Byrjað að stela? Ögmundur Jónasson skrifar 22. maí 2014 07:00 Það sem ég hef óttast mest af hálfu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að hún steli af þjóðinni eignum hennar. Sporin hræða. Skyldu menn almennt gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir allt bölmóðstalið á sínum tíma, báru ríkisbankarnir sig alla tíð bærilega og voru fullkomlega sjálfbærir. Í byrjun tíunda áratugarins kom að vísu tímabundið framlag úr ríkissjóði til Landsbankans, en það var að fullu greitt til baka. Óþarfi er að fjölyrða um hvað einkavæddir bankarnir kostuðu síðan þjóðina. Menn stigu einkavæðingar- og söluskrefin ætíð lævíslega. Þannig átti aðeins að hlutafélagavæða Landsímann á sínum tíma – „alls ekki selja“. Sömu sögu er að segja af sölu bankanna. Nú er Landsbankinn aftur kominn í eigu ríkissjóðs og byrjaður að pumpa milljarðatugum inn í sameiginlega sjóði landsmanna í formi arðs. Þá vitum við að þess er skammt að bíða að reynt verður að hafa þessa eign af okkur. Sanniði til! Reyndar er það orðið mest aðkallandi verkefni samtímans að umturna fjármálakerfinu – þar með talið Landsbankanum – þannig að það vinnur í þágu almennings en ekki gegn.Rangir hagsmunir Og auðvitað mun verða reynt að verða við kröfu gráðugra fjárfesta sem vilja eignast Landsvirkjun. Samkvæmt rannsókn fjárfesta á fýsileika þess að leggja raforkukapal til Evrópu gæti hann gefið Landsvirkjun fjörutíu milljarða í arð á ári, það er að segja ef við yrðum nógu dugleg að eyðileggja náttúruperlur okkar fyrir orkusölu til soltins Evrópumarkaðs. Fjárfestingin yrði að vísu fimm hundruð milljarðar – en það myndu langtímafjárfestar ekki setja fyrir sig. Og auðvitað verður þetta svona nema almenningur stoppi stjórnvöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra er nú búinn að lýsa því yfir að hann vilji selja Landsvirkjun. Bara pínulítið – og til góðra fjárfesta – lífeyrissjóðanna. Allt samkvæmt gömlu formúlunni að fara hægt að þjóðinni. Og lífeyrissjóðirnir, skyldu þeir vera reiðubúnir að láta hafa sig í skítverkið? Vonandi ekki sá sem ég greiði til. Reynslan erlendis af fjárfestingum lífeyrissjóða í stoðkerfum samfélagsins er alla vega. Eitt er þó sammerkt með þeim. Enginn munur er á lífeyrissjóðum sem fjárfestum og öðrum að því leyti að þeir vilja hámarksarð af eign sinni ekki síður en aðrir og eru reiðubúnir að selja og braska ekkert síður en aðrir. Arður Íslendinga af Landsvirkjun á að liggja í lágu orkuverði. Með sölu Landsvirkjunar yrðu múraðir inn rangir hagsmunir; hagsmunir sem lægju í því að virkja sem mest og selja orkuna sem hæst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem ég hef óttast mest af hálfu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að hún steli af þjóðinni eignum hennar. Sporin hræða. Skyldu menn almennt gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir allt bölmóðstalið á sínum tíma, báru ríkisbankarnir sig alla tíð bærilega og voru fullkomlega sjálfbærir. Í byrjun tíunda áratugarins kom að vísu tímabundið framlag úr ríkissjóði til Landsbankans, en það var að fullu greitt til baka. Óþarfi er að fjölyrða um hvað einkavæddir bankarnir kostuðu síðan þjóðina. Menn stigu einkavæðingar- og söluskrefin ætíð lævíslega. Þannig átti aðeins að hlutafélagavæða Landsímann á sínum tíma – „alls ekki selja“. Sömu sögu er að segja af sölu bankanna. Nú er Landsbankinn aftur kominn í eigu ríkissjóðs og byrjaður að pumpa milljarðatugum inn í sameiginlega sjóði landsmanna í formi arðs. Þá vitum við að þess er skammt að bíða að reynt verður að hafa þessa eign af okkur. Sanniði til! Reyndar er það orðið mest aðkallandi verkefni samtímans að umturna fjármálakerfinu – þar með talið Landsbankanum – þannig að það vinnur í þágu almennings en ekki gegn.Rangir hagsmunir Og auðvitað mun verða reynt að verða við kröfu gráðugra fjárfesta sem vilja eignast Landsvirkjun. Samkvæmt rannsókn fjárfesta á fýsileika þess að leggja raforkukapal til Evrópu gæti hann gefið Landsvirkjun fjörutíu milljarða í arð á ári, það er að segja ef við yrðum nógu dugleg að eyðileggja náttúruperlur okkar fyrir orkusölu til soltins Evrópumarkaðs. Fjárfestingin yrði að vísu fimm hundruð milljarðar – en það myndu langtímafjárfestar ekki setja fyrir sig. Og auðvitað verður þetta svona nema almenningur stoppi stjórnvöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra er nú búinn að lýsa því yfir að hann vilji selja Landsvirkjun. Bara pínulítið – og til góðra fjárfesta – lífeyrissjóðanna. Allt samkvæmt gömlu formúlunni að fara hægt að þjóðinni. Og lífeyrissjóðirnir, skyldu þeir vera reiðubúnir að láta hafa sig í skítverkið? Vonandi ekki sá sem ég greiði til. Reynslan erlendis af fjárfestingum lífeyrissjóða í stoðkerfum samfélagsins er alla vega. Eitt er þó sammerkt með þeim. Enginn munur er á lífeyrissjóðum sem fjárfestum og öðrum að því leyti að þeir vilja hámarksarð af eign sinni ekki síður en aðrir og eru reiðubúnir að selja og braska ekkert síður en aðrir. Arður Íslendinga af Landsvirkjun á að liggja í lágu orkuverði. Með sölu Landsvirkjunar yrðu múraðir inn rangir hagsmunir; hagsmunir sem lægju í því að virkja sem mest og selja orkuna sem hæst.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun