Ég er heppin – ég er leikskólakennari Hanna María Ásgrímsdóttir skrifar 27. maí 2014 07:00 Ég er ótrúlega heppin. Á hverjum morgni þegar ég mæti til vinnu er mér tekið fagnandi, hlaupið er á móti mér með opna faðma og hlý faðmlög, svo setjumst við niður og fáum okkur að borða hollan morgunmat, góð leið til að byrja daginn. Ég er ótrúlega heppin. Ég er leikskólakennari og vinn á, að ég tel, einum af skemmtilegustu vinnustöðum landsins. Ég hef fengið að fylgjast með tugum barna frá því þau hafa verið með snuð og bleyjur allt þar til þau hafa verið búin að læra að skrifa nafnið sitt, telja upp í milljón, klæða sig og verið tilbúin í framhaldsmenntun grunnskólans. Ég hef fengið í fangið heilbrigð börn, veik eða slösuð, fötluð og ófötluð, af íslenskum og erlendum uppruna, hvert einasta barn er einstakt og öll hafa þau náð að heilla mig. Ég hef fengið að upplifa skemmtileg atvik, uppgötvanir, fyrstu skref, tannmissi, heyrt skemmtileg gullkorn og verið trúað fyrir dýpstu leyndarmálum. Ég hef líka upplifað sorgir, svikin loforð, svikna vináttu, stríðni, vera skilinn útundan en líka stærri sorgir sem rista dýpra og snerta samfélagið. Ég er ótrúlega heppin. Á hverjum degi fæ ég að vita að ég sé að vinna gott starf. Ég fæ viðurkenningu frá börnunum með faðmlagi eða brosi og klapp á bakið frá samstarfsfólki. Mesta viðurkenningin er þegar foreldrar rétta mér barn sitt að morgni og ég finn fyrir trausti. Þau treysta mér ásamt samstarfsfólki mínu fyrir því dýrmætasta sem þau eiga, barninu sínu. Á meðan þau stunda sína vinnu sjáum við til þess að barnið þeirra fái hollan og góðan mat, fái hvíld og viðeigandi menntun. Barnið er öruggt, það er í örvandi og þroskandi umhverfi með öðrum krökkum á svipuðu reiki, á svipuðu þroskaskeiði. Í leikskólanum læra börnin í gegnum leik og daglegar venjur. Málræktarkennsla fer fram allan daginn, jafnt í daglegu tali sem lestri bóka, söng og þulum. Börnin fara í skipulagðar hreyfistundir, fá að njóta sín í listsköpun, prufa sig áfram í tónlist. Stærðfræðinám barnanna er skemmtilegt, það fer fram í gegnum daglegt starf eins og þegar lagt er á borð og í gegnum leik. Hlutverk leikskólakennarans er að virkja börnin og bjóða þeim upp á fjölbreytileg og þroskandi verkefni ásamt því að aðstoða þau við að hafa góð samskipti hvert við annað. Smám saman læra leikskólabörnin að hjálpa sér sjálf, hvort sem er við að klæða sig eða næra, vera í hóp, hjálpast að og taka tillit hvert til annars. Leikskólinn styðst ekki við námsbækur líkt og önnur skólastig. Nám barnanna er að miklu leyti undir því komið hversu hugmyndaríkur kennarinn er og hversu vel honum gengur að vinna hugmyndir sínar með börnunum. Hugmyndir kennarans fanga ekki alltaf áhugasvið barnanna. Kennarinn þarf að vera nægjanlega sveigjanlegur til þess að snúa verkefnum upp í eitthvað allt annað, það sem fangar börnin. Það getur verið öskubíllinn sem mætir akkúrat á svæðið þegar börnin hefja sitt hópastarf eða lítill fugl sem liggur á grasinu rétt við göngustíginn þar sem þau eru í göngutúr. Góður kennari nýtir þessi augnablik í eitthvað uppbyggilegt og gerir hópastarfið eða göngutúrinn eftirminnilegt fyrir nemendur sína. Leikskólakennarinn er klettur, börnin treysta á hann í blíðu og stríðu. Leikskólakennarinn er líka vinur, börnin líta oft á leikskólakennarann sinn sem jafningja. Leikskólabörnin leita í hlýtt fang kennaranna þegar eitthvað kemur upp á, treysta á að þeir hjálpi þeim í erfiðleikum. Börnin sækja í aga, þau vilja skipulag og geta gengið að föstum liðum leikskólastarfsins vísum. Jafnvel allra yngstu börnin vita að á eftir hádegismat fara þau að hvíla sig og foreldrar og leikskólakennarar eru jafn hissa þegar litlu krílin leggjast á dýnu innan um mörg önnur börn og fara að sofa. Aðlögunarhæfni þeirra er ótrúleg. Að degi loknum eru börnin sótt. Mér finnst alltaf jafn gaman að upplifa það þegar börnin eru sótt að þau vilji ekki fara heim. Það segir mér að þeim líður vel í leikskólanum og er sennilega stærsta viðurkenning sem ég fæ í vinnunni. Góð samskipti leikskólakennara og foreldra eru mjög mikilvæg. Foreldrum þarf að líða vel með að skilja barnið sitt eftir á leikskólanum því sú vellíðan smitast til barnsins og fyllir það öryggi. Foreldrar þurfa að fá upplýsingar um það sem á daginn hefur drifið því leikskólabörnin eru lítið fyrir að rifja upp daginn, þau segja bara frá aðalatriðum. Ég veit um dreng sem sagði bara frá því þegar hann var að kubba í leikskólanum, annars mundi hann ekkert eftir því sem dagurinn hafði haft upp á að bjóða. Eins veit ég um stúlku sem sagðist alltaf hafa fengið skyr í matinn og að lokum bar faðirinn þetta upp á leikskólastjórann og sagðist ekki skilja í því að ekki væri hægt að gefa barninu eitthvað annað en skyr í matinn. Fyrir okkar margfrægu kreppu voru leikskólar í basli, næga vinnu var að hafa fyrir landann og fáir sættu sig við þau laun sem leikskólinn gat boðið upp á. Leikskólinn fékk aldrei að upplifa góðæri, tímar til fjárfestinga fyrir hvern og einn leikskóla voru ekki í góðærinu, peningarnir fóru annað. Þrátt fyrir nauman fjárhag tóku leikskólarnir á sig verulegan niðurskurð þegar kreppan skall á. Ýmislegt sem hafði setið á hakanum þurfti að sitja þar áfram um ókomna framtíð. Það var alveg hægt að sætta sig við það, það sem verra var er sú staðreynd að afleysing var víðast hvar skorin niður í hér um bil ekki neitt. Matarverð hækkaði en matarkvótar hækkuðu ekki að sama skapi. Yfirvinna hefur aldrei verið mikil á leikskólum og var mest í formi funda sem voru nauðsynlegir fyrir starfið, á þeim gafst starfsfólki tækifæri til að setjast niður og ræða málin sem heild, efla samstarf og starfsanda leikskólans en yfirvinnubann var sett. Þessi niðurskurður hefur haft bein áhrif á börnin, starf þeirra varð ekki eins markvisst og áður einkum vegna þess að erfiðara hefur verið að finna tíma til að undirbúa starfið með starfsfólkinu. Skipulagsdagar leikskólanna eru vel nýttir í skipulagsvinnu en þá þarf líka að nýta í símenntun, skólanámskrárgerð, endurmat o.fl. Leikskólakennarar eru metnaðarfull stétt og bera mikla virðingu fyrir starfi sínu og börnunum. Þeir hafa löngum á sig blómum bætt í gegnum tíðina, sífellt aukast kröfur þjóðfélagsins bæði til starfs og umgjörðar. Starf leikskólakennara er mikilvægt. Langflest börn á aldrinum 2-6 ára eru í leikskóla og krefjast góðrar kennslu, umönnunar og félagsskapar. Þjóðfélagið býður upp á lítið annað en að foreldrar séu báðir útivinnandi og þeir treysta á leikskólana á meðan. Nú vinna fulltrúar leikskólakennara í því að fá fram sambærilega launahækkun og aðrar kennarastéttir hafa verið að fá undanfarið. Margir skilja ekki hvernig leikskólakennarar fara að því að vinna innan um öll þessi börn og í öllum þessum hávaða, hvað þá fyrir þessi laun. Er ekki kominn tími til þess að starf leikskólakennara sé metið að verðleikum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég er ótrúlega heppin. Á hverjum morgni þegar ég mæti til vinnu er mér tekið fagnandi, hlaupið er á móti mér með opna faðma og hlý faðmlög, svo setjumst við niður og fáum okkur að borða hollan morgunmat, góð leið til að byrja daginn. Ég er ótrúlega heppin. Ég er leikskólakennari og vinn á, að ég tel, einum af skemmtilegustu vinnustöðum landsins. Ég hef fengið að fylgjast með tugum barna frá því þau hafa verið með snuð og bleyjur allt þar til þau hafa verið búin að læra að skrifa nafnið sitt, telja upp í milljón, klæða sig og verið tilbúin í framhaldsmenntun grunnskólans. Ég hef fengið í fangið heilbrigð börn, veik eða slösuð, fötluð og ófötluð, af íslenskum og erlendum uppruna, hvert einasta barn er einstakt og öll hafa þau náð að heilla mig. Ég hef fengið að upplifa skemmtileg atvik, uppgötvanir, fyrstu skref, tannmissi, heyrt skemmtileg gullkorn og verið trúað fyrir dýpstu leyndarmálum. Ég hef líka upplifað sorgir, svikin loforð, svikna vináttu, stríðni, vera skilinn útundan en líka stærri sorgir sem rista dýpra og snerta samfélagið. Ég er ótrúlega heppin. Á hverjum degi fæ ég að vita að ég sé að vinna gott starf. Ég fæ viðurkenningu frá börnunum með faðmlagi eða brosi og klapp á bakið frá samstarfsfólki. Mesta viðurkenningin er þegar foreldrar rétta mér barn sitt að morgni og ég finn fyrir trausti. Þau treysta mér ásamt samstarfsfólki mínu fyrir því dýrmætasta sem þau eiga, barninu sínu. Á meðan þau stunda sína vinnu sjáum við til þess að barnið þeirra fái hollan og góðan mat, fái hvíld og viðeigandi menntun. Barnið er öruggt, það er í örvandi og þroskandi umhverfi með öðrum krökkum á svipuðu reiki, á svipuðu þroskaskeiði. Í leikskólanum læra börnin í gegnum leik og daglegar venjur. Málræktarkennsla fer fram allan daginn, jafnt í daglegu tali sem lestri bóka, söng og þulum. Börnin fara í skipulagðar hreyfistundir, fá að njóta sín í listsköpun, prufa sig áfram í tónlist. Stærðfræðinám barnanna er skemmtilegt, það fer fram í gegnum daglegt starf eins og þegar lagt er á borð og í gegnum leik. Hlutverk leikskólakennarans er að virkja börnin og bjóða þeim upp á fjölbreytileg og þroskandi verkefni ásamt því að aðstoða þau við að hafa góð samskipti hvert við annað. Smám saman læra leikskólabörnin að hjálpa sér sjálf, hvort sem er við að klæða sig eða næra, vera í hóp, hjálpast að og taka tillit hvert til annars. Leikskólinn styðst ekki við námsbækur líkt og önnur skólastig. Nám barnanna er að miklu leyti undir því komið hversu hugmyndaríkur kennarinn er og hversu vel honum gengur að vinna hugmyndir sínar með börnunum. Hugmyndir kennarans fanga ekki alltaf áhugasvið barnanna. Kennarinn þarf að vera nægjanlega sveigjanlegur til þess að snúa verkefnum upp í eitthvað allt annað, það sem fangar börnin. Það getur verið öskubíllinn sem mætir akkúrat á svæðið þegar börnin hefja sitt hópastarf eða lítill fugl sem liggur á grasinu rétt við göngustíginn þar sem þau eru í göngutúr. Góður kennari nýtir þessi augnablik í eitthvað uppbyggilegt og gerir hópastarfið eða göngutúrinn eftirminnilegt fyrir nemendur sína. Leikskólakennarinn er klettur, börnin treysta á hann í blíðu og stríðu. Leikskólakennarinn er líka vinur, börnin líta oft á leikskólakennarann sinn sem jafningja. Leikskólabörnin leita í hlýtt fang kennaranna þegar eitthvað kemur upp á, treysta á að þeir hjálpi þeim í erfiðleikum. Börnin sækja í aga, þau vilja skipulag og geta gengið að föstum liðum leikskólastarfsins vísum. Jafnvel allra yngstu börnin vita að á eftir hádegismat fara þau að hvíla sig og foreldrar og leikskólakennarar eru jafn hissa þegar litlu krílin leggjast á dýnu innan um mörg önnur börn og fara að sofa. Aðlögunarhæfni þeirra er ótrúleg. Að degi loknum eru börnin sótt. Mér finnst alltaf jafn gaman að upplifa það þegar börnin eru sótt að þau vilji ekki fara heim. Það segir mér að þeim líður vel í leikskólanum og er sennilega stærsta viðurkenning sem ég fæ í vinnunni. Góð samskipti leikskólakennara og foreldra eru mjög mikilvæg. Foreldrum þarf að líða vel með að skilja barnið sitt eftir á leikskólanum því sú vellíðan smitast til barnsins og fyllir það öryggi. Foreldrar þurfa að fá upplýsingar um það sem á daginn hefur drifið því leikskólabörnin eru lítið fyrir að rifja upp daginn, þau segja bara frá aðalatriðum. Ég veit um dreng sem sagði bara frá því þegar hann var að kubba í leikskólanum, annars mundi hann ekkert eftir því sem dagurinn hafði haft upp á að bjóða. Eins veit ég um stúlku sem sagðist alltaf hafa fengið skyr í matinn og að lokum bar faðirinn þetta upp á leikskólastjórann og sagðist ekki skilja í því að ekki væri hægt að gefa barninu eitthvað annað en skyr í matinn. Fyrir okkar margfrægu kreppu voru leikskólar í basli, næga vinnu var að hafa fyrir landann og fáir sættu sig við þau laun sem leikskólinn gat boðið upp á. Leikskólinn fékk aldrei að upplifa góðæri, tímar til fjárfestinga fyrir hvern og einn leikskóla voru ekki í góðærinu, peningarnir fóru annað. Þrátt fyrir nauman fjárhag tóku leikskólarnir á sig verulegan niðurskurð þegar kreppan skall á. Ýmislegt sem hafði setið á hakanum þurfti að sitja þar áfram um ókomna framtíð. Það var alveg hægt að sætta sig við það, það sem verra var er sú staðreynd að afleysing var víðast hvar skorin niður í hér um bil ekki neitt. Matarverð hækkaði en matarkvótar hækkuðu ekki að sama skapi. Yfirvinna hefur aldrei verið mikil á leikskólum og var mest í formi funda sem voru nauðsynlegir fyrir starfið, á þeim gafst starfsfólki tækifæri til að setjast niður og ræða málin sem heild, efla samstarf og starfsanda leikskólans en yfirvinnubann var sett. Þessi niðurskurður hefur haft bein áhrif á börnin, starf þeirra varð ekki eins markvisst og áður einkum vegna þess að erfiðara hefur verið að finna tíma til að undirbúa starfið með starfsfólkinu. Skipulagsdagar leikskólanna eru vel nýttir í skipulagsvinnu en þá þarf líka að nýta í símenntun, skólanámskrárgerð, endurmat o.fl. Leikskólakennarar eru metnaðarfull stétt og bera mikla virðingu fyrir starfi sínu og börnunum. Þeir hafa löngum á sig blómum bætt í gegnum tíðina, sífellt aukast kröfur þjóðfélagsins bæði til starfs og umgjörðar. Starf leikskólakennara er mikilvægt. Langflest börn á aldrinum 2-6 ára eru í leikskóla og krefjast góðrar kennslu, umönnunar og félagsskapar. Þjóðfélagið býður upp á lítið annað en að foreldrar séu báðir útivinnandi og þeir treysta á leikskólana á meðan. Nú vinna fulltrúar leikskólakennara í því að fá fram sambærilega launahækkun og aðrar kennarastéttir hafa verið að fá undanfarið. Margir skilja ekki hvernig leikskólakennarar fara að því að vinna innan um öll þessi börn og í öllum þessum hávaða, hvað þá fyrir þessi laun. Er ekki kominn tími til þess að starf leikskólakennara sé metið að verðleikum?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun