11. júní 2014 09:00 Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sérbýli. Vísir/Vilhelm Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7 prósent og verður 5.396 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015. Þetta er talsvert meiri hækkun en í fyrra en alls hækkar matið á 91,7 prósent eigna á landinu. Eins og gefur að skilja þýðir hærra fasteignamat hærri fasteignagjöld á næsta ári. Gróflega má gera ráð fyrir því að fasteignagjöld Íslendinga muni hækka um 800 milljónir á næsta ári. Það gerir um 6.500 krónur aukalega á hvert heimili. Svo dæmi sé tekið myndu gjöld á fasteign í Vesturbæ Reykjavíkur sem er 40 milljóna króna virði hækka um tíu þúsund krónur samkvæmt nýju fasteignamati.Fjölbýli hækkar frekar á höfuðborgarsvæðinu Fasteignamat á landinu hækkar mest í Borgarfjarðarhreppi, eða um 14,3 prósent. Það lækkar í tveimur sveitarfélögum, um 2,1 prósent í Vogum á Vatnsleysuströnd og um 0,2 prósent í Ísafjarðarbæ. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 9,1 prósent. Matið lækkar hvergi á höfuðborgarsvæðinu. Mest hækkar það í Akrahverfi í Garðabæ, um 14,6 prósent, en minnst í Leirvogstungu í Mosfellsbæ, um 1,7 prósent. Matið á miðlægum svæðum hækkar að jafnaði meira en þeim sem eru í jaðri höfuðborgarinnar, þannig hækkar matið talsvert meira í til dæmis Vesturbænum og Hlíðahverfi Reykjavíkur en í Grafarvogi. Athygli vekur að á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sérbýli. Utan höfuðborgarsvæðisins er þessu öfugt farið.Tekjur sveitarfélaganna aukast um milljarð Fasteignamat á atvinnuhúsnæði hækkar um 12,4 prósent á landinu öllu. Breytingar á mati atvinnuhúsnæðis eru mjög mismunandi og stafar það fyrst og fremst af breyttri matsaðferð Þjóðskrár. Ný aðferð miðar að því að samband sé milli fasteignaverðs atvinnuhúsnæðis og þeirra tekna sem af húsnæðinu má hafa. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að tekjur sveitarfélaganna muni aukast um um það bil milljarð króna á næsta ári vegna nýju aðferðarinnar. Halldór segir einnig að álagning á eigendur fasteigna, sem hækka vegna nýju matsaðferðarinnar, verði milduð með nýju frumvarpi innanríkisráðherra í haust. „Þessu verður dreift á 2015 og 2016 og kemur ekki að fullu til útgjalda fyrir þau fyrirtæki sem eiga svona húsnæði fyrr en 2017,“ segir Halldór. Nýja fasteignamatið tekur ekki gildi fyrr en 31. desember næstkomandi og frestur til að skila inn athugasemdum vegna þess er til 1. nóvember. Tengdar fréttir Fasteignamat hækkar um 7,7% Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. 10. júní 2014 15:21 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7 prósent og verður 5.396 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015. Þetta er talsvert meiri hækkun en í fyrra en alls hækkar matið á 91,7 prósent eigna á landinu. Eins og gefur að skilja þýðir hærra fasteignamat hærri fasteignagjöld á næsta ári. Gróflega má gera ráð fyrir því að fasteignagjöld Íslendinga muni hækka um 800 milljónir á næsta ári. Það gerir um 6.500 krónur aukalega á hvert heimili. Svo dæmi sé tekið myndu gjöld á fasteign í Vesturbæ Reykjavíkur sem er 40 milljóna króna virði hækka um tíu þúsund krónur samkvæmt nýju fasteignamati.Fjölbýli hækkar frekar á höfuðborgarsvæðinu Fasteignamat á landinu hækkar mest í Borgarfjarðarhreppi, eða um 14,3 prósent. Það lækkar í tveimur sveitarfélögum, um 2,1 prósent í Vogum á Vatnsleysuströnd og um 0,2 prósent í Ísafjarðarbæ. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 9,1 prósent. Matið lækkar hvergi á höfuðborgarsvæðinu. Mest hækkar það í Akrahverfi í Garðabæ, um 14,6 prósent, en minnst í Leirvogstungu í Mosfellsbæ, um 1,7 prósent. Matið á miðlægum svæðum hækkar að jafnaði meira en þeim sem eru í jaðri höfuðborgarinnar, þannig hækkar matið talsvert meira í til dæmis Vesturbænum og Hlíðahverfi Reykjavíkur en í Grafarvogi. Athygli vekur að á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sérbýli. Utan höfuðborgarsvæðisins er þessu öfugt farið.Tekjur sveitarfélaganna aukast um milljarð Fasteignamat á atvinnuhúsnæði hækkar um 12,4 prósent á landinu öllu. Breytingar á mati atvinnuhúsnæðis eru mjög mismunandi og stafar það fyrst og fremst af breyttri matsaðferð Þjóðskrár. Ný aðferð miðar að því að samband sé milli fasteignaverðs atvinnuhúsnæðis og þeirra tekna sem af húsnæðinu má hafa. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að tekjur sveitarfélaganna muni aukast um um það bil milljarð króna á næsta ári vegna nýju aðferðarinnar. Halldór segir einnig að álagning á eigendur fasteigna, sem hækka vegna nýju matsaðferðarinnar, verði milduð með nýju frumvarpi innanríkisráðherra í haust. „Þessu verður dreift á 2015 og 2016 og kemur ekki að fullu til útgjalda fyrir þau fyrirtæki sem eiga svona húsnæði fyrr en 2017,“ segir Halldór. Nýja fasteignamatið tekur ekki gildi fyrr en 31. desember næstkomandi og frestur til að skila inn athugasemdum vegna þess er til 1. nóvember.
Tengdar fréttir Fasteignamat hækkar um 7,7% Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. 10. júní 2014 15:21 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Fasteignamat hækkar um 7,7% Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. 10. júní 2014 15:21
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur