Staða Más enn ekki auglýst Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2014 08:00 Bjarni Benediktsson Staða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hefur ekki verið auglýst þótt unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu. Skipunartími Más rennur út 20. ágúst næstkomandi. Már hefði verið sjálfskipaður til fimm ára ef ekki hefði verið tilkynnt um fyrirætlanir ráðuneytisins að auglýsa starfið. Þegar ráðuneytið tilkynnti um auglýsinguna á vef sínum kom fram að tilgangur hennar væri að auka svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann. Þær breytingar hafa ekki verið gerðar og nefnd sem sér um breytingarnar tók til starfa í maí síðastliðnum. Um það var tilkynnt ellefu dögum áður en þingi var frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Jafnframt sagði hann þar: „Það er enn þá svolítið í að frumvarpið komi fram, einhverjar vikur myndi ég halda. Þó að þetta geti auðvitað klárast hratt.“ Í umræðum á Alþingi seinna í febrúar kom aftur á móti fram að ólíklegt væri að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þinginu. Þá spurði Katrín Jakobsdóttir hvers vegna staða Más væri auglýst þegar ljóst væri að ekkert yrði úr nýjum lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að verið sé að vinna að því innan ráðuneytisins að auglýsa stöðuna. „Meginástæðan fyrir því að staðan er auglýst er að skipunartíminn er útrunninn. Með því að taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna var stjórnvöldum sannarlega skapað svigrúm til að gera breytingar á lögum, ef það hefði þótt nauðsynlegt fyrir næsta skipunartímabil,“ segir Bjarni. Nýr seðlabankastjóri, Már Guðmundsson eða annar, verður ráðinn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er til fimm ára í senn. Bjarni segir að þrátt fyrir að nýr seðlabankastjóri muni starfa samkvæmt núgildandi lögum þá skipti máli að það liggi fyrir að stjórnvöld hyggist breyta til. „Það skiptir máli í þessu samhengi að það liggi fyrir að lögin séu til endurskoðunar þegar nýr skipunartími hefst, hvenær sem það verður. Við höfum nú þegar óskað eftir tilnefningu frá Seðlabankanum og Háskólanum í matsnefndina.“ Ólöf Nordal lögfræðingur er formaður nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Hún segir starfið á byrjunarstigi. „Nefndin var bara skipuð rétt eftir páska og við höfum haldið tvo fundi. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig.“ Ekki náðist tal af Má Guðmundssyni. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Staða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hefur ekki verið auglýst þótt unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu. Skipunartími Más rennur út 20. ágúst næstkomandi. Már hefði verið sjálfskipaður til fimm ára ef ekki hefði verið tilkynnt um fyrirætlanir ráðuneytisins að auglýsa starfið. Þegar ráðuneytið tilkynnti um auglýsinguna á vef sínum kom fram að tilgangur hennar væri að auka svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann. Þær breytingar hafa ekki verið gerðar og nefnd sem sér um breytingarnar tók til starfa í maí síðastliðnum. Um það var tilkynnt ellefu dögum áður en þingi var frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Jafnframt sagði hann þar: „Það er enn þá svolítið í að frumvarpið komi fram, einhverjar vikur myndi ég halda. Þó að þetta geti auðvitað klárast hratt.“ Í umræðum á Alþingi seinna í febrúar kom aftur á móti fram að ólíklegt væri að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þinginu. Þá spurði Katrín Jakobsdóttir hvers vegna staða Más væri auglýst þegar ljóst væri að ekkert yrði úr nýjum lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að verið sé að vinna að því innan ráðuneytisins að auglýsa stöðuna. „Meginástæðan fyrir því að staðan er auglýst er að skipunartíminn er útrunninn. Með því að taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna var stjórnvöldum sannarlega skapað svigrúm til að gera breytingar á lögum, ef það hefði þótt nauðsynlegt fyrir næsta skipunartímabil,“ segir Bjarni. Nýr seðlabankastjóri, Már Guðmundsson eða annar, verður ráðinn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er til fimm ára í senn. Bjarni segir að þrátt fyrir að nýr seðlabankastjóri muni starfa samkvæmt núgildandi lögum þá skipti máli að það liggi fyrir að stjórnvöld hyggist breyta til. „Það skiptir máli í þessu samhengi að það liggi fyrir að lögin séu til endurskoðunar þegar nýr skipunartími hefst, hvenær sem það verður. Við höfum nú þegar óskað eftir tilnefningu frá Seðlabankanum og Háskólanum í matsnefndina.“ Ólöf Nordal lögfræðingur er formaður nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Hún segir starfið á byrjunarstigi. „Nefndin var bara skipuð rétt eftir páska og við höfum haldið tvo fundi. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig.“ Ekki náðist tal af Má Guðmundssyni.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira