Svarti spegillinn Stefán Máni skrifar 24. maí 2014 07:00 Yfir gjaldkerastúkunum í Íslandsbanka í Lækjargötu er stórt auglýsingaplakat. Á myndinni er ung stúlka í júdógalla í íþróttasal. En hún er ekki í júdó heldur í símanum, hún starir á skjáinn og er að gera eitthvað – hún er ekki hér, hún er annars staðar. Samtíminn í hnotskurn. Auglýsingin er ekki viðvörun frá Lýðheilsustofnun heldur hvatning frá bankanum sem samþykkir þessa staðalímynd, hann vill að séum ekki hér heldur í símanum, að nota appið þeirra. Við lifum í ríku samfélagi þar sem næstum allir á aldrinum 10 til 50 ára ganga um með 100.000 króna leikfang í hendinni, litla tölvu sem er líka sími og lítur út eins og svartur spegill. Þetta er magnað tæki sem er sítengt við stafrænan alheim af öllu og engu, góðu og slæmu – við dýrkum tækið og dáum og verðum alltaf að eiga nýjustu útgáfuna því að við viljum ekki dragast aftur úr, verða púkó, missa af einhverju sem við erum samt ekki alveg viss um hvað er. Við hittumst á kaffihúsi en tölum varla við vini okkar, við störum í svarta spegilinn – kíkjum í það minnsta reglulega á hann, og alveg örugglega miklu oftar en við höldum eða viljum viðurkenna. Við laumumst til að kíkja á hann á fundum, í bílnum, í bíó, alls staðar og hvar sem er. Til að gá að hverju, vitum við það? Börnin okkar fylgjast með okkur stara í spegilinn. Við veitum þeim minni athygli, þau verða pirruð, þau gera okkur pirruð og á endanum réttum við þeim símann svo að við fáum smá frið. Þau eru afskipt og verða síðan ofvirk af of mikilli örvun. Við erum líka að verða ofvirk, höldum ekki athyglinni nema í fáeinar sekúndur, missum þráðinn og okkur fer að leiðast – allt verður að vera stutt og sniðugt, í lit og með hljóði. Við tökum myndir til að sanna að við höfum gert þetta, verið þar, en það sem við gerðum var bara að taka mynd og við vorum ekki þar heldur í símanum. Við mötum Netið af upplýsingum um okkur, við höldum að við séum í leik en það er verið að leika með okkur. Við flökkum milli samfélagsmiðla, lækum, sérum, gerum eitthvað sniðugt, njósnum og skoðum kettlingamyndbönd – við fjarlægjumst annað fólk, við verðum smám saman andfélagsleg því að samskiptahæfnin dofnar, við erum einangruð inni í svarta speglinum, kunnum ekki lengur kurteisi, sýnum ekki tillitssemi og verðum alltaf sjálfhverfari og sjálfhverfari þangað til að við hverfum inn í sjálf okkur. Erum við í alvörunni viðstödd eigið líf? Eigum við okkur líf? Eða erum við horfin inn í svarta spegilinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Yfir gjaldkerastúkunum í Íslandsbanka í Lækjargötu er stórt auglýsingaplakat. Á myndinni er ung stúlka í júdógalla í íþróttasal. En hún er ekki í júdó heldur í símanum, hún starir á skjáinn og er að gera eitthvað – hún er ekki hér, hún er annars staðar. Samtíminn í hnotskurn. Auglýsingin er ekki viðvörun frá Lýðheilsustofnun heldur hvatning frá bankanum sem samþykkir þessa staðalímynd, hann vill að séum ekki hér heldur í símanum, að nota appið þeirra. Við lifum í ríku samfélagi þar sem næstum allir á aldrinum 10 til 50 ára ganga um með 100.000 króna leikfang í hendinni, litla tölvu sem er líka sími og lítur út eins og svartur spegill. Þetta er magnað tæki sem er sítengt við stafrænan alheim af öllu og engu, góðu og slæmu – við dýrkum tækið og dáum og verðum alltaf að eiga nýjustu útgáfuna því að við viljum ekki dragast aftur úr, verða púkó, missa af einhverju sem við erum samt ekki alveg viss um hvað er. Við hittumst á kaffihúsi en tölum varla við vini okkar, við störum í svarta spegilinn – kíkjum í það minnsta reglulega á hann, og alveg örugglega miklu oftar en við höldum eða viljum viðurkenna. Við laumumst til að kíkja á hann á fundum, í bílnum, í bíó, alls staðar og hvar sem er. Til að gá að hverju, vitum við það? Börnin okkar fylgjast með okkur stara í spegilinn. Við veitum þeim minni athygli, þau verða pirruð, þau gera okkur pirruð og á endanum réttum við þeim símann svo að við fáum smá frið. Þau eru afskipt og verða síðan ofvirk af of mikilli örvun. Við erum líka að verða ofvirk, höldum ekki athyglinni nema í fáeinar sekúndur, missum þráðinn og okkur fer að leiðast – allt verður að vera stutt og sniðugt, í lit og með hljóði. Við tökum myndir til að sanna að við höfum gert þetta, verið þar, en það sem við gerðum var bara að taka mynd og við vorum ekki þar heldur í símanum. Við mötum Netið af upplýsingum um okkur, við höldum að við séum í leik en það er verið að leika með okkur. Við flökkum milli samfélagsmiðla, lækum, sérum, gerum eitthvað sniðugt, njósnum og skoðum kettlingamyndbönd – við fjarlægjumst annað fólk, við verðum smám saman andfélagsleg því að samskiptahæfnin dofnar, við erum einangruð inni í svarta speglinum, kunnum ekki lengur kurteisi, sýnum ekki tillitssemi og verðum alltaf sjálfhverfari og sjálfhverfari þangað til að við hverfum inn í sjálf okkur. Erum við í alvörunni viðstödd eigið líf? Eigum við okkur líf? Eða erum við horfin inn í svarta spegilinn?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun