Byrjað að stela? Ögmundur Jónasson skrifar 22. maí 2014 07:00 Það sem ég hef óttast mest af hálfu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að hún steli af þjóðinni eignum hennar. Sporin hræða. Skyldu menn almennt gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir allt bölmóðstalið á sínum tíma, báru ríkisbankarnir sig alla tíð bærilega og voru fullkomlega sjálfbærir. Í byrjun tíunda áratugarins kom að vísu tímabundið framlag úr ríkissjóði til Landsbankans, en það var að fullu greitt til baka. Óþarfi er að fjölyrða um hvað einkavæddir bankarnir kostuðu síðan þjóðina. Menn stigu einkavæðingar- og söluskrefin ætíð lævíslega. Þannig átti aðeins að hlutafélagavæða Landsímann á sínum tíma – „alls ekki selja“. Sömu sögu er að segja af sölu bankanna. Nú er Landsbankinn aftur kominn í eigu ríkissjóðs og byrjaður að pumpa milljarðatugum inn í sameiginlega sjóði landsmanna í formi arðs. Þá vitum við að þess er skammt að bíða að reynt verður að hafa þessa eign af okkur. Sanniði til! Reyndar er það orðið mest aðkallandi verkefni samtímans að umturna fjármálakerfinu – þar með talið Landsbankanum – þannig að það vinnur í þágu almennings en ekki gegn.Rangir hagsmunir Og auðvitað mun verða reynt að verða við kröfu gráðugra fjárfesta sem vilja eignast Landsvirkjun. Samkvæmt rannsókn fjárfesta á fýsileika þess að leggja raforkukapal til Evrópu gæti hann gefið Landsvirkjun fjörutíu milljarða í arð á ári, það er að segja ef við yrðum nógu dugleg að eyðileggja náttúruperlur okkar fyrir orkusölu til soltins Evrópumarkaðs. Fjárfestingin yrði að vísu fimm hundruð milljarðar – en það myndu langtímafjárfestar ekki setja fyrir sig. Og auðvitað verður þetta svona nema almenningur stoppi stjórnvöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra er nú búinn að lýsa því yfir að hann vilji selja Landsvirkjun. Bara pínulítið – og til góðra fjárfesta – lífeyrissjóðanna. Allt samkvæmt gömlu formúlunni að fara hægt að þjóðinni. Og lífeyrissjóðirnir, skyldu þeir vera reiðubúnir að láta hafa sig í skítverkið? Vonandi ekki sá sem ég greiði til. Reynslan erlendis af fjárfestingum lífeyrissjóða í stoðkerfum samfélagsins er alla vega. Eitt er þó sammerkt með þeim. Enginn munur er á lífeyrissjóðum sem fjárfestum og öðrum að því leyti að þeir vilja hámarksarð af eign sinni ekki síður en aðrir og eru reiðubúnir að selja og braska ekkert síður en aðrir. Arður Íslendinga af Landsvirkjun á að liggja í lágu orkuverði. Með sölu Landsvirkjunar yrðu múraðir inn rangir hagsmunir; hagsmunir sem lægju í því að virkja sem mest og selja orkuna sem hæst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það sem ég hef óttast mest af hálfu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að hún steli af þjóðinni eignum hennar. Sporin hræða. Skyldu menn almennt gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir allt bölmóðstalið á sínum tíma, báru ríkisbankarnir sig alla tíð bærilega og voru fullkomlega sjálfbærir. Í byrjun tíunda áratugarins kom að vísu tímabundið framlag úr ríkissjóði til Landsbankans, en það var að fullu greitt til baka. Óþarfi er að fjölyrða um hvað einkavæddir bankarnir kostuðu síðan þjóðina. Menn stigu einkavæðingar- og söluskrefin ætíð lævíslega. Þannig átti aðeins að hlutafélagavæða Landsímann á sínum tíma – „alls ekki selja“. Sömu sögu er að segja af sölu bankanna. Nú er Landsbankinn aftur kominn í eigu ríkissjóðs og byrjaður að pumpa milljarðatugum inn í sameiginlega sjóði landsmanna í formi arðs. Þá vitum við að þess er skammt að bíða að reynt verður að hafa þessa eign af okkur. Sanniði til! Reyndar er það orðið mest aðkallandi verkefni samtímans að umturna fjármálakerfinu – þar með talið Landsbankanum – þannig að það vinnur í þágu almennings en ekki gegn.Rangir hagsmunir Og auðvitað mun verða reynt að verða við kröfu gráðugra fjárfesta sem vilja eignast Landsvirkjun. Samkvæmt rannsókn fjárfesta á fýsileika þess að leggja raforkukapal til Evrópu gæti hann gefið Landsvirkjun fjörutíu milljarða í arð á ári, það er að segja ef við yrðum nógu dugleg að eyðileggja náttúruperlur okkar fyrir orkusölu til soltins Evrópumarkaðs. Fjárfestingin yrði að vísu fimm hundruð milljarðar – en það myndu langtímafjárfestar ekki setja fyrir sig. Og auðvitað verður þetta svona nema almenningur stoppi stjórnvöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra er nú búinn að lýsa því yfir að hann vilji selja Landsvirkjun. Bara pínulítið – og til góðra fjárfesta – lífeyrissjóðanna. Allt samkvæmt gömlu formúlunni að fara hægt að þjóðinni. Og lífeyrissjóðirnir, skyldu þeir vera reiðubúnir að láta hafa sig í skítverkið? Vonandi ekki sá sem ég greiði til. Reynslan erlendis af fjárfestingum lífeyrissjóða í stoðkerfum samfélagsins er alla vega. Eitt er þó sammerkt með þeim. Enginn munur er á lífeyrissjóðum sem fjárfestum og öðrum að því leyti að þeir vilja hámarksarð af eign sinni ekki síður en aðrir og eru reiðubúnir að selja og braska ekkert síður en aðrir. Arður Íslendinga af Landsvirkjun á að liggja í lágu orkuverði. Með sölu Landsvirkjunar yrðu múraðir inn rangir hagsmunir; hagsmunir sem lægju í því að virkja sem mest og selja orkuna sem hæst.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar