Dögun vill meiri jöfnuð og minna mas Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Það geta flestir sammælst um að Reykjavík er frábær borg. Einnig geta flestir sammælst um að það er gott að búa í velferðarsamfélagi þar sem hugsað er um náungann. Þeir sem verða fyrir atvinnumissi fá atvinnuleysisbætur og fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum getur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Þessi fjárhagsaðstoð er þó ekki í takti við raunveruleikann. Okkur í Dögun finnst að fjárhagsaðstoðin mætti vera hærri. Þeir sem hafa enga atvinnu eða þurfa af öðrum ástæðum að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Margir geta það hreinlega ekki. Það er sér í lagi afar erfitt fyrir einstæða foreldra að lifa af fjárhagsaðstoð. Húsaleiga í borginni er há og margir sem eru í eigin húsnæði þurfa að greiða háar fjárhæðir mánaðarlega af húsnæðislánum. Skuldugir fasteignaeigendur sem vilja selja húsnæði sitt og fara á leigumarkað hætta sér ekki til þess eins og staðan er í dag. Barnafólk berst í bökkum og í Reykjavík þurfa foreldrar t.d. að borga fyrir skólamáltíðir barna sinna, sem ekki var áður. Það má segja að reikningar hrannist upp hjá þeim sem hafa úr litlu að moða. Dögun í Reykjavík lítur ekki undan þeirri staðreynd að aukin fátækt er raunveruleiki fjölda fólks í borginni. Það er skýrt markmið Dögunar í Reykjavík að koma betur til móts við lágtekjufólk. Það þarf að bregðast við bráðavanda á húsnæðismarkaði. Dögun í Reykjavík vill að Félagsbústöðum hf. verði falið að byggja 300-400 bráðabirgðaíbúðir í borginni strax eftir kosningar. Dögun vill einnig að fjárhagsaðstoð til foreldra dugi fyrir framfærslu heimilisins með tilliti til fjölda barna. Einnig vill Dögun í Reykjavík að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk. Stefna Dögunar í Reykjavík er velferðar- og fjölskyldustefna. Meiri jöfnuð og minna mas, X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það geta flestir sammælst um að Reykjavík er frábær borg. Einnig geta flestir sammælst um að það er gott að búa í velferðarsamfélagi þar sem hugsað er um náungann. Þeir sem verða fyrir atvinnumissi fá atvinnuleysisbætur og fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum getur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Þessi fjárhagsaðstoð er þó ekki í takti við raunveruleikann. Okkur í Dögun finnst að fjárhagsaðstoðin mætti vera hærri. Þeir sem hafa enga atvinnu eða þurfa af öðrum ástæðum að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Margir geta það hreinlega ekki. Það er sér í lagi afar erfitt fyrir einstæða foreldra að lifa af fjárhagsaðstoð. Húsaleiga í borginni er há og margir sem eru í eigin húsnæði þurfa að greiða háar fjárhæðir mánaðarlega af húsnæðislánum. Skuldugir fasteignaeigendur sem vilja selja húsnæði sitt og fara á leigumarkað hætta sér ekki til þess eins og staðan er í dag. Barnafólk berst í bökkum og í Reykjavík þurfa foreldrar t.d. að borga fyrir skólamáltíðir barna sinna, sem ekki var áður. Það má segja að reikningar hrannist upp hjá þeim sem hafa úr litlu að moða. Dögun í Reykjavík lítur ekki undan þeirri staðreynd að aukin fátækt er raunveruleiki fjölda fólks í borginni. Það er skýrt markmið Dögunar í Reykjavík að koma betur til móts við lágtekjufólk. Það þarf að bregðast við bráðavanda á húsnæðismarkaði. Dögun í Reykjavík vill að Félagsbústöðum hf. verði falið að byggja 300-400 bráðabirgðaíbúðir í borginni strax eftir kosningar. Dögun vill einnig að fjárhagsaðstoð til foreldra dugi fyrir framfærslu heimilisins með tilliti til fjölda barna. Einnig vill Dögun í Reykjavík að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk. Stefna Dögunar í Reykjavík er velferðar- og fjölskyldustefna. Meiri jöfnuð og minna mas, X-T.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar